Hrannar Pétursson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur utanríkisráðherra. Hann hóf störf í dag, 4. maí. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
„Hrannar er 42 ára og með fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu. Hann starfaði hjá Vodafone frá 2007 til 2014, síðast sem framkvæmdastjóri mannauðs-, markaðs-, lögfræði- og samskiptamála. Hann hefur starfað sjálfstætt frá þeim tíma og sinnti meðal annars tímabundnum verkefnum í forsætisráðuneytinu,“ segir í fréttatilkynningu.
Sjá einnig: Hrannar Pétursson kynnir forsetaframboð
Hrannar bauð sig fram til forseta þann 20. mars síðastliðinn. Hann dró framboð sitt tilbaka fimm vikum síðar á fundi frambjóðenda í Háskólanum í Reykjavík. Þá sagði hann ástæðuna vera óvænt framboð frá Ólafi Ragnari Grímssyni, sitjandi forseta.
Áður var Hrannar fréttamaður á Ríkissjónvarpinu og upplýsingafulltrúi hjá Íslenska álfélaginu hf. Hrannar er félagsfræðingur að mennt, fæddur og uppalinn á Húsavík. Hann er kvæntur Margréti Arnardóttur, vélaverkfræðingi og viðskiptafræðingi. Þau eiga samtals fjögur börn og búa í Reykjavík.
Fyrrverandi forsetaframbjóðandi orðinn aðstoðarmaður ráðherra

Tengdar fréttir

Hrannar taldi sig ekki eiga möguleika gegn Ólafi Ragnari
Ólafur Ragnar Grímsson nýtur stuðnings rúmlega helmings þjóðarinnar til áframhaldandi setu í embætti samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Andri Snær Magnason mælist með um 30 prósenta fylgi en enn einn frambjóðandi dró framboð sitt til baka í dag.

Hrannar hættur við forsetaframboð
"Ég skora á þann sem nær kjöri að setja þjóðarvilja framar sínum eigin."