Berglind býður sig ekki fram í forsetann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2016 11:24 Berglind Ásgeirsdóttir hefur verið sendiherra Íslands í Frakklandi undanfarin fimm ár. Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, mun ekki gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hún hefur legið undir feldi undanfarnar vikur en greinir frá því í dag að hún hafi tekið þá ákvörðun að láta staðar numið. „Ég hef að undanförnu íhugað það gaumgæfilega að gefa kost á mér í framboð til embættis forseta Íslands. Meginástæður þess eru tvær. Annars vegar hef ég talið reynslu mína í margvíslegum störfum fyrir íslenska þjóð á undanförnum árum geta nýst á forsetastóli og hins vegar hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að forseti geti verið öflugur málshefjandi og jafnframt þátttakandi í brýnni umræðu,“ segir Berglind í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í þeim efnum hef ég einkum í huga einlægt og yfirvegað samtal um mannauð íslenskrar þjóðar, bæði þeirra sem hér eru fæddir og hinna sem til okkar hafa flust frá öðrum löndum. Ég hef líka verið upptekin af þeim atgervisflótta sem við okkur blasir og hvernig unnt sé að skapa ungu fólki á Íslandi þannig aðstæður að við missum það ekki frá okkur. Ég er sannfærð um að forseti Íslands geti orðið mikilvægur aflvaki umræðu um hvernig við getum sett okkar langstærstu auðlind, fólkið í landinu, í öndvegi.“ Berglind segir Ísland hafa alla burði til þess að fóstra íbúa sína með þeim hætti að þeim líði vel, lifi saman í sátt og vilji hvergi annars staðar vera. „Það getur líka breitt út faðm sinn og tekið á móti ferðamönnum þannig að sómi sé að. Ef vel er að málum staðið geta þeir sem byggja þetta land eða sækja það heim notið allsnægta sem óvíða finnast meiri. Embætti forseta Íslands á að leggja sitt af mörkum til þess að traustur vörður sé staðinn um þau verðmæti sem við eigum mest. Þar langaði mig til að leggja mitt af mörkum.“ Hún segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi víða að úr samfélaginu, ekki síst frá konum og ungu fólki. „Mér þykir afar mikið til þessa koma en hef engu að síður tekið þá ákvörðun að láta staðar numið í þessum hugrenningum. Ég mun því ekki verða á meðal þátttakenda í aðdraganda forsetakosninganna en óska stórum hópi frambjóðenda velgengni og sömuleiðis þeim sem hlutskarpastur verður að leik loknum.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Berglind undir forsetafeldi eftir áskoranir frá konum úr öllum áttum Sendiherra Íslands í Frakklandi íhugar alvarlega að bjóða sig fram til forseta Íslands. 25. apríl 2016 16:03 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Sjá meira
Berglind Ásgeirsdóttir, sendiherra Íslands í París, mun ekki gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hún hefur legið undir feldi undanfarnar vikur en greinir frá því í dag að hún hafi tekið þá ákvörðun að láta staðar numið. „Ég hef að undanförnu íhugað það gaumgæfilega að gefa kost á mér í framboð til embættis forseta Íslands. Meginástæður þess eru tvær. Annars vegar hef ég talið reynslu mína í margvíslegum störfum fyrir íslenska þjóð á undanförnum árum geta nýst á forsetastóli og hins vegar hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að forseti geti verið öflugur málshefjandi og jafnframt þátttakandi í brýnni umræðu,“ segir Berglind í færslu á Facebook-síðu sinni. „Í þeim efnum hef ég einkum í huga einlægt og yfirvegað samtal um mannauð íslenskrar þjóðar, bæði þeirra sem hér eru fæddir og hinna sem til okkar hafa flust frá öðrum löndum. Ég hef líka verið upptekin af þeim atgervisflótta sem við okkur blasir og hvernig unnt sé að skapa ungu fólki á Íslandi þannig aðstæður að við missum það ekki frá okkur. Ég er sannfærð um að forseti Íslands geti orðið mikilvægur aflvaki umræðu um hvernig við getum sett okkar langstærstu auðlind, fólkið í landinu, í öndvegi.“ Berglind segir Ísland hafa alla burði til þess að fóstra íbúa sína með þeim hætti að þeim líði vel, lifi saman í sátt og vilji hvergi annars staðar vera. „Það getur líka breitt út faðm sinn og tekið á móti ferðamönnum þannig að sómi sé að. Ef vel er að málum staðið geta þeir sem byggja þetta land eða sækja það heim notið allsnægta sem óvíða finnast meiri. Embætti forseta Íslands á að leggja sitt af mörkum til þess að traustur vörður sé staðinn um þau verðmæti sem við eigum mest. Þar langaði mig til að leggja mitt af mörkum.“ Hún segist hafa fundið fyrir miklum stuðningi víða að úr samfélaginu, ekki síst frá konum og ungu fólki. „Mér þykir afar mikið til þessa koma en hef engu að síður tekið þá ákvörðun að láta staðar numið í þessum hugrenningum. Ég mun því ekki verða á meðal þátttakenda í aðdraganda forsetakosninganna en óska stórum hópi frambjóðenda velgengni og sömuleiðis þeim sem hlutskarpastur verður að leik loknum.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Berglind undir forsetafeldi eftir áskoranir frá konum úr öllum áttum Sendiherra Íslands í Frakklandi íhugar alvarlega að bjóða sig fram til forseta Íslands. 25. apríl 2016 16:03 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Sjá meira
Berglind undir forsetafeldi eftir áskoranir frá konum úr öllum áttum Sendiherra Íslands í Frakklandi íhugar alvarlega að bjóða sig fram til forseta Íslands. 25. apríl 2016 16:03