Obama bauð Sigurð Inga velkominn á íslensku og grínaðist með #AskGuðmundur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2016 13:47 „Það eru greinilega margir á Íslandi sem heita Guðmundur,“ sagði Obama í gamansömum tón. Skjáskot „Ég ætla að reyna að eins og ég get að bera þetta fram rétt: Tervetuloa, velkomin, velkomenn, välkommen,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti á nánast lýtalausum Norðurlandatungum þegar hann bauð ráðamenn Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands velkomna til Bandaríkjanna en þar eru þeir nú staddir í opinberri heimsókn. Það var létt yfir Obama þegar hann hélt stutta tölu þegar tekið var á móti leiðtogum Norðurlandanna og minntist hann örstutt á mennsku leitarvélina Ask Guðmundur sem Inspired by Iceland setti af stað til þess að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna. „Fyrir þá sem ætla að ferðast til Norðurlandana vil ég segja að þeir hafi ekkert að óttast. Mér skilst að Svíþjóð sé með símanúmer þar sem hægt er að tala við Svía. Ísland býður svo upp á að senda spurningar á #AskGudmundur. Það eru greinilega margir á Íslandi sem heita Guðmundur,“ sagði Obama í gamansömum tón. Sjá einnig: Obama gerði grín að skóm SigmundarObama fór fögrum orðum um Norðurlöndin og þakkaði þeim fyrir stuðning við Bandaríkin í gegnum árin auk þess sem hann þakkaði þeim kærlega fyrir að finna upp nytsamleg tól á borð við Skype og Spotify sem hönnuð voru á Norðurlöndunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, er sem stendur staddur í Bandaríkjunum ásamt öðrum forsætisráðherrum Norðurlandanna á leiðtogafundi Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, er einnig á fundinum. Á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að fundurinn sé framhald fundar leiðtoga Norðurlandanna og Bandaríkjanna sem haldinn var í Svíþjóð árið 2013. Til umræðu verður samvinna Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum alþjóða- og utanríkismála.Sjá má ávarp Obama hér fyrir neðan.“We are honored to welcome, not one nation, but five—our great Nordic friends” —@POTUS #NordicVisit #NordicUSAsummit https://t.co/upBtWJ1tK9— The White House (@WhiteHouse) May 13, 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi til fundar við Obama Fundinn ber upp föstudaginn þrettánda maí. 7. apríl 2016 00:46 Obama gerði grín að skóm Sigmundar "Það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra 6. september 2013 10:21 Erlendar fréttasíður fjalla um strigaskó Sigmundar Fátt hefur vakið meiri athygli hér á landi síðasta sólarhringinn en strigaskór forsætisráðherra á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta. 6. september 2013 14:26 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
„Ég ætla að reyna að eins og ég get að bera þetta fram rétt: Tervetuloa, velkomin, velkomenn, välkommen,“ sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti á nánast lýtalausum Norðurlandatungum þegar hann bauð ráðamenn Íslands, Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs og Finnlands velkomna til Bandaríkjanna en þar eru þeir nú staddir í opinberri heimsókn. Það var létt yfir Obama þegar hann hélt stutta tölu þegar tekið var á móti leiðtogum Norðurlandanna og minntist hann örstutt á mennsku leitarvélina Ask Guðmundur sem Inspired by Iceland setti af stað til þess að kynna Ísland sem áfangastað ferðamanna. „Fyrir þá sem ætla að ferðast til Norðurlandana vil ég segja að þeir hafi ekkert að óttast. Mér skilst að Svíþjóð sé með símanúmer þar sem hægt er að tala við Svía. Ísland býður svo upp á að senda spurningar á #AskGudmundur. Það eru greinilega margir á Íslandi sem heita Guðmundur,“ sagði Obama í gamansömum tón. Sjá einnig: Obama gerði grín að skóm SigmundarObama fór fögrum orðum um Norðurlöndin og þakkaði þeim fyrir stuðning við Bandaríkin í gegnum árin auk þess sem hann þakkaði þeim kærlega fyrir að finna upp nytsamleg tól á borð við Skype og Spotify sem hönnuð voru á Norðurlöndunum. Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra, er sem stendur staddur í Bandaríkjunum ásamt öðrum forsætisráðherrum Norðurlandanna á leiðtogafundi Norðurlandanna og Bandaríkjanna. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra, er einnig á fundinum. Á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að fundurinn sé framhald fundar leiðtoga Norðurlandanna og Bandaríkjanna sem haldinn var í Svíþjóð árið 2013. Til umræðu verður samvinna Bandaríkjanna og Norðurlandanna á ýmsum sviðum alþjóða- og utanríkismála.Sjá má ávarp Obama hér fyrir neðan.“We are honored to welcome, not one nation, but five—our great Nordic friends” —@POTUS #NordicVisit #NordicUSAsummit https://t.co/upBtWJ1tK9— The White House (@WhiteHouse) May 13, 2016
Tengdar fréttir Sigurður Ingi til fundar við Obama Fundinn ber upp föstudaginn þrettánda maí. 7. apríl 2016 00:46 Obama gerði grín að skóm Sigmundar "Það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra 6. september 2013 10:21 Erlendar fréttasíður fjalla um strigaskó Sigmundar Fátt hefur vakið meiri athygli hér á landi síðasta sólarhringinn en strigaskór forsætisráðherra á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta. 6. september 2013 14:26 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Obama gerði grín að skóm Sigmundar "Það var mjög skemmtilegt að fá tækifæri til að sitja með honum í þrjá tíma og ræða málin,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra 6. september 2013 10:21
Erlendar fréttasíður fjalla um strigaskó Sigmundar Fátt hefur vakið meiri athygli hér á landi síðasta sólarhringinn en strigaskór forsætisráðherra á fundi með Barack Obama Bandaríkjaforseta. 6. september 2013 14:26