

LÍN Námsmaður í Englandi - Ein af þessum heppnu
Námið var þriggja ára BA gráða.
Skólagjöldin voru í kringum 2,5 milljónir á ári.
Ég fann herbergi í ódýru leiguhúsnæði og leigugjöldin mín voru um 1,4 milljónir á ári.
Lánin frá LÍN í heild voru um 3,9 milljónir á ári, sem þýddi að eftir að hafa greitt skólagjöldin og leiguna fyrir árið átti ég 0 kr eftir til þess að lifa af á þessum lánum.
Til þess að brúa bilið kom ég heim frá Berlín fyrr en ég ætlaði mér til að byrja að vinna og safna mér fyrir framfærslunni. Ég vann 10-12 tíma vaktir 6 daga vikunnar það sumar, áður en flutti út í byrjun september.
Námið var krefjandi og aðstaðan frábær. Öll þessi hljóðvinnslu- og myndlistarstúdíó sem hægt var að leika sér í frá morgni til kvölds, og sérstaklega var gott að vinna á bókasafninu. Ég skoðaði það að vinna í Bretlandi með náminu en launin fyrir þjónustustörf í Brighton voru grín, um helmingi lægri laun en ég fengi á Íslandi sem sagt algjör tímaeyðsla. Þar sem ég var að borga svona mikið fyrir námið mitt vildi ég nýta þá peninga í að nýta aðstöðuna frekar en að á fá klink á kaffihúsi.
Ég kom heim til þess að vinna í hverju einasta fríi sem ég átti - sumur, páska, um jólin, meira að segja stökk bakvið barborðið á Airwaves eitt árið á milli tónleikanna minna. Ég náði að semja við yfirmann minn um næstum því 100% starf þegar ég kom heim í þessum „fríum mínum“ og ég var því afar þakklát fyrir það og traustið sem mér var sýnt. Ég náði stundum að leigja út herbergið mitt líka á meðan ég var á Íslandi. Breskir skólar eru þekktir fyrir löngu fríin sín, mánuður er í páska- og jólafrí og 3-4 mánuðir í sumarfrí svo ég endaði á því að vera í fullu starfi á Íslandi góðan hluta af árinu á meðan ég var í námi í Bretlandi.
Þannig náði ég að hafa efni á náminu mínu og lifa góðu lífi.
Á lokasprettinum þegar óvænti skellurinn kom þar sem lánið var lækkað, þurfti ég að hringja hágrátandi í bankann til að fá minn fyrsta yfirdrátt og selja nokkur hljóðfæri til þess að geta gengið frá lokagreiðslunni á skólagjöldunum, til þess að geta útskrifast úr náminu sem ég hafði lagt mig alla fram við, ég hafði unnið í öllum fríiunum mínum til þess að láta þetta ganga upp og átti nú allt í einu á hættu á að öll sú vinna hefði verið til einskis.
Á mínu síðasta ári var framfærslan skorin niður um 10%.
Haustið eftir útskriftina var aftur skorið niður um 10%
Núna fyrir næsta skólaár verður skorið niður aftur 20% ofan á þetta allt saman.
Ég hreinlega skil ekki hvernig LÍN og ráðamenn þjóðarinnar geta rökstutt þessa lækkun og haldið því fram að einhver geti stundað nám í Bretlandi og lifað á þessum lánum.
Ef ég væri núna að opna bréfið mitt út í Berlín myndi ég líklegast þurfa að segja nei við skólainntökunni minni vegna þess að ég sæi ekki fram á það hvernig ég ætti að hafa efni á því að borga námið mitt, búa einhvers staðar og geta átt fyrir munnbita í landi þar sem ég á ekki fjölskyldu að bakhjarli.
Ég á góða vini sem eru að stunda námið sitt í Englandi og eiga eftir eitt ár eftir af skólagöngunni sinni og þurfa líklegast að hætta í náminu sínu eða taka sér árs pásu til að vinna fyrir lokaárinu til þess að geta útskrifast. Þetta er hrikaleg sorgleg þróun og ég er svo reið.
Eina leiðin til þess að vera Íslendingur í námi í Englandi í dag er svipuð og sú sem Bandaríkjamenn hafa þurft að fara í gegnum tíðina til að stunda háskólanám, það er að hafa safnað sér nokkrum milljónir áður en farið er af stað. Þá þarf að byrja snemma með að leggja til hliðar alla afmælispeninga barnanna og auðvitað fermingarpeningana og meira til inn á bankareikning sem ber heitið BA námssjóðurinn.
Hinn möguleikinn er að koma af efnaðri fjölskyldu sem á nokkrar milljónir á Panama sem hægt er að millifæra yfir á nýjan breskan bankareikning.
Annar möguleiki er að biðja skólann um að frysta inngönguna í ár til þess að geta unnið þann tíma í Bretlandi til þess að gera borgað svipaða upphæð og heimamenn (Home fees) eða öðru ESB-landi - þessi gjöld eru eru nokkur þúsundunum pundum lærgri og þá er möguleiki á að rétt sleppa með þeim stuðningi sem námsmenn frá Íslandi fá í dag.
Fólk segir núna að ég hafi verið heppin að hafa geta stundað námið mitt áður en þessa mikla lækkun tók í gildi. Það er ekki einu sinni liðið ár frá því að ég útskrifaðist.
Skoðun

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar

Börn í vanda
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar
Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar

Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur
Erlingur Erlingsson skrifar

Hinir mannlegu englar Landspítalans
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar

Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll
Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar

Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr?
Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar

Stöndum vörð um akademískt frelsi
Björn Þorsteinsson skrifar

Samræmd próf jafna stöðuna
Jón Pétur Zimsen skrifar

VR og við sem erum miðaldra
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Áslaug Arna - minn formaður
Katrín Atladóttir skrifar

Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa
Pétur Henry Petersen skrifar

Djarfar áherslur – sterkara VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn!
Kristín Linda Jónsdóttir skrifar

Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum
Sigvaldi Einarsson skrifar

Síðasti naglinn í líkkistuna?
Ragnheiður Stephensen skrifar

Af töppum
Einar Bárðarson skrifar

Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn
Birgir Dýrfjörð skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins?
Ingunn Björnsdóttir skrifar

Stétt með stétt?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Áfram kennarar!
Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar

Landshornalýðurinn á Hálsunum
Hákon Gunnarsson skrifar

Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu
Steinar Birgisson skrifar

Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi
Árni Einarsson skrifar

Hugleiðing á konudag
Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma
Svanur Guðmundsson skrifar

Hafnaðir þú Margrét Sanders?
Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar