Dega-fjölskyldan send til Albaníu í nótt Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. maí 2016 19:09 „Við eigum okkur enga framtíð í Albaníu“ segir Joniada Dega, 18 ára gömul stúlka sem ásamt fjölskyldu sinni verður send úr landi í nótt. Vinur fjölskyldunnar segir hana vera orðna Íslendinga og það sé hreinlega ljótt að senda þau til baka. Dega fjölskyldan kom hingað til lands frá Albaníu í júlí í fyrra en fjölskyldan flúði þaðan meðal annars sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingstofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni verður gert að yfirgefa landið í nótt en í dag reyndi hún að fá skýr svör frá Útlendingastofnun um hvenær hún mætti snúa aftur. „Þau eru komin með íbúð á leigu, komin með allt. Fjölskyldu og fullt af vinum. Þetta eru algjörir Íslendingar. Og við erum að senda þau aftur í óvissuna í Albaníu, mér finnst þetta bara ljótt,“ segir Hildur Þorsteinsdóttir sem hefur aðstoðað fjölskylduna hér á landi. Hildur segir að fyrst hafi fjölskyldan fengið þau svör að þau mættu koma aftur til Íslands eftir þrjár vikur, en í dag hafi þeim verið sagt að þau þyrftu að bíða í Albaníu í þrjá mánuði áður en þau gætu komið aftur. Erfiðlega hafi gengið að fá skýr svör frá stofnuninni og því meðal annars borið við að væntanleg sumarleyfi starfsmanna kæmu til með að seinka afgreiðslu málsins. „Okkur langar bara að fá eitt svar. Hvernig verður þetta?,“ segir Nazmie Dega sem í dag starfar á leikskóla í Reykjavík.Búin að aðlagast íslensku samfélagiÞessi fimm manna fjölskylda hefur á þessum 11 mánuðum náð að aðlagast íslensku samfélagi. Hjónin eru bæði með fasta vinnu og yngsti drengurinn, Viken, er 11 ára gamall og stundar nám við Lækjarskóla í Hafnarfirði ásamt því að æfa knattspyrnu með FH. Joniada Dega er 18 ára en hún útskrifaðist nýverið með stúdentspróf frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði með góða einkunn. Hún hefur náð ágætis tökum á íslensku og eignast marga vini en segist ekki vita hvað tekur við þegar að hún vaknar í Albaníu á morgun. „Ég get ekki ímyndað mér það. Ástandið var slæmt þegar að við fórum þaðan og ef við förum aftur núna þá er það bara orðið verra. Þannig að það verður ekkert betra en það var,“ segir Joniada. Joniada segir aðstæður í Albaníu vera hræðilegar og að hún muni ekki ná að stunda þar nám. „En eitt er víst, þarna er engin framtíð.“ Flóttamenn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira
„Við eigum okkur enga framtíð í Albaníu“ segir Joniada Dega, 18 ára gömul stúlka sem ásamt fjölskyldu sinni verður send úr landi í nótt. Vinur fjölskyldunnar segir hana vera orðna Íslendinga og það sé hreinlega ljótt að senda þau til baka. Dega fjölskyldan kom hingað til lands frá Albaníu í júlí í fyrra en fjölskyldan flúði þaðan meðal annars sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingstofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni verður gert að yfirgefa landið í nótt en í dag reyndi hún að fá skýr svör frá Útlendingastofnun um hvenær hún mætti snúa aftur. „Þau eru komin með íbúð á leigu, komin með allt. Fjölskyldu og fullt af vinum. Þetta eru algjörir Íslendingar. Og við erum að senda þau aftur í óvissuna í Albaníu, mér finnst þetta bara ljótt,“ segir Hildur Þorsteinsdóttir sem hefur aðstoðað fjölskylduna hér á landi. Hildur segir að fyrst hafi fjölskyldan fengið þau svör að þau mættu koma aftur til Íslands eftir þrjár vikur, en í dag hafi þeim verið sagt að þau þyrftu að bíða í Albaníu í þrjá mánuði áður en þau gætu komið aftur. Erfiðlega hafi gengið að fá skýr svör frá stofnuninni og því meðal annars borið við að væntanleg sumarleyfi starfsmanna kæmu til með að seinka afgreiðslu málsins. „Okkur langar bara að fá eitt svar. Hvernig verður þetta?,“ segir Nazmie Dega sem í dag starfar á leikskóla í Reykjavík.Búin að aðlagast íslensku samfélagiÞessi fimm manna fjölskylda hefur á þessum 11 mánuðum náð að aðlagast íslensku samfélagi. Hjónin eru bæði með fasta vinnu og yngsti drengurinn, Viken, er 11 ára gamall og stundar nám við Lækjarskóla í Hafnarfirði ásamt því að æfa knattspyrnu með FH. Joniada Dega er 18 ára en hún útskrifaðist nýverið með stúdentspróf frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði með góða einkunn. Hún hefur náð ágætis tökum á íslensku og eignast marga vini en segist ekki vita hvað tekur við þegar að hún vaknar í Albaníu á morgun. „Ég get ekki ímyndað mér það. Ástandið var slæmt þegar að við fórum þaðan og ef við förum aftur núna þá er það bara orðið verra. Þannig að það verður ekkert betra en það var,“ segir Joniada. Joniada segir aðstæður í Albaníu vera hræðilegar og að hún muni ekki ná að stunda þar nám. „En eitt er víst, þarna er engin framtíð.“
Flóttamenn Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýmt verður á Neskaupstað og Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýmt verður í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Sjá meira