Stjórn KKÍ mun ákveða fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 08:15 Körfuboltinn er að missa Helga Má Magnússon úr deildinni og hann er ekki eini íslenski leikmaðurinn sem er á förum. Vísir/Andri Marinó Útlendingamálin eru enn á ný til umræðu í körfuknattleikshreyfingunni og þau voru mikið rædd á formannafundi aðildarfélaga KKÍ á dögunum. Það var ekki þing í ár en formennirnir kusu með því að stjórn KKÍ ákveði fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum næsta vetur. Nú er bara einn erlendur leikmaður leyfður inn á vellinum í einu en áður en sú regla tók gildi máttu liðin vera tvo Bandaríkjamenn. Því var breytt fyrir nokkrum árum en núna er vangaveltur hvort takmarkanirnar eigi aðeins að snúa að bandarískum leikmönnum sem myndi þýða að liðin gætu sótt frjálst leikmenn til Evrópu. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ staðfesti það við Karfan.is að á formannafundinum á dögunum hafi verið ákveðið að boða ekki til aukaþings heldur leggja frekar málefni erlendra leikmanna fyrir stjórn KKÍ sem hefur reglubreytingarvald í þessum efnum. Stjórn KKÍ hefur rætt málið aðeins en það hefur hinsvegar engin ákvörðun verð tekin enn um „útlendingaregluna“. Á síðasta sambandsþingi KKÍ, sem var í fyrravor, var samþykkt með tæplega 70% atkvæða að leika eftir hinu svokallaða 4+1 fyrirkomulagi en það hefur verið í gildi síðustu tímabil. 4+1 þýðir að það verða alltaf að vera fjórir Íslendingar inn á vellinum í einu. Liðin geta því verið með fleiri en einn útlending en aðeins einn þeirra getur spilað í einu. „Það kom tillaga á formannafundinum um að fjölga þurfi erlendum leikmönnum í liðunum og það var rætt töluvert. Stjórnin lagði því til á fundinum að boðað yrði til aukaþings en 2/3 hluta formannafundar getur boðað aukaþing um ákveðin málefni. Fundurinn felldi þessa tillögu ( 6 já og 12 nei ) og því var borin upp um önnur tillaga þar sem stjórninni var falið að skoða reglugerð um erlenda leikmenn og var það samþykkt (12 já og 6 nei ), eitt félag fer með eitt atkvæði," sagði Hannes í viðtali við karfan.is. „Stjórnin hefur reglugerðarvald en hefur að sjálfsögðu ekki viljað gera breytingar því hefðin hefur verið í þessum málaflokki að leyfa hreyfingunni að ráða þessu og taka afstöðu á þingum. Hingað til hefur hreyfingin ekki viljað að stjórnin sé með þetta mál. Oft hefur þetta verið tæpt á þingum en á síðasta þingi þá var samþykkt með um 70% atkvæða að hafa áfram 4+1 regluna sem hafði verið í tvö ár," sagði Hannes og sagði útlendingamálin í íslenskum körfubolta vera heitari og viðkvæmari en flugvallarmálið. „Stjórn og starfsmenn ræddu þetta strax að loknum fundi og við ákváðum að gefa okkur tíma í þetta stóra mál. Það er auðvitað pressa frá mörgum að þetta verði ákveðið sem fyrst, við erum vel meðvituð um það í stjórn sambandsins að það er engin draumastaða fyrir félögin eða leikmenn að núna um miðjan maí sé þessi staða uppi. En þetta er það sem formannannafundur ákvað og því þarf að fara í þetta núna en við munum gefa okkur þann tíma sem þarf óháð fjölda símtala og skilaboða frá þeim sem eru óþolinmóðir,“ sagði Hannes sem verður óvenjumikið í símanum næstu daga. „Við viljum heyra betur í öllum formönnum og það hef ég verið að gera undanfarna daga og sjá þannig hver raunverulegur vilji félaganna okkar er. Við í stjórninni höfum svo átt mörg símtöl okkar á milli, við ætlum að hittast á morgun fimmtudag og fara saman yfir þetta en ákvörðun liggur vonandi fyrir í lok næstu viku," sagði Hannes en það má finna allt viðtalið við hann hér. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Útlendingamálin eru enn á ný til umræðu í körfuknattleikshreyfingunni og þau voru mikið rædd á formannafundi aðildarfélaga KKÍ á dögunum. Það var ekki þing í ár en formennirnir kusu með því að stjórn KKÍ ákveði fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum næsta vetur. Nú er bara einn erlendur leikmaður leyfður inn á vellinum í einu en áður en sú regla tók gildi máttu liðin vera tvo Bandaríkjamenn. Því var breytt fyrir nokkrum árum en núna er vangaveltur hvort takmarkanirnar eigi aðeins að snúa að bandarískum leikmönnum sem myndi þýða að liðin gætu sótt frjálst leikmenn til Evrópu. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ staðfesti það við Karfan.is að á formannafundinum á dögunum hafi verið ákveðið að boða ekki til aukaþings heldur leggja frekar málefni erlendra leikmanna fyrir stjórn KKÍ sem hefur reglubreytingarvald í þessum efnum. Stjórn KKÍ hefur rætt málið aðeins en það hefur hinsvegar engin ákvörðun verð tekin enn um „útlendingaregluna“. Á síðasta sambandsþingi KKÍ, sem var í fyrravor, var samþykkt með tæplega 70% atkvæða að leika eftir hinu svokallaða 4+1 fyrirkomulagi en það hefur verið í gildi síðustu tímabil. 4+1 þýðir að það verða alltaf að vera fjórir Íslendingar inn á vellinum í einu. Liðin geta því verið með fleiri en einn útlending en aðeins einn þeirra getur spilað í einu. „Það kom tillaga á formannafundinum um að fjölga þurfi erlendum leikmönnum í liðunum og það var rætt töluvert. Stjórnin lagði því til á fundinum að boðað yrði til aukaþings en 2/3 hluta formannafundar getur boðað aukaþing um ákveðin málefni. Fundurinn felldi þessa tillögu ( 6 já og 12 nei ) og því var borin upp um önnur tillaga þar sem stjórninni var falið að skoða reglugerð um erlenda leikmenn og var það samþykkt (12 já og 6 nei ), eitt félag fer með eitt atkvæði," sagði Hannes í viðtali við karfan.is. „Stjórnin hefur reglugerðarvald en hefur að sjálfsögðu ekki viljað gera breytingar því hefðin hefur verið í þessum málaflokki að leyfa hreyfingunni að ráða þessu og taka afstöðu á þingum. Hingað til hefur hreyfingin ekki viljað að stjórnin sé með þetta mál. Oft hefur þetta verið tæpt á þingum en á síðasta þingi þá var samþykkt með um 70% atkvæða að hafa áfram 4+1 regluna sem hafði verið í tvö ár," sagði Hannes og sagði útlendingamálin í íslenskum körfubolta vera heitari og viðkvæmari en flugvallarmálið. „Stjórn og starfsmenn ræddu þetta strax að loknum fundi og við ákváðum að gefa okkur tíma í þetta stóra mál. Það er auðvitað pressa frá mörgum að þetta verði ákveðið sem fyrst, við erum vel meðvituð um það í stjórn sambandsins að það er engin draumastaða fyrir félögin eða leikmenn að núna um miðjan maí sé þessi staða uppi. En þetta er það sem formannannafundur ákvað og því þarf að fara í þetta núna en við munum gefa okkur þann tíma sem þarf óháð fjölda símtala og skilaboða frá þeim sem eru óþolinmóðir,“ sagði Hannes sem verður óvenjumikið í símanum næstu daga. „Við viljum heyra betur í öllum formönnum og það hef ég verið að gera undanfarna daga og sjá þannig hver raunverulegur vilji félaganna okkar er. Við í stjórninni höfum svo átt mörg símtöl okkar á milli, við ætlum að hittast á morgun fimmtudag og fara saman yfir þetta en ákvörðun liggur vonandi fyrir í lok næstu viku," sagði Hannes en það má finna allt viðtalið við hann hér.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira