Júlíus Vífill sagður hafa viðurkennt að Panama-peningarnar væru eftirlaunasjóður Ingvars Helgasonar Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2016 21:09 Júlíus Vífill Ingvarsson tók lagið ásamt Grétu Hergilsdóttur óperusöngkonu við opnun kosningskrifstofu sinnar í prófkjöri Sjálfstæðismanna árið 2013. Systkini Júlíusar Vífils Ingvarssonar bera hann og bróður hans, Guðmund Ágúst Ingvarsson, þungum sökum í Kastljósi í kvöld. Eins og fram hefur komið telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Þau segja Júlíus Vífil hafa hringt í sig eftir Kastljós-þáttinn fyrsta sem fjallaði um Panama-skjölin og sýndur var 4. apríl og viðurkennt þetta. Hann neitar því hvorki né játar í dag. Þetta kom fram í Kastljós þætti kvöldsins og er greint frá málinu á RÚV. Sjá einnig: Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku Júlíus Vífill segir ásakanir systkina sinna illmælgi og að þetta séu algjör ósannindi. Hann segir að um getgátur og dylgjur sé að ræða sem ekki byggi á neinum gögnum. Þetta kom fram í yfirlýsingu hans til Kastljóss en hann hefur ekki svarað símtölum fréttastofu Vísis í kvöld. Eftirlaunasjóður Ingvars hvarf Foreldrar Júlíusar Vífils voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir. Ingvar lést árið 1999 og Sigríður í fyrra en hún sat í óskiptu búi eftir að eiginmaður hennar lést. Hún hóf leit að eftirlaunasjóði sínum og eiginmanns hennar sem sagður er hafa átt að tryggja þeim hjónum ljúfan ævidag sama hvernig færi á Íslandi. Þessi sjóður fannst hvergi. Nú vilja systkini Júlíusar að dánarbúinu verði veitt heimild til að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að sjóðnum. Guðrún Ingvarsdóttir systir Júlíusar Vífils Ingvarssonar ber hann þungum sökum.Skjáskot af RÚV Þegar Ingvar lést var fyrirtæki hans Ingvar Helgason metið á mörg hundruð milljónir en á aðeins fáeinum árum breyttist eignastaða fyrirtækisins og skuldir jukust. Á sama tíma hækkuðu laun stjórnenda. Árið 2001 vildi erlendur fjárfestir kaupa 18 prósenta hlut í fyrirtækinu sem þá hafði sameinast Bílheimum. Það var fyrirtækið Lindos Alliance sem var samkvæmt fundargerðum staðsett í Lúxemborg. Ætlaði fjárfestirinn að kaupa hlutinn á 300 milljónir íslenskra króna sem þótti undarlegt sökum þess að skuldir fyrirtækisins námu 200 milljónum. Eftirgrennslan bresks rannsóknarfyrirtækis leiðir í ljós að félagið Lindos Alliance var aldrei staðsett í Lúxemborg heldur á skattparadísinni Tortóla. Erfitt hefur reynst að finna út um raunverulegt eignarhald þess. Systkinin vilja fá svör. Guðrún Ingvarsdóttir sagði í Kastljósi vilja komast til botns í málinu enda sé verið að sýsla með lífeyrisfé foreldra hennar. „Það er alltaf verið að ljúga að manni að þeir séu ekki til.“ Þá sagði Ágúst Jóhannsson barnabarn hjónanna greinilegt að bræðurnir hefðu eitthvað að fela þegar reikningar föður þeirra komu til tals eftir að Sigríður lést. Hún fékk aldrei vitneskju um hvert peningar eiginmanns hennar hefðu farið eins og áður hefur komið fram. „Henni var haldið utan við þetta af börnunum sínum,“ sagði Ágúst í þætti kvöldsins. Ágúst heldur því einnig fram að Júlíus Vífill hafi hringt í sig og viðurkennt að eftirlaunasjóður foreldra hans sé geymdur í félaginu Silwood Foundation á Panama. Hann hafi ætlað að skila þeim í dánarbúið en það hafi aldrei gefist réttur tími. Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Systkini Júlíusar Vífils Ingvarssonar bera hann og bróður hans, Guðmund Ágúst Ingvarsson, þungum sökum í Kastljósi í kvöld. Eins og fram hefur komið telja þau bræðurna hafa falið lífeyrissjóði foreldra þeirra í aflandsfélögum, ekki aðeins frá þeim systkinum heldur frá móður þeirra systkina. Þau segja Júlíus Vífil hafa hringt í sig eftir Kastljós-þáttinn fyrsta sem fjallaði um Panama-skjölin og sýndur var 4. apríl og viðurkennt þetta. Hann neitar því hvorki né játar í dag. Þetta kom fram í Kastljós þætti kvöldsins og er greint frá málinu á RÚV. Sjá einnig: Systkini Júlíusar Vífils gruna hann um græsku Júlíus Vífill segir ásakanir systkina sinna illmælgi og að þetta séu algjör ósannindi. Hann segir að um getgátur og dylgjur sé að ræða sem ekki byggi á neinum gögnum. Þetta kom fram í yfirlýsingu hans til Kastljóss en hann hefur ekki svarað símtölum fréttastofu Vísis í kvöld. Eftirlaunasjóður Ingvars hvarf Foreldrar Júlíusar Vífils voru þau Ingvar Helgason og Sigríður Guðmundsdóttir. Ingvar lést árið 1999 og Sigríður í fyrra en hún sat í óskiptu búi eftir að eiginmaður hennar lést. Hún hóf leit að eftirlaunasjóði sínum og eiginmanns hennar sem sagður er hafa átt að tryggja þeim hjónum ljúfan ævidag sama hvernig færi á Íslandi. Þessi sjóður fannst hvergi. Nú vilja systkini Júlíusar að dánarbúinu verði veitt heimild til að veita bresku rannsóknarfyrirtæki umboð til þess að leita að sjóðnum. Guðrún Ingvarsdóttir systir Júlíusar Vífils Ingvarssonar ber hann þungum sökum.Skjáskot af RÚV Þegar Ingvar lést var fyrirtæki hans Ingvar Helgason metið á mörg hundruð milljónir en á aðeins fáeinum árum breyttist eignastaða fyrirtækisins og skuldir jukust. Á sama tíma hækkuðu laun stjórnenda. Árið 2001 vildi erlendur fjárfestir kaupa 18 prósenta hlut í fyrirtækinu sem þá hafði sameinast Bílheimum. Það var fyrirtækið Lindos Alliance sem var samkvæmt fundargerðum staðsett í Lúxemborg. Ætlaði fjárfestirinn að kaupa hlutinn á 300 milljónir íslenskra króna sem þótti undarlegt sökum þess að skuldir fyrirtækisins námu 200 milljónum. Eftirgrennslan bresks rannsóknarfyrirtækis leiðir í ljós að félagið Lindos Alliance var aldrei staðsett í Lúxemborg heldur á skattparadísinni Tortóla. Erfitt hefur reynst að finna út um raunverulegt eignarhald þess. Systkinin vilja fá svör. Guðrún Ingvarsdóttir sagði í Kastljósi vilja komast til botns í málinu enda sé verið að sýsla með lífeyrisfé foreldra hennar. „Það er alltaf verið að ljúga að manni að þeir séu ekki til.“ Þá sagði Ágúst Jóhannsson barnabarn hjónanna greinilegt að bræðurnir hefðu eitthvað að fela þegar reikningar föður þeirra komu til tals eftir að Sigríður lést. Hún fékk aldrei vitneskju um hvert peningar eiginmanns hennar hefðu farið eins og áður hefur komið fram. „Henni var haldið utan við þetta af börnunum sínum,“ sagði Ágúst í þætti kvöldsins. Ágúst heldur því einnig fram að Júlíus Vífill hafi hringt í sig og viðurkennt að eftirlaunasjóður foreldra hans sé geymdur í félaginu Silwood Foundation á Panama. Hann hafi ætlað að skila þeim í dánarbúið en það hafi aldrei gefist réttur tími.
Júlíus Vífill ákærður fyrir peningaþvætti Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira