Anton Sveinn McKee gerði sér lítið fyrir og komst í úrslit á 100 metra bringusundi á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug sem fram fer í London.
Anton synti fyrra undanúrslitasundið í kvöld og kom þriðji í mark á 1:00,98 mínútum. Það varð sjöundi besti tíminn í heildina og komst Anton því í úrslitasundið.
Anton Sveinn var öruggur inn í úrslitin því áttundi og síðasti maður inn var Svisslendingurinn Yannick Kaeser sem synti á tímanum 1:01,13.
Glæsilegur árangur hjá Antoni sem syndir til úrslita í 100 metra bringusundi á morgun.
Fyrr í kvöld komst Bryndís Rún Hansen ekki í úrslit í 50 metra flugsundi.
Anton Sveinn komst í úrslit
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið


„Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“
Enski boltinn


„Vorum bara heppnir að landa þessu“
Körfubolti



„Orkustigið var skrítið út af okkur“
Körfubolti



Fleiri fréttir
