Ólafur Ragnar hættur við framboð Bjarki Ármannsson skrifar 9. maí 2016 11:35 Ólafur Ragnar Grímsson forseti mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum. Vísir/Anton Brink Ólafur Ragnar Grímsson forseti mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum og lætur þannig af störfum í sumar eftir tuttugu ára setu í embætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu sem send var fjölmiðlum rétt í þessu.Í könnun MMR, sem birtist nokkrum mínútum áður en tilkynning Ólafs Ragnars birtist, kom fram að fylgi hans hafði helmingast frá því í síðustu könnun þar á undan. Mældist forsetinn þar með 25,3 prósenta fylgi. Í yfirlýsingu sinni segir forsetinn það ljóst með atburðum síðustu daga að þjóðin eigi nú kost á að velja frambjóðendur sem hafi umfangsmikla þekkingu á forsetaembættinu. Frá því að Ólafur Ragnar lýsti því yfir að hann gæfi á sér kost að nýju, þrátt fyrir að hafa í nýársávarpi sínu sagst ekki ætla að gera það, hafa þeir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gefið kost á sér. Hann segir jafnframt þá ánægjulegu þróun hafa átt sér stað að þá öldu mótmæla hafi lægt sem stóð yfir þegar hann tilkynnti að hann hyggðist bjóða sig fram á ný. Þess ber þó að geta að frá því að Ólafur Ragnar gaf á sér kost að nýju, hefur talsverður styr staðið um forsetahjónin vegna umfjöllunar um tengsl Dorritar Moussaieff forsetafrúar við aflandsfélög. Forsetinn nefnir þá umfjöllun ekki í yfirlýsingu sinni, sem finna má í viðhengi neðst í fréttinni.Guðni Th. mælist í nýju könnuninni með afgerandi forystu, tæplega sextíu prósenta fylgi og jafnframt segist rúmlega helmingur þeirra sem studdi Ólaf Ragnar myndu kjósa Guðna ef Ólafur Ragnar væri ekki í boði. Þess ber þó að geta að gagnaöflun þeirrar könnunar var að mestu leyti lokið þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um framboð sitt í gær. Ólafur Ragnar sagðist í viðtali á Eyjunni í gærkvöldi vera að endurmeta stöðuna í ljósi framboða þeirra Guðna og Davíðs. Andrés Jónsson almannatengill spáði því í viðtali við Vísi í kjölfarið að Ólafur Ragnar myndi hætta við framboð sitt. Forsetinn hafi örugglega verið að leita að annarri ástæðu til að hætta við en aflandstengslum Dorritar. Viðtal Björns Inga Hrafnssonar við Ólaf Ragnar á Eyjunni í gær, í kjölfar framboðs Davíðs Oddssonar, má sjá hér að neðan.Ólafur Ragnar segist í yfirlýsingu sinni hafa breytt þeirri ákvörðun sem hann greindi frá í nýársávarpi sínu vegna þeirrar sögulegu mótmælaöldu sem varð vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum svokölluðu. „Í kjölfar hennar knúðu margir á um að ég breytti þessari ákvörðun og gæfi kost á mér á ný, þótt ég hefði þegar gegnt embætti forseta í tuttugu ár; höfðuðu til umróts og óvissu og lítils fylgis yfirlýstra frambjóðenda,“ skrifar hann. „Af skyldurækni og ábyrgð gagnvart þeim sem lengi höfðu sýnt mér mikið traust tilkynnti ég 18. apríl að ég myndi verða við þessumm óskum en lýsti jafnframt yfir að ég myndi taka því vel ef í ljós kæmi að aðrir nytu nægilegs trausts þjóðarinnar til að gegna embættinu.“ Hann segir kannanir hafa sýnt að fjöldi fólks vilji fela honum embættið á ný en það sé ánægjuleg þróun að öldur mótmæla hafi lægt og að þjóðin eigi nú kost á að velja frambjóðendur sem hafi „umfangsmikla þekkingu á eðli, sögu og verkefnum forsetaembættisins.“ „Þessi niðurstaða mín er studd þeirri fullvissu að þjóðin getur nú farsællega valið sér nýjan forseta og ég er, eftir langa setu hér á Bessastöðum, bæði í huga og hjarta reiðubúinn að ganga glaður til nýrra verka.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Orð forsetans á blaðamannafundinum á Bessastöðum komin í annað samhengi „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“ spurði Ólafur Ragnar þegar hann sagði Ísland þurfa öflugan talsmann til að vernda orðspor Íslendinga. 4. maí 2016 13:15 Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson forseti mun ekki gefa kost á sér til endurkjörs í komandi kosningum og lætur þannig af störfum í sumar eftir tuttugu ára setu í embætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu sem send var fjölmiðlum rétt í þessu.Í könnun MMR, sem birtist nokkrum mínútum áður en tilkynning Ólafs Ragnars birtist, kom fram að fylgi hans hafði helmingast frá því í síðustu könnun þar á undan. Mældist forsetinn þar með 25,3 prósenta fylgi. Í yfirlýsingu sinni segir forsetinn það ljóst með atburðum síðustu daga að þjóðin eigi nú kost á að velja frambjóðendur sem hafi umfangsmikla þekkingu á forsetaembættinu. Frá því að Ólafur Ragnar lýsti því yfir að hann gæfi á sér kost að nýju, þrátt fyrir að hafa í nýársávarpi sínu sagst ekki ætla að gera það, hafa þeir Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur og Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gefið kost á sér. Hann segir jafnframt þá ánægjulegu þróun hafa átt sér stað að þá öldu mótmæla hafi lægt sem stóð yfir þegar hann tilkynnti að hann hyggðist bjóða sig fram á ný. Þess ber þó að geta að frá því að Ólafur Ragnar gaf á sér kost að nýju, hefur talsverður styr staðið um forsetahjónin vegna umfjöllunar um tengsl Dorritar Moussaieff forsetafrúar við aflandsfélög. Forsetinn nefnir þá umfjöllun ekki í yfirlýsingu sinni, sem finna má í viðhengi neðst í fréttinni.Guðni Th. mælist í nýju könnuninni með afgerandi forystu, tæplega sextíu prósenta fylgi og jafnframt segist rúmlega helmingur þeirra sem studdi Ólaf Ragnar myndu kjósa Guðna ef Ólafur Ragnar væri ekki í boði. Þess ber þó að geta að gagnaöflun þeirrar könnunar var að mestu leyti lokið þegar Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, tilkynnti um framboð sitt í gær. Ólafur Ragnar sagðist í viðtali á Eyjunni í gærkvöldi vera að endurmeta stöðuna í ljósi framboða þeirra Guðna og Davíðs. Andrés Jónsson almannatengill spáði því í viðtali við Vísi í kjölfarið að Ólafur Ragnar myndi hætta við framboð sitt. Forsetinn hafi örugglega verið að leita að annarri ástæðu til að hætta við en aflandstengslum Dorritar. Viðtal Björns Inga Hrafnssonar við Ólaf Ragnar á Eyjunni í gær, í kjölfar framboðs Davíðs Oddssonar, má sjá hér að neðan.Ólafur Ragnar segist í yfirlýsingu sinni hafa breytt þeirri ákvörðun sem hann greindi frá í nýársávarpi sínu vegna þeirrar sögulegu mótmælaöldu sem varð vegna uppljóstrana úr Panama-skjölunum svokölluðu. „Í kjölfar hennar knúðu margir á um að ég breytti þessari ákvörðun og gæfi kost á mér á ný, þótt ég hefði þegar gegnt embætti forseta í tuttugu ár; höfðuðu til umróts og óvissu og lítils fylgis yfirlýstra frambjóðenda,“ skrifar hann. „Af skyldurækni og ábyrgð gagnvart þeim sem lengi höfðu sýnt mér mikið traust tilkynnti ég 18. apríl að ég myndi verða við þessumm óskum en lýsti jafnframt yfir að ég myndi taka því vel ef í ljós kæmi að aðrir nytu nægilegs trausts þjóðarinnar til að gegna embættinu.“ Hann segir kannanir hafa sýnt að fjöldi fólks vilji fela honum embættið á ný en það sé ánægjuleg þróun að öldur mótmæla hafi lægt og að þjóðin eigi nú kost á að velja frambjóðendur sem hafi „umfangsmikla þekkingu á eðli, sögu og verkefnum forsetaembættisins.“ „Þessi niðurstaða mín er studd þeirri fullvissu að þjóðin getur nú farsællega valið sér nýjan forseta og ég er, eftir langa setu hér á Bessastöðum, bæði í huga og hjarta reiðubúinn að ganga glaður til nýrra verka.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Orð forsetans á blaðamannafundinum á Bessastöðum komin í annað samhengi „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“ spurði Ólafur Ragnar þegar hann sagði Ísland þurfa öflugan talsmann til að vernda orðspor Íslendinga. 4. maí 2016 13:15 Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Sjá meira
Orð forsetans á blaðamannafundinum á Bessastöðum komin í annað samhengi „Höldum við reisn okkar í alþjóðlegu samfélagi?“ spurði Ólafur Ragnar þegar hann sagði Ísland þurfa öflugan talsmann til að vernda orðspor Íslendinga. 4. maí 2016 13:15
Ólafur Ragnar tvístígandi um framboð: Fór fögrum orðum um Davíð Oddsson "Að sjálfsögðu hlýt ég að hugsa það hvernig ég bregst við þessum nýju forsendum.“ 8. maí 2016 18:23