Hin stóra flétta hrægammastjórnarinnar Þórður Már Jónsson og Lýður Árnason skrifar 20. apríl 2016 07:00 Þegar íslensku bankarnir féllu haustið 2008 horfði almenningur á hlut sinn í eigin húsnæði fuðra upp í verðbólgubáli verðtryggingarinnar. Krónan snarféll, lánin hækkuðu en húsnæðisverð hækkaði ekki að sama skapi. Til að bæta gráu ofan á svart minnkaði kaupmáttur um tæpan helming á sama tíma. En eignir örfárra Íslendinga rýrnuðu hins vegar ekki, heldur þvert á móti tvöfölduðust í verði. Þetta voru eignir Íslendinga í skattaskjólum á Tortóla og víðar, fjármunir sem fluttir voru úr landi fyrir efnahagshrunið. Enginn veit með vissu hversu mikið fé Íslendingar fela í skattaskjólum, en giskað hefur verið á að það nemi að minnsta kosti 1.200 milljörðum króna í beinhörðum gjaldeyri. Líklegt er að þessi upphæð sé mun hærri. Ástæðan fyrir geymslu fjármuna í skattaskjólum er tvenns konar: Annars vegar til að komast hjá því að greiða skatta af ávöxtun þessara peninga og hins vegar til að leyna eignarhaldinu. Eins og skattrannsóknarstjóri hefur bent á er nær útilokað að fá upplýsingar um fé í skattaskjólum, eigendur njóta bankaleyndar og engar kröfur eru gerðar um ársreikninga.Kröfur á bankana seldar á hrakvirði En hvað gerðist fyrstu dagana eftir bankahrunið á Íslandi? Samfélagið og þjóðin voru í áfalli. Lánardrottnar íslensku bankanna voru einnig í áfalli, enda höfðu alþjóðleg matsfyrirtæki gefið íslensku bönkunum toppeinkunn. Lánardrottnar sem hér um ræðir voru að stórum hluta evrópskir og bandarískir risabankar auk sveitarfélaga og lífeyrissjóða. Vogunarsjóðir og fjárfestar nýttu sér óvissuna sem ríkti á peningamarkaði á þessum tíma og keyptu kröfur lánardrottna á 3-5% af upphaflegu virði. Þegar tíminn leið og rykið fór að setjast seldu þessir aðilar svo kröfurnar á 16-22% af upphaflegu virði og högnuðust því verulega.Íslenskir hrægammar kaupa kröfurnar Þeir sem keyptu kröfurnar á þessum eftirmarkaði voru að stórum hluta til Íslendingar. Til þess voru notaðir peningar úr skattaskjólum sem var forðað úr landi árin fyrir hrun. Staðan er því sú að stór hluti hinna erlendu kröfuhafa er í raun Íslendingar sem þannig nota félög sín í skattaskjólum til að leyna eignarhaldi sínu á kröfunum. Svokallaðir hrægammar. Þegar stjórnvöld kynntu hugmyndir sínar um stöðugleikaskatt fór verulega um þessa íslensku skattaskjólshrægamma. Stöðugleikaskatturinn þýddi að þeir myndu ekki fá nema 12–14% af upphaflegu virði sem þýddi verulegt tap þar sem kaupverðið var 16-22% af upphaflegu virði. Það hlýtur því að hafa verið mikið fagnaðarefni hjá þessum hópi þegar stjórnvöld hurfu frá stöðugleikaskattinum og kynntu nýja hugmynd um svokallað stöðugleikaframlag. Það þýddi endurheimtur upp á 30-35% af upphaflegu virði krafnanna og hagnaðurinn því ævintýralegur. Þetta þýðir að íslenska ríkið verður af 300 milljörðum króna vegna þess að ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ákvað að semja við kröfuhafa um stöðugleikaframlög í staðinn fyrir að leggja á stöðugleikaskatt. Og á sama tíma og ríkissjóður sér á eftir þessum 300 milljörðum hagnast íslensku hrægammarnir um sömu fjárhæð. Hver er forgangsröð þessarar ríkisstjórnar og hverjir eru eiginlega þessir hrægammar? Upplýsing á því er nauðsynleg og myndi skýra margt.Flétta hrægammanna fullkomnuð En þar með er ekki öll sagan sögð, endataflið er eftir. Þegar íslenska ríkið er búið að taka við stöðugleikaframlagi íslensku hrægammanna verður gjaldeyrisútboð hjá Seðlabankanum. Þar gefst þeim tækifæri á því að skipta út þeim krónueignum sem þeir eiga eftir þennan 300 milljarða „stöðugleikastyrk“ ríkisstjórnarinnar og fá í staðinn gjaldeyrisvarasjóð Íslands sem mun þá að öllum líkindum enda í skattaskjólum. Í kjölfarið á svo miklu útstreymi gjaldeyris má búast við að krónan falli umtalsvert og þá minnkar kaupmáttur almennings enn á ný og skuldir hækka í verðbólguskotinu sem fylgir. Og þegar gjaldeyrishöftum verður endanlega aflétt er fléttan fullkomnuð því þá koma hrægammarnir beint úr skattaskjólunum með sinn sterka gjaldeyri gagnvart veikri krónu. Aðstöðumunurinn mun þá enn og aftur veita þeim forgengi að íslensku samfélagi, þ.m.t. talið ríkisbönkunum sem þá verða til sölu. Kannast einhver við uppskriftina? Skyldu þetta vera stóru málin sem ríkisstjórnin þarf að klára? Hin stóra flétta hrægammastjórnarinnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Sjá meira
Þegar íslensku bankarnir féllu haustið 2008 horfði almenningur á hlut sinn í eigin húsnæði fuðra upp í verðbólgubáli verðtryggingarinnar. Krónan snarféll, lánin hækkuðu en húsnæðisverð hækkaði ekki að sama skapi. Til að bæta gráu ofan á svart minnkaði kaupmáttur um tæpan helming á sama tíma. En eignir örfárra Íslendinga rýrnuðu hins vegar ekki, heldur þvert á móti tvöfölduðust í verði. Þetta voru eignir Íslendinga í skattaskjólum á Tortóla og víðar, fjármunir sem fluttir voru úr landi fyrir efnahagshrunið. Enginn veit með vissu hversu mikið fé Íslendingar fela í skattaskjólum, en giskað hefur verið á að það nemi að minnsta kosti 1.200 milljörðum króna í beinhörðum gjaldeyri. Líklegt er að þessi upphæð sé mun hærri. Ástæðan fyrir geymslu fjármuna í skattaskjólum er tvenns konar: Annars vegar til að komast hjá því að greiða skatta af ávöxtun þessara peninga og hins vegar til að leyna eignarhaldinu. Eins og skattrannsóknarstjóri hefur bent á er nær útilokað að fá upplýsingar um fé í skattaskjólum, eigendur njóta bankaleyndar og engar kröfur eru gerðar um ársreikninga.Kröfur á bankana seldar á hrakvirði En hvað gerðist fyrstu dagana eftir bankahrunið á Íslandi? Samfélagið og þjóðin voru í áfalli. Lánardrottnar íslensku bankanna voru einnig í áfalli, enda höfðu alþjóðleg matsfyrirtæki gefið íslensku bönkunum toppeinkunn. Lánardrottnar sem hér um ræðir voru að stórum hluta evrópskir og bandarískir risabankar auk sveitarfélaga og lífeyrissjóða. Vogunarsjóðir og fjárfestar nýttu sér óvissuna sem ríkti á peningamarkaði á þessum tíma og keyptu kröfur lánardrottna á 3-5% af upphaflegu virði. Þegar tíminn leið og rykið fór að setjast seldu þessir aðilar svo kröfurnar á 16-22% af upphaflegu virði og högnuðust því verulega.Íslenskir hrægammar kaupa kröfurnar Þeir sem keyptu kröfurnar á þessum eftirmarkaði voru að stórum hluta til Íslendingar. Til þess voru notaðir peningar úr skattaskjólum sem var forðað úr landi árin fyrir hrun. Staðan er því sú að stór hluti hinna erlendu kröfuhafa er í raun Íslendingar sem þannig nota félög sín í skattaskjólum til að leyna eignarhaldi sínu á kröfunum. Svokallaðir hrægammar. Þegar stjórnvöld kynntu hugmyndir sínar um stöðugleikaskatt fór verulega um þessa íslensku skattaskjólshrægamma. Stöðugleikaskatturinn þýddi að þeir myndu ekki fá nema 12–14% af upphaflegu virði sem þýddi verulegt tap þar sem kaupverðið var 16-22% af upphaflegu virði. Það hlýtur því að hafa verið mikið fagnaðarefni hjá þessum hópi þegar stjórnvöld hurfu frá stöðugleikaskattinum og kynntu nýja hugmynd um svokallað stöðugleikaframlag. Það þýddi endurheimtur upp á 30-35% af upphaflegu virði krafnanna og hagnaðurinn því ævintýralegur. Þetta þýðir að íslenska ríkið verður af 300 milljörðum króna vegna þess að ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ákvað að semja við kröfuhafa um stöðugleikaframlög í staðinn fyrir að leggja á stöðugleikaskatt. Og á sama tíma og ríkissjóður sér á eftir þessum 300 milljörðum hagnast íslensku hrægammarnir um sömu fjárhæð. Hver er forgangsröð þessarar ríkisstjórnar og hverjir eru eiginlega þessir hrægammar? Upplýsing á því er nauðsynleg og myndi skýra margt.Flétta hrægammanna fullkomnuð En þar með er ekki öll sagan sögð, endataflið er eftir. Þegar íslenska ríkið er búið að taka við stöðugleikaframlagi íslensku hrægammanna verður gjaldeyrisútboð hjá Seðlabankanum. Þar gefst þeim tækifæri á því að skipta út þeim krónueignum sem þeir eiga eftir þennan 300 milljarða „stöðugleikastyrk“ ríkisstjórnarinnar og fá í staðinn gjaldeyrisvarasjóð Íslands sem mun þá að öllum líkindum enda í skattaskjólum. Í kjölfarið á svo miklu útstreymi gjaldeyris má búast við að krónan falli umtalsvert og þá minnkar kaupmáttur almennings enn á ný og skuldir hækka í verðbólguskotinu sem fylgir. Og þegar gjaldeyrishöftum verður endanlega aflétt er fléttan fullkomnuð því þá koma hrægammarnir beint úr skattaskjólunum með sinn sterka gjaldeyri gagnvart veikri krónu. Aðstöðumunurinn mun þá enn og aftur veita þeim forgengi að íslensku samfélagi, þ.m.t. talið ríkisbönkunum sem þá verða til sölu. Kannast einhver við uppskriftina? Skyldu þetta vera stóru málin sem ríkisstjórnin þarf að klára? Hin stóra flétta hrægammastjórnarinnar?
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun