Aurum-málið: Hafnaði kröfu ákærðu um dómkvadda matsmenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2016 12:46 Lárus Welding og Jón Ásgeir Jóhannesson eru á meðal ákærðu í Aurum-málinu. vísir/gva Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu þriggja sakborninga í Aurum-málinu um að fá að kalla til nýja matsmenn til að leggja mat á verðmæti Aurum. Krafan var lögð fram í kjölfar þess að Hæstiréttur féllst á kröfu Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara, um að leiða fyrir dóm vitni sem lagt höfðu mat á verðmæti félagsins í einkamáli. Í Aurum-málinu eru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Ákæran snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd, í júlí 2008. Þeir Lárus, Jón Ásgeir og Magnús Arnar fóru fram á að fá dómkvadda matsmenn að málinu. Fastlega má gera ráð fyrir því að úrskurði héraðsdóms verði skotið til Hæstaréttar. Ákæra í Aurum-málinu var gefin út þann 12. desember 2012 og voru sakborningar sýknaðir af ákærunni í héraði í júní 2014. Tæpu ári síðar ógilti Hæstiréttur þann dóm þar sem hann féllst á þann málatilbúnað ákæruvaldsins að sérfróður meðdómari í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna ættartengsla sinna við Ólaf Ólafsson sem var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur heim í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, áðurnefnd Barbara Björnsdóttir, en með henni í dómnum sitja þau Símon Sigvaldason, héraðsdómari, og Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Allar líkur á að aðalmeðferð Aurum-málsins frestist fram á haust Aðalmeðferðin átti að hefjast í þessari viku. 13. apríl 2016 10:47 Gylfi Magnússon ber vitni í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. 11. mars 2016 18:05 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu þriggja sakborninga í Aurum-málinu um að fá að kalla til nýja matsmenn til að leggja mat á verðmæti Aurum. Krafan var lögð fram í kjölfar þess að Hæstiréttur féllst á kröfu Ólafs Þórs Haukssonar, héraðssaksóknara, um að leiða fyrir dóm vitni sem lagt höfðu mat á verðmæti félagsins í einkamáli. Í Aurum-málinu eru þeir Lárus Welding, Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson ákærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Ákæran snýst um sex milljarða króna lán sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd, í júlí 2008. Þeir Lárus, Jón Ásgeir og Magnús Arnar fóru fram á að fá dómkvadda matsmenn að málinu. Fastlega má gera ráð fyrir því að úrskurði héraðsdóms verði skotið til Hæstaréttar. Ákæra í Aurum-málinu var gefin út þann 12. desember 2012 og voru sakborningar sýknaðir af ákærunni í héraði í júní 2014. Tæpu ári síðar ógilti Hæstiréttur þann dóm þar sem hann féllst á þann málatilbúnað ákæruvaldsins að sérfróður meðdómari í málinu í héraði, Sverrir Ólafsson, hafi verið vanhæfur til að dæma í því vegna ættartengsla sinna við Ólaf Ólafsson sem var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að Al Thani-málinu. Í kjölfar ómerkingar Hæstaréttar var málið sent aftur heim í hérað. Þar fór sérstakur saksóknari, nú héraðssaksóknari, fram á það að dómsformaður í málinu, Guðjón St. Marteinsson, myndi víkja sæti vegna vanhæfis. Hæstiréttur féllst á það og því var skipaður nýr dómsformaður, áðurnefnd Barbara Björnsdóttir, en með henni í dómnum sitja þau Símon Sigvaldason, héraðsdómari, og Hrefna Sigríður Briem, sérfróður meðdómari.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Allar líkur á að aðalmeðferð Aurum-málsins frestist fram á haust Aðalmeðferðin átti að hefjast í þessari viku. 13. apríl 2016 10:47 Gylfi Magnússon ber vitni í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. 11. mars 2016 18:05 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Allar líkur á að aðalmeðferð Aurum-málsins frestist fram á haust Aðalmeðferðin átti að hefjast í þessari viku. 13. apríl 2016 10:47
Gylfi Magnússon ber vitni í Aurum-málinu Hæstiréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað því að Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, fengi að leiða fimm vitni fyrir dóm í Aurum-málinu. 11. mars 2016 18:05
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent