Árétting vegna umfjöllunar um úthlutunarreglur LÍN LÍN skrifar 2. maí 2016 19:29 Vegna leiðara Fréttablaðsins sem birtist 2. maí óskar Lánasjóður íslenskra námsmanna eftir því að koma eftirfarandi á framfæri.LÍN úthlutar lánum í samræmi við framfærsluþörf þess lands sem lánþegi stundar nám í. Þannig tryggir sjóðurinn sanngirni milli námsmanna, óháð því hvar í heiminum þeir kjósa að leggja stund á nám sitt. Við vinnslu úthlutunarreglna LÍN fyrir skólaárið 2014-2015 kom í ljós að framfærslugrunnur námsmanna erlendis gaf ekki rétta mynd af raunverulegri framfærsluþörf og að meðaltali voru lán 20% umfram framfærsluþörf viðkomandi lands. Því er ljóst að lagfæringar var þörf til að gæta sanngirnis milli lánþega, koma í veg fyrir lántöku nemenda umfram þörf og tryggja eðlilegan rekstur sjóðsins. Árlega veitir LÍN námslán fyrir um 16.000 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð eru um 8.000 milljónir styrkur, eða 47% veittra námslána, þ.e. framlag ríkissjóðs af útlánum hvers árs sem áætlað er að endurgreiðist ekki.Námslán aðlöguð að framfærsluþörf bæði til hækkunar og lækkunarSamkvæmt sérfræðiúttekt ráðgjafafyrirtækisins Analytica og með samanburði við lán sænska lánasjóðinn, þá eru námslán til námsmanna erlendis víða verulega umfram framfærsluþörf. Í mörgum löndum munaði tugum prósenta en að meðaltali voru lán 20% umfram framfærsluþörf viðkomandi lands, miðað við dreifingu námsmanna á lönd og borgir. Dæmi eru um að íslenskir námsmenn séu að taka lán sem nemur um tvöfaldri framfærsluþörf námslandsins og öllu hærri en meðallaun heimamanna. Meginskýringin á þessari skekkju er órökstudd hækkun námslána erlendis árið 2009 umfram framfærsluþörf. Áætla má að frá þeim tíma hafi verið lánaðar samtals um 3.000 milljónir króna umfram framfærsluþörf.. Þessa skekkju er nú verið að leiðrétta í áföngum. Skýrslu Analytica og aðferðarfræði má finna á heimasíðu LÍN og hefur legið fyrir í rúmt ár. Í skýrslunni kom jafnframt fram að í 7 löndum var framfærsluþörfin vanmetin, þ.e. námslán voru of lág. Í þeim tilvikum var leiðrétt til hækkunar þegar í stað. Þar sem leiðrétta þurfti til lækkunar er slíkt gert í nokkrum skrefum. Þannig er enn verið að lána umfram framfærsluþörf í nokkrum löndum og mun sú skekkja vera endanlega leiðrétt skólaárið 2017-2018. LÍN er rekinn sem félagslegur jöfnunarsjóður og fjármagnaður af skattgreiðendum. Því er ekki er hægt að réttlæta þá meðferð á almannafé að lána umfram framfærsluþörf. Jafnframt er ekki í þágu námsmanna að aukið sé við skuldsetningu þeirra umfram þörf. Þá er ljóst að hagur námsmanna víða erlendis, þar sem lánað var umfram framfærsluþörf, var langt umfram hag námsmanna á Íslandi. Í ljósi framangreindra staðreynda var LÍN skylt að bregðast við og laga námslán erlendis að eiginlegri framfærsluþörf, hvort heldur til lækkunar eða hækkunar. Annað hefði verið óábyrgt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Vegna leiðara Fréttablaðsins sem birtist 2. maí óskar Lánasjóður íslenskra námsmanna eftir því að koma eftirfarandi á framfæri.LÍN úthlutar lánum í samræmi við framfærsluþörf þess lands sem lánþegi stundar nám í. Þannig tryggir sjóðurinn sanngirni milli námsmanna, óháð því hvar í heiminum þeir kjósa að leggja stund á nám sitt. Við vinnslu úthlutunarreglna LÍN fyrir skólaárið 2014-2015 kom í ljós að framfærslugrunnur námsmanna erlendis gaf ekki rétta mynd af raunverulegri framfærsluþörf og að meðaltali voru lán 20% umfram framfærsluþörf viðkomandi lands. Því er ljóst að lagfæringar var þörf til að gæta sanngirnis milli lánþega, koma í veg fyrir lántöku nemenda umfram þörf og tryggja eðlilegan rekstur sjóðsins. Árlega veitir LÍN námslán fyrir um 16.000 milljónir króna. Af þeirri fjárhæð eru um 8.000 milljónir styrkur, eða 47% veittra námslána, þ.e. framlag ríkissjóðs af útlánum hvers árs sem áætlað er að endurgreiðist ekki.Námslán aðlöguð að framfærsluþörf bæði til hækkunar og lækkunarSamkvæmt sérfræðiúttekt ráðgjafafyrirtækisins Analytica og með samanburði við lán sænska lánasjóðinn, þá eru námslán til námsmanna erlendis víða verulega umfram framfærsluþörf. Í mörgum löndum munaði tugum prósenta en að meðaltali voru lán 20% umfram framfærsluþörf viðkomandi lands, miðað við dreifingu námsmanna á lönd og borgir. Dæmi eru um að íslenskir námsmenn séu að taka lán sem nemur um tvöfaldri framfærsluþörf námslandsins og öllu hærri en meðallaun heimamanna. Meginskýringin á þessari skekkju er órökstudd hækkun námslána erlendis árið 2009 umfram framfærsluþörf. Áætla má að frá þeim tíma hafi verið lánaðar samtals um 3.000 milljónir króna umfram framfærsluþörf.. Þessa skekkju er nú verið að leiðrétta í áföngum. Skýrslu Analytica og aðferðarfræði má finna á heimasíðu LÍN og hefur legið fyrir í rúmt ár. Í skýrslunni kom jafnframt fram að í 7 löndum var framfærsluþörfin vanmetin, þ.e. námslán voru of lág. Í þeim tilvikum var leiðrétt til hækkunar þegar í stað. Þar sem leiðrétta þurfti til lækkunar er slíkt gert í nokkrum skrefum. Þannig er enn verið að lána umfram framfærsluþörf í nokkrum löndum og mun sú skekkja vera endanlega leiðrétt skólaárið 2017-2018. LÍN er rekinn sem félagslegur jöfnunarsjóður og fjármagnaður af skattgreiðendum. Því er ekki er hægt að réttlæta þá meðferð á almannafé að lána umfram framfærsluþörf. Jafnframt er ekki í þágu námsmanna að aukið sé við skuldsetningu þeirra umfram þörf. Þá er ljóst að hagur námsmanna víða erlendis, þar sem lánað var umfram framfærsluþörf, var langt umfram hag námsmanna á Íslandi. Í ljósi framangreindra staðreynda var LÍN skylt að bregðast við og laga námslán erlendis að eiginlegri framfærsluþörf, hvort heldur til lækkunar eða hækkunar. Annað hefði verið óábyrgt.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar