Langstærsta tap Vals í úrslitakeppni frá upphafi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2016 14:00 Óskar Bjarni þarf að finna lausnir fyrir oddaleikinn á þriðjudaginn. vísir/anton Valsmenn fengu skell þegar þeir mættu Aftureldingu í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í N1-höllinni í Mosfellsbæ í gær.Valur vann þriðja leikinn örugglega og gat tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í gær. Þeir voru hins vegar aldrei nálægt því. Afturelding hafði mikla yfirburði í leiknum og í hálfleik munaði níu mörkum á liðunum, 15-6. Mosfellingar gáfu hvergi eftir í seinni hálfleik og unnu að lokum 13 marka sigur, 29-16. Ótrúlegar tölur, sérstaklega í ljósi yfirburðanna sem Valur hafði í þriðja leiknum þar sem liðið náði mest 10 marka forskoti, 18-8. Sveiflan frá 29. mínútu í leik þrjú, þegar Sturla Magnússon kom Val í 18-8, og þar til Afturelding náði fyrst 13 marka forskoti á 50. mínútu í leiknum í gær telur því 23 mörk.Sjá einnig: Óskar Bjarni: Jafnmikil skita í þjálfarateyminu og hjá leikmönnum Það sem gerir þessar sveiflur enn skrítnari er hversu jafnir fyrstu tveir leikirnir í einvíginu voru en Afturelding vann fyrsta leikinn með þremur mörkum, 22-25, og Valsmenn annan leikinn einnig með þremur mörkum, 23-26.Geir Guðmundsson skoraði sjö mörk í þriðja leiknum gegn Aftureldingu en aðeins eitt í leiknum í gær.vísir/pjeturTapið hjá Val í gær er sögulegt en þetta er langstærsta tap liðsins í úrslitakeppninni frá upphafi, eða frá því núverandi fyrirkomulag var tekið upp árið 1992. Áður hafði Valur mest tapað með átta mörkum, fyrir Haukum í fjórða leiknum í lokaúrslitum 2009 og í fyrsta leiknum í undanúrslitum í fyrra. Valsmenn fá tækifæri til að bæta fyrir tapið stóra á þriðjudaginn þegar þeir mæta Aftureldingu í oddaleik um sæti í lokaúrslitum í Valshöllinni. Þeir verða hins vegar að spila miklu mun betur en í gær ætli þeir sér að komast í úrslitaeinvígið.Stærstu töp Vals í úrslitakeppninni: -13 Afturelding 29-16 Valur, leikur 4 í undanúrslitum 2016-8 Valur 24-32 Haukar, leikur 1 í undanúrslitum 2015-8 Valur 25-33 Haukar, leikur 4 í úrslitum 2009-7 FH 33-26 Valur, leikur 2 í úrslitum 1993-7 Haukar 26-19 Valur, leikur 1 í undanúrslitum 2001-7 Valur 22-29 Haukar, leikur 3 í úrslitum 2015 Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira
Valsmenn fengu skell þegar þeir mættu Aftureldingu í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í N1-höllinni í Mosfellsbæ í gær.Valur vann þriðja leikinn örugglega og gat tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í gær. Þeir voru hins vegar aldrei nálægt því. Afturelding hafði mikla yfirburði í leiknum og í hálfleik munaði níu mörkum á liðunum, 15-6. Mosfellingar gáfu hvergi eftir í seinni hálfleik og unnu að lokum 13 marka sigur, 29-16. Ótrúlegar tölur, sérstaklega í ljósi yfirburðanna sem Valur hafði í þriðja leiknum þar sem liðið náði mest 10 marka forskoti, 18-8. Sveiflan frá 29. mínútu í leik þrjú, þegar Sturla Magnússon kom Val í 18-8, og þar til Afturelding náði fyrst 13 marka forskoti á 50. mínútu í leiknum í gær telur því 23 mörk.Sjá einnig: Óskar Bjarni: Jafnmikil skita í þjálfarateyminu og hjá leikmönnum Það sem gerir þessar sveiflur enn skrítnari er hversu jafnir fyrstu tveir leikirnir í einvíginu voru en Afturelding vann fyrsta leikinn með þremur mörkum, 22-25, og Valsmenn annan leikinn einnig með þremur mörkum, 23-26.Geir Guðmundsson skoraði sjö mörk í þriðja leiknum gegn Aftureldingu en aðeins eitt í leiknum í gær.vísir/pjeturTapið hjá Val í gær er sögulegt en þetta er langstærsta tap liðsins í úrslitakeppninni frá upphafi, eða frá því núverandi fyrirkomulag var tekið upp árið 1992. Áður hafði Valur mest tapað með átta mörkum, fyrir Haukum í fjórða leiknum í lokaúrslitum 2009 og í fyrsta leiknum í undanúrslitum í fyrra. Valsmenn fá tækifæri til að bæta fyrir tapið stóra á þriðjudaginn þegar þeir mæta Aftureldingu í oddaleik um sæti í lokaúrslitum í Valshöllinni. Þeir verða hins vegar að spila miklu mun betur en í gær ætli þeir sér að komast í úrslitaeinvígið.Stærstu töp Vals í úrslitakeppninni: -13 Afturelding 29-16 Valur, leikur 4 í undanúrslitum 2016-8 Valur 24-32 Haukar, leikur 1 í undanúrslitum 2015-8 Valur 25-33 Haukar, leikur 4 í úrslitum 2009-7 FH 33-26 Valur, leikur 2 í úrslitum 1993-7 Haukar 26-19 Valur, leikur 1 í undanúrslitum 2001-7 Valur 22-29 Haukar, leikur 3 í úrslitum 2015
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Sjá meira