Segir birtingu gagnanna tilraun til hvítþvottar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. maí 2016 11:10 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir birtingu gagna úr bókhaldi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknar, og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, einungis tilraun til hvítþvottar. Gögnin breyti ekki þeirri staðreynd að hjónin hafi átt svokallað aflandsfélag á lágskattasvæði. „Formaður Framsóknarflokksins hefur verið að reyna að klóra í bakkann með því að senda út á vefinn Excel-skjöl sem hann álítur nægjanleg gögn til þess að hreinsa sig væntanlega af því sem hann telur að á sig hafi verið borið. Það er að segja að hann hafi ekki staðið sína plikt og skilað tilheyrandi gögnum, CFC-skýrslum eða hverju öðru sem þeim hjónum ber að skila en hann sem sagt virðist vera að gera tilraun til þess að hvítþvo sig á því,“ sagði Bjarkey í störfum þingsins á Alþingi í morgun. Gögnin dugi að hennar mati ekki til.Vill að skattaskýrslan verði birt „Það breytir jú engu um það að þau áttu þetta félag og það er það sem skiptir máli í því samhengi. Það er siðferðið sem felst í því að velja sér þessa stöðu, fyrir utan svo það að leggja ekki fram skattaskýrslu fyrst hann telur ástæðu til þess að upplýsa um einhver gögn þeirra hjóna, þá er auðvitað hreinlegast og best til þess fallið í stað þess að birta einhver Excel-skjöl.“ Bjarkey sakaði forystumenn ríkisstjórnarflokkanna um ábyrgðarleysi í þessum efnum, og vísaði meðal í harðorðan pistil Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra í nýjasta tölublaði Tíundar um tíðrædd aflandsfélög. „Margir hafa nú viðurkennt að þeir hafi verið að leita eftir leyndinni á meðan við sjáum hér forystufólk ríkisstjórnarflokkanna neita dag eftir dag að þeir eigi nokkuð í skattaskjóli. Jafnvel að maður gæti haldið að nöfn þeirra hefðu ekki einu sinni birst í Panama-skjölunum. Slíkur er hvítþvotturinn að verða,“ sagði Bjarkey. Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir birtingu gagna úr bókhaldi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknar, og eiginkonu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, einungis tilraun til hvítþvottar. Gögnin breyti ekki þeirri staðreynd að hjónin hafi átt svokallað aflandsfélag á lágskattasvæði. „Formaður Framsóknarflokksins hefur verið að reyna að klóra í bakkann með því að senda út á vefinn Excel-skjöl sem hann álítur nægjanleg gögn til þess að hreinsa sig væntanlega af því sem hann telur að á sig hafi verið borið. Það er að segja að hann hafi ekki staðið sína plikt og skilað tilheyrandi gögnum, CFC-skýrslum eða hverju öðru sem þeim hjónum ber að skila en hann sem sagt virðist vera að gera tilraun til þess að hvítþvo sig á því,“ sagði Bjarkey í störfum þingsins á Alþingi í morgun. Gögnin dugi að hennar mati ekki til.Vill að skattaskýrslan verði birt „Það breytir jú engu um það að þau áttu þetta félag og það er það sem skiptir máli í því samhengi. Það er siðferðið sem felst í því að velja sér þessa stöðu, fyrir utan svo það að leggja ekki fram skattaskýrslu fyrst hann telur ástæðu til þess að upplýsa um einhver gögn þeirra hjóna, þá er auðvitað hreinlegast og best til þess fallið í stað þess að birta einhver Excel-skjöl.“ Bjarkey sakaði forystumenn ríkisstjórnarflokkanna um ábyrgðarleysi í þessum efnum, og vísaði meðal í harðorðan pistil Skúla Eggerts Þórðarsonar ríkisskattstjóra í nýjasta tölublaði Tíundar um tíðrædd aflandsfélög. „Margir hafa nú viðurkennt að þeir hafi verið að leita eftir leyndinni á meðan við sjáum hér forystufólk ríkisstjórnarflokkanna neita dag eftir dag að þeir eigi nokkuð í skattaskjóli. Jafnvel að maður gæti haldið að nöfn þeirra hefðu ekki einu sinni birst í Panama-skjölunum. Slíkur er hvítþvotturinn að verða,“ sagði Bjarkey.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira