Frestur til formannsframboðs rennur út á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 6. maí 2016 14:46 Frestur til að skila inn framboðum til embættis formanns Samfylkingarinnar rennur út á hádegi á morgun sem og frestur til að ganga í flokkinn vilji með taka þátt í formannskjörinu. Tveir frambjóðendur hafa nú þegar skilað inn framboðum sínum. Fimm hafa tilkynnt opinberlega að þau sækist eftir embætti formanns Samfylkingarinnar sem kosið verður til í almennri kosningu innan flokksins fyrir landsfund hans sem hefst hinn 3. júní. Það eru þau Árni Páll Árnason núverandi formaður, Oddný G. Harðardóttir þingmaður, Helgi Hjörvar þingflokksformaður, Magnús Orri Schram varaþingmaður og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins segir formleg framboð þegar hafa borist skrifstofu flokksins. „Það hafa tvö framboð borist nú þegar. Frá Oddnýu G. Harðardóttur og Helga Hjörvar. Aðrir hafa til hádegis á morgun til að skila inn framboðum. Það þarf að afhenda undirskriftir tuttugu félagsmanna í hverju kjördæmi. Samtals hundrað og tuttugu,“ segir Kristján Guy. Kosningin sjálf hefjist síðan 28. maí og standi til hádegis hinn 3. júní. En það er fyrri dagur þessa landsfundar sem boðað var til áður en lög flokksins gerðu ráð fyrir næsta reglulega landsfundi sem átti ekki að vera fyrr en snemma á næsta ári, sem undir venjulegum kringumstæðum hefði átt að vera kosningaár til Alþingis. En ríkisstjórnin ákvað eins og flestum er kunnugt að flýta kosningum fram á næsta haust. Allir skráðir félagsmenn í Samfylkingunni kjósa næsta formann. „Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn þar sem allir félagsmenn geta valið formann í allsherjar atkvæðagreiðslu. Þannig að það eru allir félagsmenn í flokknum þegar kjörskrá lokar,“ segir Kristján Guy. En kjörskrá verður lokað á hádegi á morgun.Uppfært klukkan 16:16Árni Páll Árnason hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka. Alþingi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira
Frestur til að skila inn framboðum til embættis formanns Samfylkingarinnar rennur út á hádegi á morgun sem og frestur til að ganga í flokkinn vilji með taka þátt í formannskjörinu. Tveir frambjóðendur hafa nú þegar skilað inn framboðum sínum. Fimm hafa tilkynnt opinberlega að þau sækist eftir embætti formanns Samfylkingarinnar sem kosið verður til í almennri kosningu innan flokksins fyrir landsfund hans sem hefst hinn 3. júní. Það eru þau Árni Páll Árnason núverandi formaður, Oddný G. Harðardóttir þingmaður, Helgi Hjörvar þingflokksformaður, Magnús Orri Schram varaþingmaður og Guðmundur Ari Sigurjónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi. Kristján Guy Burgess framkvæmdastjóri flokksins segir formleg framboð þegar hafa borist skrifstofu flokksins. „Það hafa tvö framboð borist nú þegar. Frá Oddnýu G. Harðardóttur og Helga Hjörvar. Aðrir hafa til hádegis á morgun til að skila inn framboðum. Það þarf að afhenda undirskriftir tuttugu félagsmanna í hverju kjördæmi. Samtals hundrað og tuttugu,“ segir Kristján Guy. Kosningin sjálf hefjist síðan 28. maí og standi til hádegis hinn 3. júní. En það er fyrri dagur þessa landsfundar sem boðað var til áður en lög flokksins gerðu ráð fyrir næsta reglulega landsfundi sem átti ekki að vera fyrr en snemma á næsta ári, sem undir venjulegum kringumstæðum hefði átt að vera kosningaár til Alþingis. En ríkisstjórnin ákvað eins og flestum er kunnugt að flýta kosningum fram á næsta haust. Allir skráðir félagsmenn í Samfylkingunni kjósa næsta formann. „Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn þar sem allir félagsmenn geta valið formann í allsherjar atkvæðagreiðslu. Þannig að það eru allir félagsmenn í flokknum þegar kjörskrá lokar,“ segir Kristján Guy. En kjörskrá verður lokað á hádegi á morgun.Uppfært klukkan 16:16Árni Páll Árnason hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka.
Alþingi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Innlent Fleiri fréttir Viðsnúningur í rekstri sveitarfélaga Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Sjá meira