Á leið til Brighton að tala um áhrif tónlistarhátíða á Reykjavík Birgir Örn Steinarsson skrifar 13. maí 2016 15:28 Björn er hæst ánægður með tónlistarlífið í Reykjavík. Vísir Björn Blöndal borgarfulltrúi mun á þriðjudaginn næsta halda til Brighton sem staðgengill borgarstjóra Reykjavíkur á Music Cities Convention. Þar hittast fulltrúar margra þeirra borga heims þar sem tónlistarhátíðir eru orðnar að stórum þáttum menningarlífsins. „Ég er þarna að fara tala um áhrif tónlistarhátíða á Reykjavíkurborg,“ útskýrir Björn. „Þetta snýst um að menn átti sig á því hversu mikil áhrif tónlistarlíf að þessu tagi hefur á borgir.“ Í Reykjavík eru haldnar á hverju ári nokkrar tónlistarhátíðar, misstórar í sniðum. Þar má meðal annars nefna Iceland Airwaves, Secret Solstice, Sónar, Myrka Músíkdaga, Reykjavík Midsummer Music og Reykjavík Jazz Festival svo fátt eitt sé nefnt. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Útón lét gera um tónlistarhátíðir á Íslandi en sú upptalning er fjarri því að vera tæmandi. „Þessar hátíðir er auðvitað hluti af sjálfsmynd borgarinnar. Reykjavík er ekkert merkilegri borg en hver önnur. Af hverju ætti hún að vera áhugaverður áfangastaður fyrir ferðamenn? Það er fyrst og fremst vegna menningarlífs og við höfum náð að gera okkur gjaldgeng alþjóðlega.“Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992 eftir að hafa komið Reykjavík og Íslandi á kortið erlendis.Vísir/GVASykurmolarnir breyttu ReykjavíkEins og flestir vita hefur Björn sjálfur verið þátttakandi í tónlistarlífi Íslands frá unga aldri sem bassaleikari rokksveitarinnar Ham. Nokkuð mörg ár eru frá því að sú merka sveit var stofnuð og hann man því tímanna tvenna. „Árið 1986 hafði enginn áhuga á Reykjavík. Árið 1989 hafði það breyst mjög mikið. Það var fyrst og fremst eitt fyrirbæri sem spilaði mjög mikið þar inni. Það voru Sykurmolarnir. Þetta snýst þó auðvitað ekki bara um ferðamennina því það er nú ekki minna gildi fyrir íbúa Reykjavíkurborgar að fá allar þessar tónleikahátíðir.“ Björn ætti að fá góðan félagsskap á málþinginu því einn gestanna sem mætir verður söngvarinn Fergal Sharkey. Hann er líklegast þekktastur fyrir að syngja lögin A Good Heart og lagið Teenage Kicks með hljómsveitinni The Undertones á yngri árum. Music Festivals in Iceland from Iceland Music Export on Vimeo. Airwaves Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Björn Blöndal borgarfulltrúi mun á þriðjudaginn næsta halda til Brighton sem staðgengill borgarstjóra Reykjavíkur á Music Cities Convention. Þar hittast fulltrúar margra þeirra borga heims þar sem tónlistarhátíðir eru orðnar að stórum þáttum menningarlífsins. „Ég er þarna að fara tala um áhrif tónlistarhátíða á Reykjavíkurborg,“ útskýrir Björn. „Þetta snýst um að menn átti sig á því hversu mikil áhrif tónlistarlíf að þessu tagi hefur á borgir.“ Í Reykjavík eru haldnar á hverju ári nokkrar tónlistarhátíðar, misstórar í sniðum. Þar má meðal annars nefna Iceland Airwaves, Secret Solstice, Sónar, Myrka Músíkdaga, Reykjavík Midsummer Music og Reykjavík Jazz Festival svo fátt eitt sé nefnt. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Útón lét gera um tónlistarhátíðir á Íslandi en sú upptalning er fjarri því að vera tæmandi. „Þessar hátíðir er auðvitað hluti af sjálfsmynd borgarinnar. Reykjavík er ekkert merkilegri borg en hver önnur. Af hverju ætti hún að vera áhugaverður áfangastaður fyrir ferðamenn? Það er fyrst og fremst vegna menningarlífs og við höfum náð að gera okkur gjaldgeng alþjóðlega.“Sykurmolarnir á tónleikum. Hljómsveitin hætti störfum árið 1992 eftir að hafa komið Reykjavík og Íslandi á kortið erlendis.Vísir/GVASykurmolarnir breyttu ReykjavíkEins og flestir vita hefur Björn sjálfur verið þátttakandi í tónlistarlífi Íslands frá unga aldri sem bassaleikari rokksveitarinnar Ham. Nokkuð mörg ár eru frá því að sú merka sveit var stofnuð og hann man því tímanna tvenna. „Árið 1986 hafði enginn áhuga á Reykjavík. Árið 1989 hafði það breyst mjög mikið. Það var fyrst og fremst eitt fyrirbæri sem spilaði mjög mikið þar inni. Það voru Sykurmolarnir. Þetta snýst þó auðvitað ekki bara um ferðamennina því það er nú ekki minna gildi fyrir íbúa Reykjavíkurborgar að fá allar þessar tónleikahátíðir.“ Björn ætti að fá góðan félagsskap á málþinginu því einn gestanna sem mætir verður söngvarinn Fergal Sharkey. Hann er líklegast þekktastur fyrir að syngja lögin A Good Heart og lagið Teenage Kicks með hljómsveitinni The Undertones á yngri árum. Music Festivals in Iceland from Iceland Music Export on Vimeo.
Airwaves Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira