Vilja vita hvenær verður kosið: „Ég þekki fólk sem ætlar að gifta sig í haust“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. apríl 2016 16:20 Óttarr Proppé vísir/stefán Ítrekað var kallað eftir því á þingi í dag að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, legði fram málaskrá sína sem og að settur yrði kjördagur á þingkosningar sem forystumenn stjórnarflokkanna segja að fari fram í haust. Þannig var fundarstjórn forseta rædd í um hálftíma áður en dagskrá þingsins hófst með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Undir liðnum fundarstjórn komu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu, og sumir oftar en einu sinni, og kölluðu eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. Fyrsta fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnum kom síðan frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og var beint til forsætisráðherra, sem á reyndar afmæli í dag. Árni Páll spurði afmælisbarnið út í málaskrá ríkisstjórnarinnar og hvort að ekki væri samstaða innan stjórnarflokkanna um hvaða mál ætti að setja á oddinn. Sigurður Ingi svaraði spurningu þingmannsins ekki beint en sagði þó að hann myndi funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins, síðar í dag til að fara yfir stöðu mála og svo funda með stjórnarandstöðunni á föstudag. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, beindi einnig fyrirspurn til Sigurðar Inga og spurði hann út í fyrirhugaðan kjördag í haust. „Þá er ég ekki bara að hugsa um upp á skipulagningu þingsins og alls ekki skipulagningu stjórnmálaflokkanna eða pólitíkusa. Ég þekki fólk sem ætlar að gifta sig í haust og hefur bara áhuga á að vita hvernig haustið verður. Þannig að ég held að allir séu bara að bíða í ofvæni eftir dagsetningu á þessu langa hausti,“ sagði Óttarr. Sigurður Ingi sagðist hafa fullan skilning á væntingum fólks og plönum: „Ég stóð nú reyndar sjálfur í því að gifta mig sumarið 2009 og fékk að vita það þegar ég var í brúðkaupsferðinni að það væri ekki þing því það var nú ekki upplýst þá hvað gerðist á morgun þannig að ég hef fullan skilning á slíkum sjónarmiðum og við ætlum okkur að fara yfir þessi mál og tek bara undir með þingmanninum um mikilvægi þess að það verði skipulagt bæði verkefnin sem menn ætla að fara í og tíminn sem menn áætla sér í þau verkefni svo það gangi upp,“ sagði forsætisráðherra. Hvenær kosningar verða nákvæmlega er því enn óljóst og þá liggur enginn formlegur málalisti frá ríkisstjórninni fyrir en ef marka má orð þeirra Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í fjölmiðlum og á þingi er afnám hafta forgangsmál númer eitt en heilbrigðismál og húsnæðismál virðast einnig vera ofarlega á listanum. Alþingi Tengdar fréttir Hörð barátta um kosningar á Alþingi Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaðar alþingiskosningar í haust. Stjórnarandstöðu var mikið niðri fyrir og lýsti óánægju sinni á funheitum þingfundi í gær. Ekki óeðlilegt að kallað sé eftir dagsetningu, að mati stjórnarþingman 13. apríl 2016 07:00 Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Ítrekað var kallað eftir því á þingi í dag að ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar, forsætisráðherra, legði fram málaskrá sína sem og að settur yrði kjördagur á þingkosningar sem forystumenn stjórnarflokkanna segja að fari fram í haust. Þannig var fundarstjórn forseta rædd í um hálftíma áður en dagskrá þingsins hófst með óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Undir liðnum fundarstjórn komu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu, og sumir oftar en einu sinni, og kölluðu eftir málaskrá ríkisstjórnarinnar og kjördegi. Fyrsta fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnum kom síðan frá Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, og var beint til forsætisráðherra, sem á reyndar afmæli í dag. Árni Páll spurði afmælisbarnið út í málaskrá ríkisstjórnarinnar og hvort að ekki væri samstaða innan stjórnarflokkanna um hvaða mál ætti að setja á oddinn. Sigurður Ingi svaraði spurningu þingmannsins ekki beint en sagði þó að hann myndi funda með Einari K. Guðfinnssyni, forseta þingsins, síðar í dag til að fara yfir stöðu mála og svo funda með stjórnarandstöðunni á föstudag. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, beindi einnig fyrirspurn til Sigurðar Inga og spurði hann út í fyrirhugaðan kjördag í haust. „Þá er ég ekki bara að hugsa um upp á skipulagningu þingsins og alls ekki skipulagningu stjórnmálaflokkanna eða pólitíkusa. Ég þekki fólk sem ætlar að gifta sig í haust og hefur bara áhuga á að vita hvernig haustið verður. Þannig að ég held að allir séu bara að bíða í ofvæni eftir dagsetningu á þessu langa hausti,“ sagði Óttarr. Sigurður Ingi sagðist hafa fullan skilning á væntingum fólks og plönum: „Ég stóð nú reyndar sjálfur í því að gifta mig sumarið 2009 og fékk að vita það þegar ég var í brúðkaupsferðinni að það væri ekki þing því það var nú ekki upplýst þá hvað gerðist á morgun þannig að ég hef fullan skilning á slíkum sjónarmiðum og við ætlum okkur að fara yfir þessi mál og tek bara undir með þingmanninum um mikilvægi þess að það verði skipulagt bæði verkefnin sem menn ætla að fara í og tíminn sem menn áætla sér í þau verkefni svo það gangi upp,“ sagði forsætisráðherra. Hvenær kosningar verða nákvæmlega er því enn óljóst og þá liggur enginn formlegur málalisti frá ríkisstjórninni fyrir en ef marka má orð þeirra Sigurðar Inga og Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, í fjölmiðlum og á þingi er afnám hafta forgangsmál númer eitt en heilbrigðismál og húsnæðismál virðast einnig vera ofarlega á listanum.
Alþingi Tengdar fréttir Hörð barátta um kosningar á Alþingi Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaðar alþingiskosningar í haust. Stjórnarandstöðu var mikið niðri fyrir og lýsti óánægju sinni á funheitum þingfundi í gær. Ekki óeðlilegt að kallað sé eftir dagsetningu, að mati stjórnarþingman 13. apríl 2016 07:00 Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Fleiri fréttir Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Sjá meira
Hörð barátta um kosningar á Alþingi Ekki er komin tímasetning á fyrirhugaðar alþingiskosningar í haust. Stjórnarandstöðu var mikið niðri fyrir og lýsti óánægju sinni á funheitum þingfundi í gær. Ekki óeðlilegt að kallað sé eftir dagsetningu, að mati stjórnarþingman 13. apríl 2016 07:00
Ekki til umræðu á milli stjórnarflokkanna að afnema verðtryggingu fyrir kosningar Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ágæta samstöðu í ríkisstjórn um meginþorra þeirra mála sem þarf að klára. 16. apríl 2016 17:59