Bið KA-manna hlýtur að taka enda í sumar Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. maí 2016 07:00 KA-menn hafa beðið lengi eftir Pepsi-deildar leik. Vísir/Ernir Keppni í Inkasso-deildinni, næstefstu deild Íslandsmótsins, hefst í dag með tveimur leikjum. Í fyrsta sinn verða sýndir leikir frá deildinni í sjónvarpi en Stöð 2 Sport mun sýna einn leik í umferð í allt sumar. Það stefnir í alveg ótrúlega skemmtilegt og spennandi sumar í Inkasso-deildinni en þar eru 5-6 lið sem ætla sér upp um deild. Langlíklegast til að vinna sér aftur sæti á meðal þeirra bestu er KA en fá lið í sögu 1. deildarinnar hafa mætt jafnsterk til leiks og raun ber vitni. Hægt er að líta til baka á sterk lið í 1. deildinni eins og FH 2000, Keflavík 2003 og Breiðablik 2005, en þar var mikið af mönnum sem síðar áttu eftir að verða stjörnur hér heima og jafnvel landsliðsmenn. KA er aftur á móti búið að sækja þekktar stærðir úr Pepsi-deildinni til að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra bestu.Guðmann síðasta púslið Ekkert lið hefur dvalið lengur í 1. deildinni en KA. Þetta verður tólfta sumarið í röð hjá norðanmönnum í deildinni en næst koma Haukar sem hafa verið tvöfalt styttra í næstefstu deild. Þeir komust upp en féllu árið 2010. KA hefur lengi verið í mikilli meðalmennsku en nú er metnaðurinn gífurlegur. Til að koma sér upp eru KA-menn búnir að sækja Almar Ormarsson til KA og Hallgrím Mar Steingrímsson til Víkings. Elfar Árni Aðalsteinson kom frá Breiðabliki í fyrra og þá eru erlendir leikmenn í byrjunarliðinu, á borð við Juraj Grizelj og Archange Nkumu, mjög sterkir. Eina spurningamerkið er varnarleikurinn og markvarslan. Til að styrkja varnarleikinn fékk liðið Guðmann Þórisson á dögunum frá Íslandsmeisturum FH en norðanmenn vona að hann sé síðasta púslið sem þurfi til. Það verður hreinlega skandall ef KA fer ekki upp og það vita allir innan félagsins. Pressan er mikil en með þennan mannskap hlýtur tólf ára bið KA-manna að ljúka í vor.Keflavík eða Leiknir Samkvæmt árlegri spá fyrirliða og þjálfara Inkasso-deildarinnar eru Keflavík og Leiknir liðin sem eiga að slást um að fara upp með KA. Það eru liðin sem féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra en ljóst er að þau ætla sér bæði upp aftur. Keflvíkingar hafa fengið til baka herforingjann Jónas Guðna Sævarsson og misst lítið á móti; fyrir utan Sindra Snæ Magnússon fór stærstu hluti útlendingahersveitarinnar sem gerði ekkert fyrir liðið í fyrra. Leiknismenn ætla að keyra á svipuðum mannskap en hafa þó misst tvo sterka pósta af miðjunni í þeim Sindra Björnssyni og langbesta leikmanni liðsins á síðustu leiktíð, Hilmari Árna Halldórssyni. Styrkur beggja liða liggur í þjálfurunum en Kristján Guðmundsson, sem var rekinn frá Keflavík í fyrra, mun væntanlega heyja mikla baráttu við sitt gamla félag þar sem Þorvaldur Örlygsson er tekinn við stjórnartaumunum. Minnast verður á Austfjarðaævintýrið en í deildinni eru þrjú lið að austan; Fjarðabyggð, Leiknir F. og Huginn, og verður gaman að sjá hvernig þeim gengur. Leiknir og Huginn eru í næstefstu deild í fyrsta sinn.Tímabil í B-deildinni KA 12 ár í röð Haukar 6 Grindavík 4 Selfoss 4 HK 3 Fjarðabyggð 2 Fram 2 Þór 2 Huginn 1 Keflavík 1 Leiknir F. 1 Leiknir R. 1 Íslenski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira
Keppni í Inkasso-deildinni, næstefstu deild Íslandsmótsins, hefst í dag með tveimur leikjum. Í fyrsta sinn verða sýndir leikir frá deildinni í sjónvarpi en Stöð 2 Sport mun sýna einn leik í umferð í allt sumar. Það stefnir í alveg ótrúlega skemmtilegt og spennandi sumar í Inkasso-deildinni en þar eru 5-6 lið sem ætla sér upp um deild. Langlíklegast til að vinna sér aftur sæti á meðal þeirra bestu er KA en fá lið í sögu 1. deildarinnar hafa mætt jafnsterk til leiks og raun ber vitni. Hægt er að líta til baka á sterk lið í 1. deildinni eins og FH 2000, Keflavík 2003 og Breiðablik 2005, en þar var mikið af mönnum sem síðar áttu eftir að verða stjörnur hér heima og jafnvel landsliðsmenn. KA er aftur á móti búið að sækja þekktar stærðir úr Pepsi-deildinni til að koma liðinu aftur upp á meðal þeirra bestu.Guðmann síðasta púslið Ekkert lið hefur dvalið lengur í 1. deildinni en KA. Þetta verður tólfta sumarið í röð hjá norðanmönnum í deildinni en næst koma Haukar sem hafa verið tvöfalt styttra í næstefstu deild. Þeir komust upp en féllu árið 2010. KA hefur lengi verið í mikilli meðalmennsku en nú er metnaðurinn gífurlegur. Til að koma sér upp eru KA-menn búnir að sækja Almar Ormarsson til KA og Hallgrím Mar Steingrímsson til Víkings. Elfar Árni Aðalsteinson kom frá Breiðabliki í fyrra og þá eru erlendir leikmenn í byrjunarliðinu, á borð við Juraj Grizelj og Archange Nkumu, mjög sterkir. Eina spurningamerkið er varnarleikurinn og markvarslan. Til að styrkja varnarleikinn fékk liðið Guðmann Þórisson á dögunum frá Íslandsmeisturum FH en norðanmenn vona að hann sé síðasta púslið sem þurfi til. Það verður hreinlega skandall ef KA fer ekki upp og það vita allir innan félagsins. Pressan er mikil en með þennan mannskap hlýtur tólf ára bið KA-manna að ljúka í vor.Keflavík eða Leiknir Samkvæmt árlegri spá fyrirliða og þjálfara Inkasso-deildarinnar eru Keflavík og Leiknir liðin sem eiga að slást um að fara upp með KA. Það eru liðin sem féllu úr Pepsi-deildinni í fyrra en ljóst er að þau ætla sér bæði upp aftur. Keflvíkingar hafa fengið til baka herforingjann Jónas Guðna Sævarsson og misst lítið á móti; fyrir utan Sindra Snæ Magnússon fór stærstu hluti útlendingahersveitarinnar sem gerði ekkert fyrir liðið í fyrra. Leiknismenn ætla að keyra á svipuðum mannskap en hafa þó misst tvo sterka pósta af miðjunni í þeim Sindra Björnssyni og langbesta leikmanni liðsins á síðustu leiktíð, Hilmari Árna Halldórssyni. Styrkur beggja liða liggur í þjálfurunum en Kristján Guðmundsson, sem var rekinn frá Keflavík í fyrra, mun væntanlega heyja mikla baráttu við sitt gamla félag þar sem Þorvaldur Örlygsson er tekinn við stjórnartaumunum. Minnast verður á Austfjarðaævintýrið en í deildinni eru þrjú lið að austan; Fjarðabyggð, Leiknir F. og Huginn, og verður gaman að sjá hvernig þeim gengur. Leiknir og Huginn eru í næstefstu deild í fyrsta sinn.Tímabil í B-deildinni KA 12 ár í röð Haukar 6 Grindavík 4 Selfoss 4 HK 3 Fjarðabyggð 2 Fram 2 Þór 2 Huginn 1 Keflavík 1 Leiknir F. 1 Leiknir R. 1
Íslenski boltinn Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Sjá meira