VG bætir við sig tæpum sex prósentum Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. maí 2016 05:00 Katrín Jakobsdóttir formaður vinstri grænna tekur fylginu með ró. Möguleiki væri á þrenns konar tveggja flokka stjórn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað meirihluta, en þessir tveir flokkar gætu líka hvor um sig myndað meirihluta með VG. Þetta má lesa út úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Síðasta könnun sem Fréttablaðið gerði og sýndi að mögulegt væri að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata var gerð í nóvember 2014, eða fyrir um einu og hálfu ári. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, telur stjórn Sjálfstæðisflokksins og VG þó ólíklegan möguleika að loknum kosningum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að ef stjórnarandstaðan fær meirihluta eftir þessar kosningar, þá leitist hún við að mynda ríkisstjórn. Það finnst mér vera eðlilegur valkostur,“ segir Katrín. Rétt tæplega 20 prósent segja að þau myndu kjósa VG ef kosið væri nú, 31,1 prósent Sjálfstæðisflokkinn og 30,3 prósent Pírata. Rúm sjö prósent myndu kjósa Samfylkinguna og tæp sjö prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Rúm þrjú prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnunina fengi Sjálfstæðisflokkur 21 þingmann kjörinn, Píratar 20, VG fengi 13, Samfylkingin fengi fimm menn og Framsóknarflokkurinn fjóra.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Valli„Hún er mjög athyglisverð þessi fylgisaukning Vinstri grænna. Vinstri græn virðast hafa styrkt stöðu sína verulega í kjölfar þessa stjórnaróróleika sem hefur verið á landinu undanfarnar vikur,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor. „Það er augljóst að bæði Samfylking og Framsóknarflokkur eru í verulegum vanda. Þetta er mjög slæm útkoma fyrir flokkinn sem stýrir ríkisstjórninni annars vegar og hins vegar fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, sem hefur á þessum tíma verið nokkuð í umfjölluninni vegna formannskjörs.“ Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag leggur Magnús Orri Schram, formannsframbjóðandi Samfylkingar, til að flokkurinn verði lagður niður og nýr jafnaðarflokkur stofnaður í hans stað. Flokkurinn njóti ekki hljómgrunns lengur. „Við höfum fundið fyrir meðbyr upp á síðkastið úti í samfélaginu. Við höfum fundið fyrir auknum áhuga fólks á að taka þátt í okkar starfi,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fylgi Vinstri grænna er núna um það bil 9 prósentustigum meira en það var í þingkosningum 2013. Formaðurinn segir flokkinn þó halda sínu striki og taka breytingum með ró. „Af því að svona lagað getur sveiflast mjög hratt.“ Katrín segir flokkinn ekki setja sér nein prósentumarkmið fyrir næstu kosningar. „Okkar markmið snúast um að ná sem bestum árangri fyrir okkar stefnu og við setjum engin svona prósentumarkmið.“ Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað ríkisstjórn með 41 þingmann að baki sér. VG gæti líka myndað ríkisstjórn, annaðhvort með Sjálfstæðisflokknum eða Pírötum. Ríkisstjórnir með aðild VG myndu þó hafa afar nauman meirihluta á bak við sig. Ríkisstjórn VG og Pírata hefði 33 þingmenn á bak við sig en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og VG 34. Meirihlutastjórn þarf að hafa minnst 32 þingmenn á bak við sig. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Möguleiki væri á þrenns konar tveggja flokka stjórn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Píratar og Sjálfstæðisflokkurinn gætu myndað meirihluta, en þessir tveir flokkar gætu líka hvor um sig myndað meirihluta með VG. Þetta má lesa út úr niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Síðasta könnun sem Fréttablaðið gerði og sýndi að mögulegt væri að mynda tveggja flokka stjórn án Pírata var gerð í nóvember 2014, eða fyrir um einu og hálfu ári. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, telur stjórn Sjálfstæðisflokksins og VG þó ólíklegan möguleika að loknum kosningum. „Ég hef alltaf talað fyrir því að ef stjórnarandstaðan fær meirihluta eftir þessar kosningar, þá leitist hún við að mynda ríkisstjórn. Það finnst mér vera eðlilegur valkostur,“ segir Katrín. Rétt tæplega 20 prósent segja að þau myndu kjósa VG ef kosið væri nú, 31,1 prósent Sjálfstæðisflokkinn og 30,3 prósent Pírata. Rúm sjö prósent myndu kjósa Samfylkinguna og tæp sjö prósent myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Rúm þrjú prósent myndu kjósa Bjarta framtíð. Ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnunina fengi Sjálfstæðisflokkur 21 þingmann kjörinn, Píratar 20, VG fengi 13, Samfylkingin fengi fimm menn og Framsóknarflokkurinn fjóra.Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Valli„Hún er mjög athyglisverð þessi fylgisaukning Vinstri grænna. Vinstri græn virðast hafa styrkt stöðu sína verulega í kjölfar þessa stjórnaróróleika sem hefur verið á landinu undanfarnar vikur,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor. „Það er augljóst að bæði Samfylking og Framsóknarflokkur eru í verulegum vanda. Þetta er mjög slæm útkoma fyrir flokkinn sem stýrir ríkisstjórninni annars vegar og hins vegar fyrir stærsta stjórnarandstöðuflokkinn, sem hefur á þessum tíma verið nokkuð í umfjölluninni vegna formannskjörs.“ Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag leggur Magnús Orri Schram, formannsframbjóðandi Samfylkingar, til að flokkurinn verði lagður niður og nýr jafnaðarflokkur stofnaður í hans stað. Flokkurinn njóti ekki hljómgrunns lengur. „Við höfum fundið fyrir meðbyr upp á síðkastið úti í samfélaginu. Við höfum fundið fyrir auknum áhuga fólks á að taka þátt í okkar starfi,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Fylgi Vinstri grænna er núna um það bil 9 prósentustigum meira en það var í þingkosningum 2013. Formaðurinn segir flokkinn þó halda sínu striki og taka breytingum með ró. „Af því að svona lagað getur sveiflast mjög hratt.“ Katrín segir flokkinn ekki setja sér nein prósentumarkmið fyrir næstu kosningar. „Okkar markmið snúast um að ná sem bestum árangri fyrir okkar stefnu og við setjum engin svona prósentumarkmið.“ Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað ríkisstjórn með 41 þingmann að baki sér. VG gæti líka myndað ríkisstjórn, annaðhvort með Sjálfstæðisflokknum eða Pírötum. Ríkisstjórnir með aðild VG myndu þó hafa afar nauman meirihluta á bak við sig. Ríkisstjórn VG og Pírata hefði 33 þingmenn á bak við sig en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og VG 34. Meirihlutastjórn þarf að hafa minnst 32 þingmenn á bak við sig.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira