Fjármögnun kennslu heilbrigðisstétta þarf að bæta til muna Páll Óli Ólason skrifar 13. maí 2016 09:00 Rúmlega 13.000 stúdentar stunda nám við Háskóla Íslands. Háskólanum er skipt niður í 5 svið og er eitt þeirra Heilbrigðisvísindasvið. Innan þess eru 6 deildir með alls 2.155 nemum. Það hefur sérstöðu hvað hin sviðin varðar þar sem stór hluti náms innan þess er kenndur inni á hinum mismunandi heilbrigðisstofnunum landsins. Sú heilbrigðisstofnun sem tekur við flestum nemum er Landspítalinn en einnig stunda nemar verknám á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkrahúsinu á Akureyri, svo dæmi séu tekin. Orð fá því varla lýst hversu mikilvægt það er fyrir nema sviðsins að komast í verknám inni á þessum stöðum. Sú reynsla og þau námstækifæri sem nemar fá í vinnu á stöðunum gera það að verkum að þeir eru mun betur undirbúnir þegar kemur að því að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Landspítalinn er háskólasjúkrahús. Í því felst að hann er skyldugur til að veita nemum sem stunda nám í heilbrigðisvísindagreinum aðstöðu og tækifæri til verklegrar kennslu. Þannig hefur Landspítalinn gert samning við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Fjölbrautaskólana við Ármúla og í Breiðholti um að annast þessa kennslu. Á hverju ári stunda því að jafnaði rúmlega 1.500 nemar sitt verknám á Landspítalanum. Flestir þeirra koma frá Háskóla Íslands og eru lækna- og hjúkrunarfræðinemar stærsti hópurinn en einnig koma þar við nemar úr öðrum greinum, s.s. ljósmóðurfræði, lyfjafræði, sjúkraþjálfun, tannlæknisfræði, sálfræði, félagsráðgjöf, næringar-, lífeinda- og geislafræði. Samkvæmt samningi, sem fyrst var undirritaður árið 2006 og framlengdur til 5 ára í desember 2012, milli forstjóra Landspítalans og rektors Háskóla Íslands er kennsla hluti af starfi allra klínískra starfsmanna háskólaspítala. Í fjárlögum til spítalans er því fé ekki eyrnamerkt kennslu heldur flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ hans. Það er þekkt staðreynd að spítalinn er fjársveltur eins og Háskólinn. Einnig er það þekkt að þeir sem sinna kennslu fá ekki greitt sérstaklega fyrir hana þar sem hún er innifalin í þeirra starfslýsingu. Það veldur því að margir sinna kennslu launalaust. Þetta kemur niður á náminu því eins og gefur að skila er erfitt að sjá hag sinn í að sinna launalausri vinnu, sérstaklega ef tekið er tillit til núverandi ástands heilbrigðiskerfisins. Þetta staðfestir könnun sem Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs lagði fyrir nema í verknámi á Landspítala síðastliðið haust. Í henni var aðeins fjórðungur sammála þeirri fullyrðingu að kennarar hefðu nægan tíma til að sinna verklegri kennslu. Flestir kennarar eru þó boðnir og búnir til að veita nemum ráðgjöf og kennslu. Fyrir það eiga þeir hrós skilið. Á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa um 200 nemar af Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands við verknám á hverju ári. Eru þetta, líkt og á Landspítalanum, mestmegnis nemar í læknis- og hjúkrunarfræði. Eins og á Landspítalanum flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ Heilsugæslunnar. Niðurstaðan er sú sama; kennsla er verulega undirfjármögnuð. Eitt af skilyrðum verklegrar kennslu á sviðinu er að ríkið geri ráð fyrir þeim fjármunum sem þarf til að halda uppi kennslu í fjárlögum til heilbrigðisstofnana. Réttast væri að eyrnamerkja í fjárlögum hversu mikið fjármagn á að fara til kennslu á heilbrigðisstofnunum. Slíkt myndi eyða óvissu um hlut hverrar stofnunar í fjármögnun á kennslu sem og gera það að verkum að þeir sem sinna kennslu fái greitt fyrir það. Eins er rétt að nefna það hér að þrátt fyrir að nám á Heilbrigðisvísindasviði sé í dýrari reikniflokki en nám á öðrum sviðum HÍ er námið gríðarlega undirfjármagnað borið saman við nágrannalönd okkar. Á þetta við um allar námsgreinar sviðsins. Eigi nemendur í heilbrigðisvísindum að koma vel þjálfaðir út úr námi á Íslandi hlýtur það að vera lágmarkskrafa að fjármagna kennslu þeirra við Háskóla Íslands.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00 Hvað græðum við eiginlega á hugvísindum? 11. maí 2016 09:00 Hvernig væri skóli án kennara? 12. maí 2016 09:00 Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Rúmlega 13.000 stúdentar stunda nám við Háskóla Íslands. Háskólanum er skipt niður í 5 svið og er eitt þeirra Heilbrigðisvísindasvið. Innan þess eru 6 deildir með alls 2.155 nemum. Það hefur sérstöðu hvað hin sviðin varðar þar sem stór hluti náms innan þess er kenndur inni á hinum mismunandi heilbrigðisstofnunum landsins. Sú heilbrigðisstofnun sem tekur við flestum nemum er Landspítalinn en einnig stunda nemar verknám á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Sjúkrahúsinu á Akureyri, svo dæmi séu tekin. Orð fá því varla lýst hversu mikilvægt það er fyrir nema sviðsins að komast í verknám inni á þessum stöðum. Sú reynsla og þau námstækifæri sem nemar fá í vinnu á stöðunum gera það að verkum að þeir eru mun betur undirbúnir þegar kemur að því að vinna innan heilbrigðiskerfisins. Landspítalinn er háskólasjúkrahús. Í því felst að hann er skyldugur til að veita nemum sem stunda nám í heilbrigðisvísindagreinum aðstöðu og tækifæri til verklegrar kennslu. Þannig hefur Landspítalinn gert samning við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Fjölbrautaskólana við Ármúla og í Breiðholti um að annast þessa kennslu. Á hverju ári stunda því að jafnaði rúmlega 1.500 nemar sitt verknám á Landspítalanum. Flestir þeirra koma frá Háskóla Íslands og eru lækna- og hjúkrunarfræðinemar stærsti hópurinn en einnig koma þar við nemar úr öðrum greinum, s.s. ljósmóðurfræði, lyfjafræði, sjúkraþjálfun, tannlæknisfræði, sálfræði, félagsráðgjöf, næringar-, lífeinda- og geislafræði. Samkvæmt samningi, sem fyrst var undirritaður árið 2006 og framlengdur til 5 ára í desember 2012, milli forstjóra Landspítalans og rektors Háskóla Íslands er kennsla hluti af starfi allra klínískra starfsmanna háskólaspítala. Í fjárlögum til spítalans er því fé ekki eyrnamerkt kennslu heldur flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ hans. Það er þekkt staðreynd að spítalinn er fjársveltur eins og Háskólinn. Einnig er það þekkt að þeir sem sinna kennslu fá ekki greitt sérstaklega fyrir hana þar sem hún er innifalin í þeirra starfslýsingu. Það veldur því að margir sinna kennslu launalaust. Þetta kemur niður á náminu því eins og gefur að skila er erfitt að sjá hag sinn í að sinna launalausri vinnu, sérstaklega ef tekið er tillit til núverandi ástands heilbrigðiskerfisins. Þetta staðfestir könnun sem Sviðsráð Heilbrigðisvísindasviðs lagði fyrir nema í verknámi á Landspítala síðastliðið haust. Í henni var aðeins fjórðungur sammála þeirri fullyrðingu að kennarar hefðu nægan tíma til að sinna verklegri kennslu. Flestir kennarar eru þó boðnir og búnir til að veita nemum ráðgjöf og kennslu. Fyrir það eiga þeir hrós skilið. Á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa um 200 nemar af Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands við verknám á hverju ári. Eru þetta, líkt og á Landspítalanum, mestmegnis nemar í læknis- og hjúkrunarfræði. Eins og á Landspítalanum flokkast kennsla undir „almennan rekstur“ Heilsugæslunnar. Niðurstaðan er sú sama; kennsla er verulega undirfjármögnuð. Eitt af skilyrðum verklegrar kennslu á sviðinu er að ríkið geri ráð fyrir þeim fjármunum sem þarf til að halda uppi kennslu í fjárlögum til heilbrigðisstofnana. Réttast væri að eyrnamerkja í fjárlögum hversu mikið fjármagn á að fara til kennslu á heilbrigðisstofnunum. Slíkt myndi eyða óvissu um hlut hverrar stofnunar í fjármögnun á kennslu sem og gera það að verkum að þeir sem sinna kennslu fái greitt fyrir það. Eins er rétt að nefna það hér að þrátt fyrir að nám á Heilbrigðisvísindasviði sé í dýrari reikniflokki en nám á öðrum sviðum HÍ er námið gríðarlega undirfjármagnað borið saman við nágrannalönd okkar. Á þetta við um allar námsgreinar sviðsins. Eigi nemendur í heilbrigðisvísindum að koma vel þjálfaðir út úr námi á Íslandi hlýtur það að vera lágmarkskrafa að fjármagna kennslu þeirra við Háskóla Íslands.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Svikin loforð um fjármögnun háskólakerfisins Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir stuttu kemur þó fram að gott menntakerfi sé "lykillinn að því að auka framleiðslugetu hagkerfisins og skjóta frekari stoðum undir hagvöxt og þar með almenna velferð í landinu.“ 10. maí 2016 09:00
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar