Guðni Th: Forseti þarf að standa við orð sín og hafa ekkert að fela Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2016 14:19 Guðni ásamt fjölskyldu sinni í Salnum í Kópavogi í dag, eiginkonunni Elizu Reid og börnunum Rut (f.1994), Duncan Tindi (f. 2007), Donald Gunnari (f. 2009), Sæþóri Peter (f. 2011) og Eddu Margréti (f. 2013). Vísir Guðni Th. Jóhannesson segir að forseti Íslands eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Fólkið í landinu þurfi að finna að hann sé ekki í liði með einum og á móti öðrum. Þá þurfi forseti að tryggja að þjóðin eigi alltaf síðasta orðið. Þetta kom fram á framboðsfundi Guðna Th. í Salnum í Kópavogi í dag en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Rithöfundurinn og sagnfræðingurinn Guðni hóf fundinn á að staðfesta framboð sitt til forseta. Hann sagðist bjóða sig fram því hann hefði ákveðnar hugmyndir um embættið sem hann vildi fylgja eftir. Hann hafi fengið fjölda áskorana en lokaákvörðunin hafi verið hans og Elizu, konu hans. Hann segir forseta þurfa að vera fastan fyrir þegar á þurfi að halda og standa utan við fylkingar í samfélaginu. Næsti forseti þurfi að læra af því góða sem fyrri forsetar hafa gert og sömuleiðis mistökunum. Forseti sé andlit Íslands í augum heimsins og hann þurfi að sytðja við menningu og listir, atvinnu og viðskiptalíf. Þá eigi hann að vera stoltur en um leið hógvær, kappsamur en án yfirlætis. Þá minntist Guðni á mikilvægi breytingu í embættinu að forseti synji lögum þegar svo beri undir. Mörg verk sé að vinna en nefndi hann fyrst nýja stjórnarskrá. Þá sé nauðsynlegt að hægt sé að skiptast á skoðunum, ágreiningur sé aðalsmerki þróaðs samfélags. Fólk eigi að geta deilt, jafnvel harkalega, en komist að niðurstöðu. Guðni benti á að fólk þyrfti að geta treyst á valdhafa, að þeir stæðu við orð sín og hefðu ekkert að fela. Það væru forréttindi að búa á Íslandi. Þá benti hann á að fólk með sjálfstraust væri fólk sem hefði hógværð í hjarta sínu. Áður en yfir lauk kynnti Guðni konu sína og börn og hafði á orði að hann myndi áfram hjóla með börnin sín í leikskólann og skólann þótt hann næði kjöri sem forseti Íslands. Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson segir að forseti Íslands eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Fólkið í landinu þurfi að finna að hann sé ekki í liði með einum og á móti öðrum. Þá þurfi forseti að tryggja að þjóðin eigi alltaf síðasta orðið. Þetta kom fram á framboðsfundi Guðna Th. í Salnum í Kópavogi í dag en fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi. Rithöfundurinn og sagnfræðingurinn Guðni hóf fundinn á að staðfesta framboð sitt til forseta. Hann sagðist bjóða sig fram því hann hefði ákveðnar hugmyndir um embættið sem hann vildi fylgja eftir. Hann hafi fengið fjölda áskorana en lokaákvörðunin hafi verið hans og Elizu, konu hans. Hann segir forseta þurfa að vera fastan fyrir þegar á þurfi að halda og standa utan við fylkingar í samfélaginu. Næsti forseti þurfi að læra af því góða sem fyrri forsetar hafa gert og sömuleiðis mistökunum. Forseti sé andlit Íslands í augum heimsins og hann þurfi að sytðja við menningu og listir, atvinnu og viðskiptalíf. Þá eigi hann að vera stoltur en um leið hógvær, kappsamur en án yfirlætis. Þá minntist Guðni á mikilvægi breytingu í embættinu að forseti synji lögum þegar svo beri undir. Mörg verk sé að vinna en nefndi hann fyrst nýja stjórnarskrá. Þá sé nauðsynlegt að hægt sé að skiptast á skoðunum, ágreiningur sé aðalsmerki þróaðs samfélags. Fólk eigi að geta deilt, jafnvel harkalega, en komist að niðurstöðu. Guðni benti á að fólk þyrfti að geta treyst á valdhafa, að þeir stæðu við orð sín og hefðu ekkert að fela. Það væru forréttindi að búa á Íslandi. Þá benti hann á að fólk með sjálfstraust væri fólk sem hefði hógværð í hjarta sínu. Áður en yfir lauk kynnti Guðni konu sína og börn og hafði á orði að hann myndi áfram hjóla með börnin sín í leikskólann og skólann þótt hann næði kjöri sem forseti Íslands. Hér fyrir neðan má sjá blaðamannafund Guðna í heild sinni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira