Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2016 14:37 Týndir sjóðir Ingvars Helgasonar verða til umfjöllunar í Kastljóssþætti kvöldsins. Vísir/Vilhelm Erfingjar hjónanna Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur ætla að fela erlendu rannsóknarfyrirtæki að leita að týndum sjóðum foreldra sinna sem þau telja að finna erlendis. Upp rann fyrir þeim ljós þegar þau áttuðu sig á því að borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson, bróðir þeirra sem um tíma gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá Ingvari Helgasyni hf., hefði stofnað aflandsfélag í Panama árið 2014. Málið verður til umfjöllunar í Kastljósþætti kvöldsins. „Svo þegar þetta kemur í Kastljósinu með Júlíus Vífil að hann hefði átt peninga þarna úti þá vissi maður hvað þetta var. Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, dóttir Ingvars og Sigríðar og systir Júlíusar Vífils, í samtali við Kastljós. Ingvar Helgason byggði upp eitt stærsta fyrirtæki landsins á starfsævi sinni og hafði fjölmargar bílategundir til sölu í sínu umboði. Var hann talinn einn auðugasti maður landsins á sínum tíma. Fyrirtækinu fór hins vegar að ganga illa um aldamótin, sameinaðist svo B&L og var síðar selt árið 2011.Upphæðir upp á hundruð milljóna króna Lögmaður Ingvars Ingvarssonar, annars systkinis, segir erfingjana gera ráð fyrir því að upphæðirnar hafi á sínum tíma numið hundruð milljóna króna sem væru yfir milljarður króna í dag. Ingvar féll frá árið 1999 en Sigríður í fyrra. Þá hafði hún setið í óskiptu búi. Erfingjarnir deila og leita þeirra fjármuna sem Ingvar heitinn á að hafa safnað erlendis. Um sé að ræða umboðslaun sem hann fékk greidd erlendum framleiðendum sem hann átti í viðskiptum við. Reikninga sem Sigríður heitin reyndi að finna, án árangurs. Skömmu eftir að í ljós kom að Júlíus Vífill ætti lífeyrissjóð á Panama sagði hann af sér sem borgarfulltrúi á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann sagði mikilvægt að farið væri yfir hagsmunaskráningu borgarstjórnar en að ekki hefði verið getið þess að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Því hefði hann ekki gert það. Fréttastofa náði ekki tali af Júlíusi Vífli vegna málsins. Panama-skjölin Tengdar fréttir Júlíus Vífill á eftirlaunasjóð sem skráður er í Panama Segir hann að fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir hjá skattayfirvöldum og að allar greiðslur úr honum séu skattskyldar á Íslandi. 1. apríl 2016 15:12 Bein útsending úr Ráðhúsinu: Júlíus Vífill segir af sér Fundur borgarstjórnar hefst klukkan tvö. 5. apríl 2016 13:54 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Erfingjar hjónanna Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur ætla að fela erlendu rannsóknarfyrirtæki að leita að týndum sjóðum foreldra sinna sem þau telja að finna erlendis. Upp rann fyrir þeim ljós þegar þau áttuðu sig á því að borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson, bróðir þeirra sem um tíma gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá Ingvari Helgasyni hf., hefði stofnað aflandsfélag í Panama árið 2014. Málið verður til umfjöllunar í Kastljósþætti kvöldsins. „Svo þegar þetta kemur í Kastljósinu með Júlíus Vífil að hann hefði átt peninga þarna úti þá vissi maður hvað þetta var. Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, dóttir Ingvars og Sigríðar og systir Júlíusar Vífils, í samtali við Kastljós. Ingvar Helgason byggði upp eitt stærsta fyrirtæki landsins á starfsævi sinni og hafði fjölmargar bílategundir til sölu í sínu umboði. Var hann talinn einn auðugasti maður landsins á sínum tíma. Fyrirtækinu fór hins vegar að ganga illa um aldamótin, sameinaðist svo B&L og var síðar selt árið 2011.Upphæðir upp á hundruð milljóna króna Lögmaður Ingvars Ingvarssonar, annars systkinis, segir erfingjana gera ráð fyrir því að upphæðirnar hafi á sínum tíma numið hundruð milljóna króna sem væru yfir milljarður króna í dag. Ingvar féll frá árið 1999 en Sigríður í fyrra. Þá hafði hún setið í óskiptu búi. Erfingjarnir deila og leita þeirra fjármuna sem Ingvar heitinn á að hafa safnað erlendis. Um sé að ræða umboðslaun sem hann fékk greidd erlendum framleiðendum sem hann átti í viðskiptum við. Reikninga sem Sigríður heitin reyndi að finna, án árangurs. Skömmu eftir að í ljós kom að Júlíus Vífill ætti lífeyrissjóð á Panama sagði hann af sér sem borgarfulltrúi á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann sagði mikilvægt að farið væri yfir hagsmunaskráningu borgarstjórnar en að ekki hefði verið getið þess að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Því hefði hann ekki gert það. Fréttastofa náði ekki tali af Júlíusi Vífli vegna málsins.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Júlíus Vífill á eftirlaunasjóð sem skráður er í Panama Segir hann að fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir hjá skattayfirvöldum og að allar greiðslur úr honum séu skattskyldar á Íslandi. 1. apríl 2016 15:12 Bein útsending úr Ráðhúsinu: Júlíus Vífill segir af sér Fundur borgarstjórnar hefst klukkan tvö. 5. apríl 2016 13:54 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Júlíus Vífill á eftirlaunasjóð sem skráður er í Panama Segir hann að fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir hjá skattayfirvöldum og að allar greiðslur úr honum séu skattskyldar á Íslandi. 1. apríl 2016 15:12
Bein útsending úr Ráðhúsinu: Júlíus Vífill segir af sér Fundur borgarstjórnar hefst klukkan tvö. 5. apríl 2016 13:54
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels