Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - Fjölnir 2-0 | Öruggur sigur FH í Krikanum | Sjáðu mörkin Smári Jökull Jónsson á Kaplakrikavelli skrifar 16. maí 2016 22:15 Steven Lennon skoraði annað mark FH í kvöld. vísir/anton brink FH-ingar unnu sinn þriðja sigur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni. FH komst yfir strax á 3.mínútu þegar Fjölnismaðurinn Viðar Ari Jónsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu Jonathan Hendrickx. Steven Lennon bætti við öðru marki í síðari hálfleik eftir gott spil og góða sendingu frá Atla Guðnasyni. Lokatölur urðu 2-0. Fjölnismenn áttu ekki góðan leik í kvöld en FH sýndi betri takta en í tapleiknum gegn KR í síðustu umferð.Af hverju vann FH? Þeir voru einfaldlega mun betra liðið og Fjölnismenn gáfum þeim í raun aldrei almennilega keppni hér í kvöld. FH á klárlega töluvert inni en þeir þurftu engan glansleik til að fara með sigur af hólmi. Þegar heimamenn skoruðu strax á 3.mínútu fengu áhorfendur vísbendingu um í hvað stefndi. Seinna mark FH kom svo eftir afar gott spil þar sem þeir Jonathan Hendrickx og Atli Guðnason spiluðu sig í gegn hægra megin og Steven Lennon gat ekki annað en skorað. Eftir að FH tapaði gegn KR í síðasta leik þurftu þeir að stíga upp og gerðu það að einhverju leyti. Spil þeirra gekk miklu betur en hjá Fjölnismönnum og einu hættulegu færi gestanna komu eftir að Bergsveini Ólafssyni mistókst í tvígang að skalla til baka á Gunnar Nielsen í markinu. Að öðru leyti sköpuðu Fjölnismenn sér engin teljandi færi og sigur FH mjög sanngjarn.Þessir stóðu upp úr:Lið FH var fremur jafnt í kvöld. Atli Guðnason var duglegur að skapa hættu og Steven Lennon átti ágætan leik sömuleiðis sem og Bjarni Þór á miðjunni. Jonathan Hendrickx var öflugur í hægri bakverðinum og mjög duglegur að koma upp kantinn og taka þátt í sóknarleiknum. Hann fær nafnbótina maður leiksins. Kassim og Bergsveinn áttu fínan leik í miðri vörn FH, en Bergsveinn var þó kærulaus þegar hann skallar til baka á Gunnar í markinu og var heppinn að það endaði ekki með marki hjá gestunum. Hjá Fjölni var fátt um fína drætti. Þórður gat lítið gert í mörkunum og þá var Tobias Salquist ágætur í vörninni. Fjölnismenn geta þó mun betur en þeir gerðu í kvöld og flestir að spila undir getu.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnismanna gekk ekki vel í kvöld. Þeir voru bitlausir og sóknarmenn þeirra náðu sjaldan að skapa færi. Þegar þeir fengu færi á silfurfati frá vörn FH nýttu þeir þau illa. Gestirnir fengu 9 hornspyrnur en engin þeirra skapaði teljandi hættu. Þeir fengu hins vegar mark á sig eftir hornspyrnu FH. Ágúst Gylfason þarf greinilega að skoða föstu leikatriðin betur fyrir næsta leik. FH-ingar hefðu getað verið meira afgerandi í sínum leik. Hefðu þeir sett aðeins meiri kraft í sóknina hefði ekki komið mér á óvart þótt mörkin hefðu orðið fleiri. Í jafnari leikjum getur þetta skipt máli en í kvöld dugði frammistaðan til.Hvað gerist næst?FH-ingar fara í Garðabæinn og mæta þar sjóðandi heitu liði Stjörnunnar. Það er annar leikur FH á tímabilinu gegn liði sem spáð er velgengni en í fyrri leiknum biðu þeir lægri hlut gegn KR. Heimir Guðjónsson mun því eflaust undirbúa sitt lið vel fyrir þann leik og mæta í Frostaskjólið á morgun og kortleggja Stjörnuliðið gegn KR. Fjölnir fá Víking Ólafsvík í heimsókn í næstu umferð en Ólsarar hafa enn ekki tapað leik í fyrstu fjórum umferðunum. Þeir mega búast við erfiðum leik og tap þar þýðir smá krísu í Grafarvoginum. Fjölnir hefur á að skipa góðu liði sem vel getur lagt Víkinga að velli. Þeir þurfa þó að sýna betri leik en í kvöld og það veit Ágúst Gylfason þjálfari liðsins.Heimir: Meiri liðsheildarbragur á okkar leik Heimir Guðjónsson þjálfari FH var nokkuð sáttur þegar Vísir náði tali af honum í lok leiks. „Ég er ánægður að ná í þrjú stig. Við byrjuðum leikinn mjög sterkt, náðum inn marki og spiluðum á köflum vel. En við náðum ekki að halda pressunni á þeim og leikurinn jafnaðist. En við byrjuðum seinni hálfleik sterkt sömuleiðis og eftir 2-0 markið snerist þetta um að verja okkar mark,“ sagði Heimir. Sigur FH var sanngjarn í kvöld og þeir þurftu engan stjörnuleik til þess að fara með sigur af hólmi. „Auðvitað getum við lagað fullt af hlutum. Í seinni hálfleik gekk boltinn ekki nógu hratt en Fjölnir er með mjög gott lið, þeir hafa sýnt það í byrjun móts. Þeir eru með góða erlenda leikmenn en ef við ætlum að hugsa þannig að við þurfum ekki að leggja okkur 100% fram þá er voðinn vís. Leikirnir eru allir erfiðir í þessu móti,“ bætti Heimir við. Steven Lennon var mættur aftur í lið FH eftir leikbann í leiknum gegn KR. Hann minnti á sig með marki. „Lennon er mjög öflugur leikmaður og góður í FH liðinu þegar hann gerir hlutina sem hann á að gera. Mér fannst hann gera það í dag. En ég er ánægður með að það er alltaf að verða meiri liðsheildarbragur á okkar leik og það er jákvætt,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH að lokum.Ágúst: Spiluðum í 90 mínútur og héldum mönnum í leikformi Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis var þungur á brún eftir leik og sagði að sigur FH hefði verið sanngjarn. „Mér fannst við aldrei gefa þeim neinn leik hér í kvöld. Við gefum þeim tvö mörk eftir einbeitingarleysi hjá okkur og heilt yfir fannst mér þetta vera þannig að bæði liðin voru að halda boltanum en skapa lítið af færum. Einbeitingarleysi hjá okkur færir þeim svo tvö mörk,“ sagði svekktur Ágúst í samtali við Vísi eftir leik. „Þeir eru með gott lið og þéttir fyrir. Það er erfitt að komast í gegnum þá en við vissum að þeir myndu jafnvel gera 2-3 mistök. Við hefðum kannski átt að skora. En mér fannst þetta sanngjarn sigur heilt yfir og í raun áreynslulaus hjá FH.“ FH skoraði strax eftir tæpar þrjár mínútur og sló það Fjölnismenn útaf laginu. „Menn voru tilbúnir en þetta er einbeitingarleysi, ekkert annað. Það sama þegar þeir skora annað markið. Það var í raun ekkert í spilunum allan leikinn nema þessi tvö mörk. Ég get í raun ekki tekið mikið jákvætt úr leiknum nema að við spiluðum í 90 mínútur og héldum mönnum í leikformi. Það er hundfúlt að tapa hér en við erum að spila á móti einu besta liðinu á Íslandi, ef ekki því besta,“ sagði Ágúst að lokum.Bjarni Þór: Þetta er allavega stoðsending Bjarni Þór Viðarsson átti ágætan leik í liði FH í kvöld og var sáttur með sigurinn. „Ég er mjög ánægður. Við töpuðum síðasta leik og það er sterkt að koma til baka og vera komnir með 9 stig eftir fjóra leiki. Fjölnir er með frábært lið og það er erfitt að spila á móti þeim og þess vegna mjög gott að ná að klára leikinn með sigri,“ sagði Bjarni Þór í samtali við Vísi. „Við þurftum að laga margt eftir KR leikinn. Það voru aðallega grunnatriðin að vera nálægt mönnunum og svona. Við byrjuðum leikinn af krafti eins og við ætluðum. Við náðum að pressa þá hátt uppi og þeir náðu lítið að halda boltanum sem þeir eru góðir í fái þeir tækifæri til.“ Bjarni átti þátt í fyrra marki FH en skalli hans breytti um stefnu af varnarmanni Fjölnis og endaði í markinu. „Ég væri til í að fá öll mörk skráð á mig. Ég flikkaði boltanum á nærstönginni en ég held að hann hafi farið í varnarmanninn. Ef þetta er ekki markið mitt þá er það allavega stoðsending, það er fínt. Ég talaði aðeins við Ívar dómara í hálfleik og hann ætlaði að skoða þetta. Vonandi gerir hann það,“ sagði Bjarni með bros á vör. FH er með 9 stig eftir fjórar umferðir og mæta sjóðandi heitu liði Stjörnunnar í næstu umferð. „Við erum búnir að taka sex stig af sex hér á heimavelli. En eins og ég sagði þá var þetta ekki besti leikur okkar á útivelli gegn KR í síðustu umferð. Það verður erfiður leikur næst í Garðabænum. Stjarnan er búin að bæta sig mikið og styrkja sig. Það verður alvöru leikur hjá tveimur toppliðum,“ sagði Bjarni að lokum.Bjarni Þór Viðarsson kemur FH í 1-0: Steven Lennon kemur FH í 2-0: vísir/anton brinkvísir/anton brinkvísir/anton brink Pepsi Max-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
FH-ingar unnu sinn þriðja sigur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni. FH komst yfir strax á 3.mínútu þegar Fjölnismaðurinn Viðar Ari Jónsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir hornspyrnu Jonathan Hendrickx. Steven Lennon bætti við öðru marki í síðari hálfleik eftir gott spil og góða sendingu frá Atla Guðnasyni. Lokatölur urðu 2-0. Fjölnismenn áttu ekki góðan leik í kvöld en FH sýndi betri takta en í tapleiknum gegn KR í síðustu umferð.Af hverju vann FH? Þeir voru einfaldlega mun betra liðið og Fjölnismenn gáfum þeim í raun aldrei almennilega keppni hér í kvöld. FH á klárlega töluvert inni en þeir þurftu engan glansleik til að fara með sigur af hólmi. Þegar heimamenn skoruðu strax á 3.mínútu fengu áhorfendur vísbendingu um í hvað stefndi. Seinna mark FH kom svo eftir afar gott spil þar sem þeir Jonathan Hendrickx og Atli Guðnason spiluðu sig í gegn hægra megin og Steven Lennon gat ekki annað en skorað. Eftir að FH tapaði gegn KR í síðasta leik þurftu þeir að stíga upp og gerðu það að einhverju leyti. Spil þeirra gekk miklu betur en hjá Fjölnismönnum og einu hættulegu færi gestanna komu eftir að Bergsveini Ólafssyni mistókst í tvígang að skalla til baka á Gunnar Nielsen í markinu. Að öðru leyti sköpuðu Fjölnismenn sér engin teljandi færi og sigur FH mjög sanngjarn.Þessir stóðu upp úr:Lið FH var fremur jafnt í kvöld. Atli Guðnason var duglegur að skapa hættu og Steven Lennon átti ágætan leik sömuleiðis sem og Bjarni Þór á miðjunni. Jonathan Hendrickx var öflugur í hægri bakverðinum og mjög duglegur að koma upp kantinn og taka þátt í sóknarleiknum. Hann fær nafnbótina maður leiksins. Kassim og Bergsveinn áttu fínan leik í miðri vörn FH, en Bergsveinn var þó kærulaus þegar hann skallar til baka á Gunnar í markinu og var heppinn að það endaði ekki með marki hjá gestunum. Hjá Fjölni var fátt um fína drætti. Þórður gat lítið gert í mörkunum og þá var Tobias Salquist ágætur í vörninni. Fjölnismenn geta þó mun betur en þeir gerðu í kvöld og flestir að spila undir getu.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fjölnismanna gekk ekki vel í kvöld. Þeir voru bitlausir og sóknarmenn þeirra náðu sjaldan að skapa færi. Þegar þeir fengu færi á silfurfati frá vörn FH nýttu þeir þau illa. Gestirnir fengu 9 hornspyrnur en engin þeirra skapaði teljandi hættu. Þeir fengu hins vegar mark á sig eftir hornspyrnu FH. Ágúst Gylfason þarf greinilega að skoða föstu leikatriðin betur fyrir næsta leik. FH-ingar hefðu getað verið meira afgerandi í sínum leik. Hefðu þeir sett aðeins meiri kraft í sóknina hefði ekki komið mér á óvart þótt mörkin hefðu orðið fleiri. Í jafnari leikjum getur þetta skipt máli en í kvöld dugði frammistaðan til.Hvað gerist næst?FH-ingar fara í Garðabæinn og mæta þar sjóðandi heitu liði Stjörnunnar. Það er annar leikur FH á tímabilinu gegn liði sem spáð er velgengni en í fyrri leiknum biðu þeir lægri hlut gegn KR. Heimir Guðjónsson mun því eflaust undirbúa sitt lið vel fyrir þann leik og mæta í Frostaskjólið á morgun og kortleggja Stjörnuliðið gegn KR. Fjölnir fá Víking Ólafsvík í heimsókn í næstu umferð en Ólsarar hafa enn ekki tapað leik í fyrstu fjórum umferðunum. Þeir mega búast við erfiðum leik og tap þar þýðir smá krísu í Grafarvoginum. Fjölnir hefur á að skipa góðu liði sem vel getur lagt Víkinga að velli. Þeir þurfa þó að sýna betri leik en í kvöld og það veit Ágúst Gylfason þjálfari liðsins.Heimir: Meiri liðsheildarbragur á okkar leik Heimir Guðjónsson þjálfari FH var nokkuð sáttur þegar Vísir náði tali af honum í lok leiks. „Ég er ánægður að ná í þrjú stig. Við byrjuðum leikinn mjög sterkt, náðum inn marki og spiluðum á köflum vel. En við náðum ekki að halda pressunni á þeim og leikurinn jafnaðist. En við byrjuðum seinni hálfleik sterkt sömuleiðis og eftir 2-0 markið snerist þetta um að verja okkar mark,“ sagði Heimir. Sigur FH var sanngjarn í kvöld og þeir þurftu engan stjörnuleik til þess að fara með sigur af hólmi. „Auðvitað getum við lagað fullt af hlutum. Í seinni hálfleik gekk boltinn ekki nógu hratt en Fjölnir er með mjög gott lið, þeir hafa sýnt það í byrjun móts. Þeir eru með góða erlenda leikmenn en ef við ætlum að hugsa þannig að við þurfum ekki að leggja okkur 100% fram þá er voðinn vís. Leikirnir eru allir erfiðir í þessu móti,“ bætti Heimir við. Steven Lennon var mættur aftur í lið FH eftir leikbann í leiknum gegn KR. Hann minnti á sig með marki. „Lennon er mjög öflugur leikmaður og góður í FH liðinu þegar hann gerir hlutina sem hann á að gera. Mér fannst hann gera það í dag. En ég er ánægður með að það er alltaf að verða meiri liðsheildarbragur á okkar leik og það er jákvætt,“ sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH að lokum.Ágúst: Spiluðum í 90 mínútur og héldum mönnum í leikformi Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis var þungur á brún eftir leik og sagði að sigur FH hefði verið sanngjarn. „Mér fannst við aldrei gefa þeim neinn leik hér í kvöld. Við gefum þeim tvö mörk eftir einbeitingarleysi hjá okkur og heilt yfir fannst mér þetta vera þannig að bæði liðin voru að halda boltanum en skapa lítið af færum. Einbeitingarleysi hjá okkur færir þeim svo tvö mörk,“ sagði svekktur Ágúst í samtali við Vísi eftir leik. „Þeir eru með gott lið og þéttir fyrir. Það er erfitt að komast í gegnum þá en við vissum að þeir myndu jafnvel gera 2-3 mistök. Við hefðum kannski átt að skora. En mér fannst þetta sanngjarn sigur heilt yfir og í raun áreynslulaus hjá FH.“ FH skoraði strax eftir tæpar þrjár mínútur og sló það Fjölnismenn útaf laginu. „Menn voru tilbúnir en þetta er einbeitingarleysi, ekkert annað. Það sama þegar þeir skora annað markið. Það var í raun ekkert í spilunum allan leikinn nema þessi tvö mörk. Ég get í raun ekki tekið mikið jákvætt úr leiknum nema að við spiluðum í 90 mínútur og héldum mönnum í leikformi. Það er hundfúlt að tapa hér en við erum að spila á móti einu besta liðinu á Íslandi, ef ekki því besta,“ sagði Ágúst að lokum.Bjarni Þór: Þetta er allavega stoðsending Bjarni Þór Viðarsson átti ágætan leik í liði FH í kvöld og var sáttur með sigurinn. „Ég er mjög ánægður. Við töpuðum síðasta leik og það er sterkt að koma til baka og vera komnir með 9 stig eftir fjóra leiki. Fjölnir er með frábært lið og það er erfitt að spila á móti þeim og þess vegna mjög gott að ná að klára leikinn með sigri,“ sagði Bjarni Þór í samtali við Vísi. „Við þurftum að laga margt eftir KR leikinn. Það voru aðallega grunnatriðin að vera nálægt mönnunum og svona. Við byrjuðum leikinn af krafti eins og við ætluðum. Við náðum að pressa þá hátt uppi og þeir náðu lítið að halda boltanum sem þeir eru góðir í fái þeir tækifæri til.“ Bjarni átti þátt í fyrra marki FH en skalli hans breytti um stefnu af varnarmanni Fjölnis og endaði í markinu. „Ég væri til í að fá öll mörk skráð á mig. Ég flikkaði boltanum á nærstönginni en ég held að hann hafi farið í varnarmanninn. Ef þetta er ekki markið mitt þá er það allavega stoðsending, það er fínt. Ég talaði aðeins við Ívar dómara í hálfleik og hann ætlaði að skoða þetta. Vonandi gerir hann það,“ sagði Bjarni með bros á vör. FH er með 9 stig eftir fjórar umferðir og mæta sjóðandi heitu liði Stjörnunnar í næstu umferð. „Við erum búnir að taka sex stig af sex hér á heimavelli. En eins og ég sagði þá var þetta ekki besti leikur okkar á útivelli gegn KR í síðustu umferð. Það verður erfiður leikur næst í Garðabænum. Stjarnan er búin að bæta sig mikið og styrkja sig. Það verður alvöru leikur hjá tveimur toppliðum,“ sagði Bjarni að lokum.Bjarni Þór Viðarsson kemur FH í 1-0: Steven Lennon kemur FH í 2-0: vísir/anton brinkvísir/anton brinkvísir/anton brink
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira