Aukið fjármagn til Háskóla Íslands: Hlutfall nemenda á hvern kennara of hátt Baldur Helgi Þorkelsson og Málfríður Guðný Kolbeinsdóttir skrifar 14. maí 2016 09:00 Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi á nýuppfærðum lista Times Higher Education. Listinn tekur tillit til nokkurra þátta: Rannsóknarstarfs, áhrifa á alþjóðlegum vettvangi, kennsluhátta og námsumhverfis. Af þessum fjórum þáttum er HÍ með lægstu einkunn í kennsluþættinum sem er meðal annars metinn út frá hlutfalli nemenda á hvern kennara. Ef litið er til iðnaðarverkfræði- vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar eru þar um 800 nemendur og 22 fastráðnir kennarar. Virkir nemendur eru um 480 talsins. Því er hlutfall virkra nemenda á kennara 21:1. Í stefnu HÍ 2006-2011 var stefnt á að bæta þetta hlutfall úr 21:1 í 17:1. Staðan er sú að þetta hefur ekki enn tekist og má skýra það að hluta vegna takmarkaðs fjármagns frá ríkinu. Nú er búið að setja fram stefnu HÍ fyrir tímabilið 2016-2021. Í námi og kennsluháttum eru sett fram þau markmið að lækka hlutfall nemanda á hvern kennara til að auka gæði náms og kennslu, og draga þar með úr vinnuálagi kennara. Tvenns konar aðgerðir eru nefndar til að fylgja þessum áætlunum eftir. Annars vegar að fjölga kennurum og hins vegar að breyta fyrirkomulagi við inntöku nemenda. Á Times Higher Education listanum er HÍ í 13. sæti yfir háskóla á Norðurlöndunum. Ef fjármagn til HÍ er borið saman við fjármagn til háskóla á Norðurlöndunum er hann mjög undirfjármagnaður. Miðað við það er í raun ótrúlegt að við séum á listanum.Á myndinni hér fyrir ofan sést að HÍ er fyrir neðan meðaltal OECD ríkjanna og með 30-40% minna fjármagn en Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Þetta er alvarlegt mál og lýsir sér einna helst í því að kennarar eru með fleiri nemendur en æskilegt væri. Þetta fyrirkomulag kemur beint niður á gæðum kennslu. Nú þegar hefur verið sett í stefnu Vísinda- og tækniráðs að fjárframlög til HÍ muni ná svokölluðu Norðurlandameðaltali á hvern nemenda árið 2020. Stefnt var þó að því að ná OECD meðaltalinu í ár en það hefur ekki gengið eftir. Ef HÍ ætlar sér að halda áfram að vera á meðal bestu háskóla heims og klífa lista Times Higher Education enn frekar verður að gera átak í að betrumbæta þátt kennsluhátta í skólanum. Það skilar sér einna best til nemenda og til samfélagsins með betur menntaðra fólki. Það er lykilatriði að ríkisstjórnin leggi áherslu á að láta þessar áætlanir standast. Gæði náms er í hættu ef haldið verður áfram á sömu braut.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Hvað græðum við eiginlega á hugvísindum? 11. maí 2016 09:00 Hvernig væri skóli án kennara? 12. maí 2016 09:00 Fjármögnun kennslu heilbrigðisstétta þarf að bæta til muna 13. maí 2016 09:00 Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands er í 222. sæti yfir bestu háskóla í heimi á nýuppfærðum lista Times Higher Education. Listinn tekur tillit til nokkurra þátta: Rannsóknarstarfs, áhrifa á alþjóðlegum vettvangi, kennsluhátta og námsumhverfis. Af þessum fjórum þáttum er HÍ með lægstu einkunn í kennsluþættinum sem er meðal annars metinn út frá hlutfalli nemenda á hvern kennara. Ef litið er til iðnaðarverkfræði- vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar eru þar um 800 nemendur og 22 fastráðnir kennarar. Virkir nemendur eru um 480 talsins. Því er hlutfall virkra nemenda á kennara 21:1. Í stefnu HÍ 2006-2011 var stefnt á að bæta þetta hlutfall úr 21:1 í 17:1. Staðan er sú að þetta hefur ekki enn tekist og má skýra það að hluta vegna takmarkaðs fjármagns frá ríkinu. Nú er búið að setja fram stefnu HÍ fyrir tímabilið 2016-2021. Í námi og kennsluháttum eru sett fram þau markmið að lækka hlutfall nemanda á hvern kennara til að auka gæði náms og kennslu, og draga þar með úr vinnuálagi kennara. Tvenns konar aðgerðir eru nefndar til að fylgja þessum áætlunum eftir. Annars vegar að fjölga kennurum og hins vegar að breyta fyrirkomulagi við inntöku nemenda. Á Times Higher Education listanum er HÍ í 13. sæti yfir háskóla á Norðurlöndunum. Ef fjármagn til HÍ er borið saman við fjármagn til háskóla á Norðurlöndunum er hann mjög undirfjármagnaður. Miðað við það er í raun ótrúlegt að við séum á listanum.Á myndinni hér fyrir ofan sést að HÍ er fyrir neðan meðaltal OECD ríkjanna og með 30-40% minna fjármagn en Danmörk, Noregur og Svíþjóð. Þetta er alvarlegt mál og lýsir sér einna helst í því að kennarar eru með fleiri nemendur en æskilegt væri. Þetta fyrirkomulag kemur beint niður á gæðum kennslu. Nú þegar hefur verið sett í stefnu Vísinda- og tækniráðs að fjárframlög til HÍ muni ná svokölluðu Norðurlandameðaltali á hvern nemenda árið 2020. Stefnt var þó að því að ná OECD meðaltalinu í ár en það hefur ekki gengið eftir. Ef HÍ ætlar sér að halda áfram að vera á meðal bestu háskóla heims og klífa lista Times Higher Education enn frekar verður að gera átak í að betrumbæta þátt kennsluhátta í skólanum. Það skilar sér einna best til nemenda og til samfélagsins með betur menntaðra fólki. Það er lykilatriði að ríkisstjórnin leggi áherslu á að láta þessar áætlanir standast. Gæði náms er í hættu ef haldið verður áfram á sömu braut.Greinin er hluti af greinaskriftaátaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun