39 ára gamall sjóari og markvörður Ólsara stal senunni í kvöld | Myndband Tómas Þór Þóraðrson skrifar 16. maí 2016 22:26 Víkingur Ólafsvík hafði betur í vesturlandsslagnum gegn ÍA þriðja skiptið í röð í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið pakkaði Skagamönnum saman, 3-0, á Ólafsvíkurvelli. William da Silva, Hrvoje Tokic og Aleix Egea skoruðu mörkin fyrir Ólsara en nýliðarnir eru á toppnum í deildinni eftir fjórar umferðir. Stjarnan getur þó hirt af þeim toppsætið annað kvöld. Einar Hjörleifsson, markvörður Ólsara, stal senunni í kvöld en þessi magnaði 39 ára gamli sjómaður, sem hefur reynst Ólafsvíkingum vel í gegnum tíðina, átti stórleik í markinu. Hann lagði hanskana á hilluna fyrir síðustu leiktíð en tók þá fram aftur til að styðja við bakið á Spánverjanum Cristian Martínez. Sá spænski meiddist gegn ÍBV í síðustu umferð og þurfti Einar þá að mæta til leiks og hann var svo í byrjunarliðinu í kvöld. Einar átti nokkrar svakalegar vörslur í kvöld. Hann varði meistaralega frá Garðari Gunnlaugssyni í fyrri hálfleik og varði svo frá honum víti og frákast í seinni hálfleik. Einar er mikill vítabani. Þessi mikli höfðingi átti sviðið á Twitter í kvöld á kassamerkinu #pepsi365 þar sem fótboltaáhugamenn ræddu málin yfir leiknum sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Hér að ofan má sjá tvær af bestu vörslum Einars frá því í kvöld og hér að neðan má sjá nokkur af tístunum um Einar og frammistöðu hans.Einar Hjörleifsson er svo mikill meistari. Frábært hjá þeim í Ólafsvík. Hafa lagt líf og sál í þetta. Vanda til verka. Pepsí Max. Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) May 16, 2016 @Einar_Hjorleifs MoM... Varið víti, nokkrar flottar vörslur og 100% sendingar. #Fotbolti #pepsi365— Thor Steinar Olafs (@xThorSteinar) May 16, 2016 Einar Hjörleifs. Maður leiksins. Þvílíkur keeper. #He'sAkeeper #pepsi365— Sveinn (@Sveinn222) May 16, 2016 Á ekki einhver græna derhúfu fyrir Einar til að toppa lookið? #fótboltinet #pepsi365— Friðný Fjóla (@fridnyFj) May 16, 2016 Það ættu öll lið að eiga einn Einar Hjöleifs á bekknum #pepsi365— Reynir Þór Reynisson (@reynirr1) May 16, 2016 Skiptir engu þò Víkingur sé með 8 útlendinga inná. Einar Hjörleifs vegur misvægið upp,svomikill Íslendingur er hann #pepsi365— Skagahænan (@Skagahaenan) May 16, 2016 Einar Hjörleifs er svo mikið lang mesti töffarinn í íslenskum fótbolta. Einn af "gamla skólanum" #pepsi365 #fotboltinet— Sigurpáll Árnason (@sigurpalla) May 16, 2016 King Einar Hjörleifs! #fotboltinet #pepsi365— Garðar Gunnar (@gardargunnar) May 16, 2016 Varði Einar Hjörleifs víti? Haa shocker #vitabani #pepsi365— Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) May 16, 2016 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - Fjölnir 2-0 | Öruggur sigur FH í Krikanum | Sjáðu mörkin FH-ingar unnu sinn þriðja sigur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni. 16. maí 2016 22:15 Verður Skaginn fyrsta liðið til að vinna Ólsara? Fjórða umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með þremur leikjum, en þar ber hæst Vesturlandsslagur Víkinga úr Ólafsvík og ÍA. 16. maí 2016 08:00 Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Víkingur Ólafsvík hafði betur í vesturlandsslagnum gegn ÍA þriðja skiptið í röð í Pepsi-deildinni í kvöld þegar liðið pakkaði Skagamönnum saman, 3-0, á Ólafsvíkurvelli. William da Silva, Hrvoje Tokic og Aleix Egea skoruðu mörkin fyrir Ólsara en nýliðarnir eru á toppnum í deildinni eftir fjórar umferðir. Stjarnan getur þó hirt af þeim toppsætið annað kvöld. Einar Hjörleifsson, markvörður Ólsara, stal senunni í kvöld en þessi magnaði 39 ára gamli sjómaður, sem hefur reynst Ólafsvíkingum vel í gegnum tíðina, átti stórleik í markinu. Hann lagði hanskana á hilluna fyrir síðustu leiktíð en tók þá fram aftur til að styðja við bakið á Spánverjanum Cristian Martínez. Sá spænski meiddist gegn ÍBV í síðustu umferð og þurfti Einar þá að mæta til leiks og hann var svo í byrjunarliðinu í kvöld. Einar átti nokkrar svakalegar vörslur í kvöld. Hann varði meistaralega frá Garðari Gunnlaugssyni í fyrri hálfleik og varði svo frá honum víti og frákast í seinni hálfleik. Einar er mikill vítabani. Þessi mikli höfðingi átti sviðið á Twitter í kvöld á kassamerkinu #pepsi365 þar sem fótboltaáhugamenn ræddu málin yfir leiknum sem var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Hér að ofan má sjá tvær af bestu vörslum Einars frá því í kvöld og hér að neðan má sjá nokkur af tístunum um Einar og frammistöðu hans.Einar Hjörleifsson er svo mikill meistari. Frábært hjá þeim í Ólafsvík. Hafa lagt líf og sál í þetta. Vanda til verka. Pepsí Max. Eina.— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) May 16, 2016 @Einar_Hjorleifs MoM... Varið víti, nokkrar flottar vörslur og 100% sendingar. #Fotbolti #pepsi365— Thor Steinar Olafs (@xThorSteinar) May 16, 2016 Einar Hjörleifs. Maður leiksins. Þvílíkur keeper. #He'sAkeeper #pepsi365— Sveinn (@Sveinn222) May 16, 2016 Á ekki einhver græna derhúfu fyrir Einar til að toppa lookið? #fótboltinet #pepsi365— Friðný Fjóla (@fridnyFj) May 16, 2016 Það ættu öll lið að eiga einn Einar Hjöleifs á bekknum #pepsi365— Reynir Þór Reynisson (@reynirr1) May 16, 2016 Skiptir engu þò Víkingur sé með 8 útlendinga inná. Einar Hjörleifs vegur misvægið upp,svomikill Íslendingur er hann #pepsi365— Skagahænan (@Skagahaenan) May 16, 2016 Einar Hjörleifs er svo mikið lang mesti töffarinn í íslenskum fótbolta. Einn af "gamla skólanum" #pepsi365 #fotboltinet— Sigurpáll Árnason (@sigurpalla) May 16, 2016 King Einar Hjörleifs! #fotboltinet #pepsi365— Garðar Gunnar (@gardargunnar) May 16, 2016 Varði Einar Hjörleifs víti? Haa shocker #vitabani #pepsi365— Andri F. Sveinsson (@AndriSveins) May 16, 2016
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - Fjölnir 2-0 | Öruggur sigur FH í Krikanum | Sjáðu mörkin FH-ingar unnu sinn þriðja sigur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni. 16. maí 2016 22:15 Verður Skaginn fyrsta liðið til að vinna Ólsara? Fjórða umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með þremur leikjum, en þar ber hæst Vesturlandsslagur Víkinga úr Ólafsvík og ÍA. 16. maí 2016 08:00 Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: FH - Fjölnir 2-0 | Öruggur sigur FH í Krikanum | Sjáðu mörkin FH-ingar unnu sinn þriðja sigur í Pepsi-deild karla í kvöld þegar þeir unnu góðan 2-0 sigur á Fjölni. 16. maí 2016 22:15
Verður Skaginn fyrsta liðið til að vinna Ólsara? Fjórða umferð Pepsi-deildar karla hefst í dag með þremur leikjum, en þar ber hæst Vesturlandsslagur Víkinga úr Ólafsvík og ÍA. 16. maí 2016 08:00