Lokað hefur verið fyrir samskiptaforritið WhatsApp í Brasilíu næstu 78 tímana. Þetta er í annað sinn á innan við hálfu ári sem lokað er fyrir WhatsApp í Brasilíu.
Dómari í bænum Lagarto í norðausturhluta Brasilíu kvað upp úrskurðinn eftir að Facebook, eigandi WhatsApp, neitaði að afhenda upplýsingar sem óskað var eftir vegna rannsóknar á sakamáli.
Í desember á síðasta ári kvað dómari upp úrskurð um að loka ætti WhatsApp í 48 tíma vegna svipaðs máls. Hæstiréttur Brasilíu ógilti þó úrskurðinn eftir að samskiptaforritið hafði verið lokað í 12 tíma.
Nota má WhatsApp til þess að hringja og senda skilaboð frítt. Afar dýrt er að hringja og senda skilaboð í Brasilíu og því er WhatsApp gríðarlega vinsælt þar í landi, má finna forritið í níu af hverjum snjallsímum í Brasilíu.
Lokað fyrir WhatsApp um alla Brasilíu

Tengdar fréttir

Lokað fyrir samskiptaforritið í WhatsApp í Brasilíu
100 milljónir Brasilíumanna nota forritið. Mark Zuckerberg gagnrýnir lokunina harðlega.

Facebook kaupir WhatsApp
Kaupverðið nálægt 2000 milljörðum króna.