Íslensk sérþekking nýtist öðrum Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar 6. maí 2016 07:00 Ísland hefur skapað sér stöðu sem alþjóðleg miðstöð umræðu og samstarfs um jarðhitanýtingu. Þekkingin sem byggst hefur upp hérlendis nýtist nú langt utan landsteinanna og með jákvæðum áhrifum víða um heim. Yfir 700 gestir frá um 50 löndum tóku þátt í alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í síðustu viku. Tilgangur ráðstefnunnar var meðal annars að greina frá reynslu Íslendinga af jarðhitanýtingu hér heima og á alþjóðavettvangi og skoða í samhengi við loftslags- og þróunarmál. Fjölmargar þjóðir Afríku, Rómönsku Ameríku og Suðaustur-Asíu búa við mikla orkufátækt, þrátt fyrir að búa yfir miklum orkuauðlindum. Jarðhiti er vannýtt auðlind í mörgum þessara landa, sem gætu með nýtingu breytt samfélögum sínum til hins betra með jákvæðum loftlagsáhrifum. Það sama á við um fjölmargar Evrópuþjóðir, sem búa yfir jarðhita án þess að nýta hann. Með því að miðla af okkar reynslu og flytja út þekkingu sýnum við samfélagslega ábyrgð, stuðlum að sjálfbærri orkunýtingu og sköpum verðmæti. Íslensk stjórnvöld hafa í áratugi hvatt til ábyrgrar og sjálfbærrar nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa á heimsvísu. Með því má draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og loftmengun. Markviss nýting á jarðhita þar sem slíkt er fýsilegt gæti til lengri tíma dregið úr áhrifum loftslagsbreytinga og hliðarverkunum þeirra, sem geta bæði verið heilsufarslegar og félagslegar. Til dæmis er talið að loftslagsbreytingar hafi meiri áhrif á félagslega stöðu kvenna en karla í fátækari hluta heimsins, þar sem ýmis hefðbundin kvennastörf verða erfiðari með auknum áhrifum loftlagsbreytinga. Mikilvægt er því að konur komi að stefnumótum í loftslagsmálum. Um það leyti sem jarðhitaráðstefnan var haldin í Reykjavík höfðu fulltrúar rúmlega 170 þjóðríkja nýlega skrifað undir loftlagssamninginn sem kenndur er við París – þar með talin Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra. Samhugur þjóða heims í baráttunni við loftlagsbreytingar er dýrmætur og þar skiptir framlag Íslendinga máli. Erlendir gestir jarðhitaráðstefnunnar í Reykjavík virtust sammála því, að mikilvægi Íslands á þessu sviði væri ótvírætt og útflutningur á íslenskri sérþekkingu nýttist öðrum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Alfreðsdóttir Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur skapað sér stöðu sem alþjóðleg miðstöð umræðu og samstarfs um jarðhitanýtingu. Þekkingin sem byggst hefur upp hérlendis nýtist nú langt utan landsteinanna og með jákvæðum áhrifum víða um heim. Yfir 700 gestir frá um 50 löndum tóku þátt í alþjóðlegri jarðhitaráðstefnu sem haldin var í Reykjavík í síðustu viku. Tilgangur ráðstefnunnar var meðal annars að greina frá reynslu Íslendinga af jarðhitanýtingu hér heima og á alþjóðavettvangi og skoða í samhengi við loftslags- og þróunarmál. Fjölmargar þjóðir Afríku, Rómönsku Ameríku og Suðaustur-Asíu búa við mikla orkufátækt, þrátt fyrir að búa yfir miklum orkuauðlindum. Jarðhiti er vannýtt auðlind í mörgum þessara landa, sem gætu með nýtingu breytt samfélögum sínum til hins betra með jákvæðum loftlagsáhrifum. Það sama á við um fjölmargar Evrópuþjóðir, sem búa yfir jarðhita án þess að nýta hann. Með því að miðla af okkar reynslu og flytja út þekkingu sýnum við samfélagslega ábyrgð, stuðlum að sjálfbærri orkunýtingu og sköpum verðmæti. Íslensk stjórnvöld hafa í áratugi hvatt til ábyrgrar og sjálfbærrar nýtingar endurnýjanlegra orkugjafa á heimsvísu. Með því má draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og loftmengun. Markviss nýting á jarðhita þar sem slíkt er fýsilegt gæti til lengri tíma dregið úr áhrifum loftslagsbreytinga og hliðarverkunum þeirra, sem geta bæði verið heilsufarslegar og félagslegar. Til dæmis er talið að loftslagsbreytingar hafi meiri áhrif á félagslega stöðu kvenna en karla í fátækari hluta heimsins, þar sem ýmis hefðbundin kvennastörf verða erfiðari með auknum áhrifum loftlagsbreytinga. Mikilvægt er því að konur komi að stefnumótum í loftslagsmálum. Um það leyti sem jarðhitaráðstefnan var haldin í Reykjavík höfðu fulltrúar rúmlega 170 þjóðríkja nýlega skrifað undir loftlagssamninginn sem kenndur er við París – þar með talin Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra. Samhugur þjóða heims í baráttunni við loftlagsbreytingar er dýrmætur og þar skiptir framlag Íslendinga máli. Erlendir gestir jarðhitaráðstefnunnar í Reykjavík virtust sammála því, að mikilvægi Íslands á þessu sviði væri ótvírætt og útflutningur á íslenskri sérþekkingu nýttist öðrum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. maí
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun