Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. maí 2016 14:37 Týndir sjóðir Ingvars Helgasonar verða til umfjöllunar í Kastljóssþætti kvöldsins. Vísir/Vilhelm Erfingjar hjónanna Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur ætla að fela erlendu rannsóknarfyrirtæki að leita að týndum sjóðum foreldra sinna sem þau telja að finna erlendis. Upp rann fyrir þeim ljós þegar þau áttuðu sig á því að borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson, bróðir þeirra sem um tíma gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá Ingvari Helgasyni hf., hefði stofnað aflandsfélag í Panama árið 2014. Málið verður til umfjöllunar í Kastljósþætti kvöldsins. „Svo þegar þetta kemur í Kastljósinu með Júlíus Vífil að hann hefði átt peninga þarna úti þá vissi maður hvað þetta var. Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, dóttir Ingvars og Sigríðar og systir Júlíusar Vífils, í samtali við Kastljós. Ingvar Helgason byggði upp eitt stærsta fyrirtæki landsins á starfsævi sinni og hafði fjölmargar bílategundir til sölu í sínu umboði. Var hann talinn einn auðugasti maður landsins á sínum tíma. Fyrirtækinu fór hins vegar að ganga illa um aldamótin, sameinaðist svo B&L og var síðar selt árið 2011.Upphæðir upp á hundruð milljóna króna Lögmaður Ingvars Ingvarssonar, annars systkinis, segir erfingjana gera ráð fyrir því að upphæðirnar hafi á sínum tíma numið hundruð milljóna króna sem væru yfir milljarður króna í dag. Ingvar féll frá árið 1999 en Sigríður í fyrra. Þá hafði hún setið í óskiptu búi. Erfingjarnir deila og leita þeirra fjármuna sem Ingvar heitinn á að hafa safnað erlendis. Um sé að ræða umboðslaun sem hann fékk greidd erlendum framleiðendum sem hann átti í viðskiptum við. Reikninga sem Sigríður heitin reyndi að finna, án árangurs. Skömmu eftir að í ljós kom að Júlíus Vífill ætti lífeyrissjóð á Panama sagði hann af sér sem borgarfulltrúi á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann sagði mikilvægt að farið væri yfir hagsmunaskráningu borgarstjórnar en að ekki hefði verið getið þess að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Því hefði hann ekki gert það. Fréttastofa náði ekki tali af Júlíusi Vífli vegna málsins. Panama-skjölin Tengdar fréttir Júlíus Vífill á eftirlaunasjóð sem skráður er í Panama Segir hann að fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir hjá skattayfirvöldum og að allar greiðslur úr honum séu skattskyldar á Íslandi. 1. apríl 2016 15:12 Bein útsending úr Ráðhúsinu: Júlíus Vífill segir af sér Fundur borgarstjórnar hefst klukkan tvö. 5. apríl 2016 13:54 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Erfingjar hjónanna Ingvars Helgasonar og Sigríðar Guðmundsdóttur ætla að fela erlendu rannsóknarfyrirtæki að leita að týndum sjóðum foreldra sinna sem þau telja að finna erlendis. Upp rann fyrir þeim ljós þegar þau áttuðu sig á því að borgarfulltrúinn Júlíus Vífill Ingvarsson, bróðir þeirra sem um tíma gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá Ingvari Helgasyni hf., hefði stofnað aflandsfélag í Panama árið 2014. Málið verður til umfjöllunar í Kastljósþætti kvöldsins. „Svo þegar þetta kemur í Kastljósinu með Júlíus Vífil að hann hefði átt peninga þarna úti þá vissi maður hvað þetta var. Þetta voru þá lífeyrissjóðir foreldra okkar sem þau voru að díla við,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, dóttir Ingvars og Sigríðar og systir Júlíusar Vífils, í samtali við Kastljós. Ingvar Helgason byggði upp eitt stærsta fyrirtæki landsins á starfsævi sinni og hafði fjölmargar bílategundir til sölu í sínu umboði. Var hann talinn einn auðugasti maður landsins á sínum tíma. Fyrirtækinu fór hins vegar að ganga illa um aldamótin, sameinaðist svo B&L og var síðar selt árið 2011.Upphæðir upp á hundruð milljóna króna Lögmaður Ingvars Ingvarssonar, annars systkinis, segir erfingjana gera ráð fyrir því að upphæðirnar hafi á sínum tíma numið hundruð milljóna króna sem væru yfir milljarður króna í dag. Ingvar féll frá árið 1999 en Sigríður í fyrra. Þá hafði hún setið í óskiptu búi. Erfingjarnir deila og leita þeirra fjármuna sem Ingvar heitinn á að hafa safnað erlendis. Um sé að ræða umboðslaun sem hann fékk greidd erlendum framleiðendum sem hann átti í viðskiptum við. Reikninga sem Sigríður heitin reyndi að finna, án árangurs. Skömmu eftir að í ljós kom að Júlíus Vífill ætti lífeyrissjóð á Panama sagði hann af sér sem borgarfulltrúi á borgarstjórnarfundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Hann sagði mikilvægt að farið væri yfir hagsmunaskráningu borgarstjórnar en að ekki hefði verið getið þess að skrá ætti lífeyris- og séreignasjóði. Því hefði hann ekki gert það. Fréttastofa náði ekki tali af Júlíusi Vífli vegna málsins.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Júlíus Vífill á eftirlaunasjóð sem skráður er í Panama Segir hann að fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir hjá skattayfirvöldum og að allar greiðslur úr honum séu skattskyldar á Íslandi. 1. apríl 2016 15:12 Bein útsending úr Ráðhúsinu: Júlíus Vífill segir af sér Fundur borgarstjórnar hefst klukkan tvö. 5. apríl 2016 13:54 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Júlíus Vífill á eftirlaunasjóð sem skráður er í Panama Segir hann að fyrirkomulag sjóðsins og aðrar upplýsingar liggi fyrir hjá skattayfirvöldum og að allar greiðslur úr honum séu skattskyldar á Íslandi. 1. apríl 2016 15:12
Bein útsending úr Ráðhúsinu: Júlíus Vífill segir af sér Fundur borgarstjórnar hefst klukkan tvö. 5. apríl 2016 13:54