Reykjanesskaginn, rafvæðing og ásýnd hans í framtíðinni Örn Þorvaldsson skrifar 21. apríl 2016 07:00 Grein þessi fjallar um fyrirætlanir Landsnets, byggingu nýrrar loftlínu, Suðurnesjalínu 2 220kV (SN2), og spennuhækkun í framhaldi af því á Reykjanesi í 220kV, en núverandi kerfi er 132kV. Umræðan hefur snúist um val á milli 220kV loftlínu eða 132kV jarðstrengs og hver hin raunverulega þörf sé. Ef 220kV loftlína verður fyrir valinu þá munu Íslendingar sitja uppi með tvær 220kV háspennulínur út og þvert yfir Reykjanesið um alla framtíð, sjá meðfylgjandi mynd. Raforkuframleiðslan í dag á Reykjanesi Í dag nemur raforkuframleiðsla á Reykjanesi í heild 150MW, Reykjanesvirkjun: 90 MW, og Svartsengi: 60MW. Þessi 150MW fara eftir Fitjalínu 1 (MF1) til Fitja, 40MW eru notuð í Reykjanesbæ, m.a. fyrir flugvöll og iðnað í Helguvík, 110MW fara svo eftir Suðurnesjalínu 1 (SN1) til Hamraness í Hafnarfirði. Meginhugsun Landsnets með SN2 220kV (flutningsgeta 600MW (690MVA)) er að hún verði varalína fyrir SN1 og MF1 132kV en flutningsgeta þeirra er 200MW. SN2 er til að auka rekstraröryggi virkjana og notenda á Suðurnesjum í bilanatilfellum, sökum áfoks, áflugs, hraunrennslis og mannlegra mistaka. Landsnet hefur upplýst að SN2 sé ekki hugsuð fyrir álver eða aðra stóriðju, heldur til almennra nota. Áætlað er að reka SN2 á 132kV til að byrja með. Eftir byggingu SN2 árið 2020 verður flutningur á SN 1 og 2 hvorri fyrir sig um 50MW, flutt til Hamraness, þegar almenn aukning og þrjú kísilver (105MW) verða komin í Helguvík verður hann um 10MW og árið 2100 verður flutningurinn aftur orðinn um það bil 50MW, sá sami og í dag, en þá væri hann til Reykjanesbæjar. Af þessu er ljóst að fyrst og fremst er þörf fyrir SN2 sem varalínu. Jarðstrengur 132kV og með 170MW flutningsgetu myndi því henta mjög vel, hann væri rekinn á 0% - 30% álagi út sinn líftíma og ending hans yrði góð. Raforkuframleiðsla á Reykjanesi í framtíðinni. Í því sambandi vil ég benda á grein: Gunnlaugs H. Jónssonar eðlisfræðings og fyrrverandi starfsmanns Orkustofnunar í Vísi, Rammaáætlun út af sporinu, 13 ágúst 2015. Stækkun flutningskerfisins til Reykjanes - besti valkostur Miðað við 1,5% aukningu raforkunotkunar á Reykjanesi (1,5% er árleg aukning samkvæmt kerfisáætlun LN) og þrjú kísilver yrði notkunin á Reykjanesi árið 2070 190MW (85MW almenn notkun og stóriðja 105MW), mesti flutningur um línurnar þrjár í bilanatilfellum væri 150MW. Besti valkostur til stækkunar raforkukerfisins á Reykjanesi yrði því með SN2 sem 132kV jarðstreng með 170MW flutningsgetu (lögð til Rauðamels 28 km). Árin 2060 - 2070 mætti svo leggja annan jarðstreng samhliða Fitjalínu 1 (milli Rauðamels og Fitja 5-6 km). Það væri ráðstöfun sem entist til ársins 2090 en þá væri komið að endurnýjun SN2 sem þá yrði lögð til Fitja eða Rauðamels eftir framleiðslu og orkunotkun. Síðar má svo bæta SN3 við sem mundi svo endast í önnur 25 ár o.s.frv. Þörfin til stækkunar í 220kV línu og 2-3 220kV tengivirki fram til þess tíma væri því engin. Aukin raforkuframleiðsla á Reykjanesi (sól-vindur-gufa-sjávarföll) myndu styrkja þetta fyrirkomulag og tryggja rekstraröryggi N-1 tengingar Landsnets enn frekar. Til stuðnings tillögu minni „besti valkostur“ á uppbyggingu raforkukerfisins á 132kV, þá vil ég benda á að á næstkomandi áratugum eru næg tækifæri til uppbyggingar kerfisins á 220kV, þegar endurnýjunar gamalla lína væri þörf: árið -2070 SN1 og MF1 (bygging 2. kynslóðar)-2090 SN2 (bygging 2. kynslóðar)-2140 SN1 og MF1 (bygging 3. kynslóðar). Samlíkingar til stuðnings – bestu valkostir - Reykjanesbær mun nota 225MW árið 2090 (120MW almenn notkun og stóriðja 105MW) skv. kerfisáætlun Landsnets. Fjórir 132kV 170 MW jarðstrengir (tveir frá Hamranesi og tveir frá Rauðamel) væru þá komnir þangað skv. mínum valkosti og myndu fullnægja þáverandi þörf. Landsvæðið milli Hafnarfjarðar og Helguvíkur er um 40 km á lengd. - Höfuðborgarsvæðið tekur í heildina 225MW í dag og er með fimm 132kV, 120 - 150MW jarðstrengi. Höfuðborgarsvæðið teygir sig í um 40 km og er því álíka stórt og Reykjanessvæðið. - Á Reykjanesi búa 15 þús. manns og nota 40MW í dag og árið 2090 munu væntanlega búa þar um 45 þús. manns, þá yrði heildarnotkun þar með stærri iðnaði um 225MW. - Á höfuðborgarsvæðinu búa 200 þús. manns með ýmsan iðnað og atvinnustarfsemi og nota í dag um 225MW - Þegar raforkukerfið til Reykjanesbæjar árið 2090 væri orðnir fjórir jarðstrengir skv. mínum áætlunum, þá væri það ekki eins viðkvæmt fyrir ákomu eins og einfaldur þríhyrningur, tvær samhliða línur út Reykjanesskagann líkt og Landsnet ætlar sér að gera með 220kV línum og 220kV kerfi. Fullyrðingar forráðamanna Landsnets í fjölmiðlum og athugasemdir við þær Forráðamenn Landsnets fullyrða að flutningsgeta Suðurnesjalínu 1 sé ekki fullnægjandi hún sé full lestuð í dag og þess vegna sé þörf á SN2 (220kV). Svar mitt er: Suðurnesjalína 1 (132kV) er 50-60% lestuð í dag, álagið er rúmlega 100MW af 200MW flutningsgetu hennar. Suðurnesjalína 1 er 25 ára og reksturinn hefur gengið vel. Álag á henni fer minnkandi á næstu árum með aukinni notkun á Reykjanesi. Í þessari fullyrðingu gæti Landsnet verið að vitna til tengingarinnar inn í Hamranesið sem er of veik. Hana þarf að stækka með nýjum jarðstreng inn í tengivirkið og þá að sjálfsögðu að leggja hann vestur fyrir byggðina í Hafnarfirði út í Kapelluhraunið um 5 km. Þetta er einfalt að gera með SN 1 í rekstri, þar sem að varaleiðir inn í tengivirkið eru til nú þegar. Einnig fullyrðir Landsnet; að afhendingaröryggi sé ófullnægjandi og þess vegna sé þörf á að byggja Suðurnesjalínu 2 sem 220kV línu. Svar mitt er: að fyrri hluti setningarinnar er réttur en seinni hlutinn um að SN2 þurfi að vera 220kV er kolrangur. Landsnet fullyrðir einnig; að það valdi meiri skemmdum á hrauninu að leggja Suðurnesjalínu 2 sem jarðstreng en háspennulínu. Svar mitt er: að SN2, 220kV, lögð sem háspennulína, hún á að krækja suður fyrir byggð í Hafnarfirði og fara vestur eftir Reykjanesinu með vinkilbeygju til Rauðamels alls 32,4 km. Línunni fylgir uppbyggður línuvegur með hliðarslóðum og kranaplani við hvert línumastur, sem verða alls 100 talsins. Jarðstrengur sem lægi beint frá Hamranesi með línuvegi Suðurnesjalínu 1 (norðanverðum) og með vegum sunnan Voga stystu leið til Rauðamels yrði alls 28km. Jarðstrengur lagður þessa leið ylli engum umhverfisspjöllum. Lagning jarðstrengsins er einföld aðgerð. Suðurnesjalína 1 yrði síðan sett í jörð samhliða SN2, vestur fyrir byggð í HF eins og áður segir. Landsnet ætti fyrir löngu að vera byrjað að leggja jarðstrengi út fyrir byggð, frá Hamranesi eins og Hamraneslínur 1 og 2 og Búrfellslínu 3. Hamranesvirkið er innitengivirki, eitt það stærsta og besta í eigu Landsnets og hugsað til að vera inni í byggð. Ísallínurnar 1 og 2 væru látnar halda sér á meðan álverið er starfrækt í Straumsvík. Landsnet býður alltaf upp á nýjar línur og ný tengivirki á nýjum stöðum eins og í Búrfellshrauni ofan vatnsbóls höfuðborgarinnar, við Hrauntungur og á Sandskeiði. Fólk spyr sig; hvað ræður ferðinni hjá þessu fyrirtæki? Ég tel að Hamraneslínur 1 og 2 (í Heiðmörkinni) eigi að standa áfram út sinn líftíma í 25 ár, þá yrði lagður jarðstrengur að Geithálsi. Um Reykjavík liggja 132kV jarðstrengir 50-60 kílómetra. Línur hafa verið styttar á réttum tíma af Landsvirkjun í takt við stækkun borgarinnar. Línur Landsnets á Reykjanesi núverandi sem nýjar, núverandi línur má betur sjá á heimasíðu LN á forsíðu „Heildarflutningur núna“. MYND/Verkfræðistofan Efla Kostnaður við að breyta í 220kV á Reykjanesinu næmi milljörðum Áætlaður heildarkostnaður Reykjaneshluta Suðvesturlínu verkefnisins er 3 milljarðar. 0,75 milljarðar er verð á 220kV háspennulínu og á 1,25 milljarðar er áætlað verð á 132kV jarðstreng (sem ekki hefur verið boðinn út enn). 3 milljarðar - 1,25 milljarðar = 1,75 milljarðar (verð á 2-3 tengivirkjum, stækkun í 220kV greitt árið 2040) + 0,3 milljarðar (eignarnámsbætur sem metnar hafa verið á hluta línuleiðarinnar, greiddar 2020) um 2,05 milljarðar alls 5,8 milljarðar (2,0% vextir + upphafleg upphæð 1,75 milljarðar í 50 ár = 4,6 milljarðar + sama af 0,3 miljarðar í 70 ár 1,2 m) verðbólga ekki tekin með. Þetta væri hrein eign Landsnets eftir 70 ár. Flestir ferðamenn koma til landsins vegna óspilltrar náttúru! Ég hef reynt að leggja mat á tilfinningaleg verðmæti, útlit Reykjanesskagans, anddyri Íslands og fyrstu upplifun af landinu og fundið út að ef hver ferðamaður greiddi 25 kr. x 1,3 milljón (fjöldi ferðamanna) = 32,5 miljónir (á ári) væru það 4,3 milljarðar (með 2% vöxtum og vaxtavöxtum í 70 ár) alls væri þetta tvennt: 10,1 milljarður hrein eign þjóðarinnar eftir 70 ár ef að 132 kílóvoltin væru notuð áfram á Reykjanesi í stað þess að breyta í 220kV! Heimildir eru af heimasíðu Landsnets: vegna jarðstrengs og lagningar hans til Stakks uppfærðar miðað við SN2, vegna vegslóða, jarðvinnu og undirstaða og útboðs í möstur SN2 auk heildarverðs og tilboðs í þrjú tengivirki á Norðurlandi. Afstaða annarra þjóða, tækniþróun og umhverfið Frakkar hafa stækkað sitt raforkukerfi og tvöfaldað það með jarðstrengjum. Danir leggja allt nýtt 132kV – 400kV í jörð og fjarlægja gamlar línur á lægri spennum. Þeir ætla að vera búnir að hreinsa til árið 2030 og bjóða okkur að heimsækja sig í fallega Danmörku þá. Bretar taka niður stórar háspennulínur úr þjóðgörðum og á fallegum svæðum í Englandi og Wales og leggja þær þess í stað í jörð. Jarðstrengir eru í mikilli þróun, sem leitt hefur af sér bætt einangrunargildi, þjálli strengi, aukna varmaleiðni frá leiðara til umhverfis og minni launaflsmyndun í þeim, auk mun lægra verðs. Notkun jarðstrengja er því hagkvæm og vistvæn aðgerð sem veldur ekki deilum við þjóðina. Öfgar raforkufyrirtækjanna í lín lögnum eru ekkert nýnæmi, það eru til línur á landinu sem hugsaðar voru fyrir álver og gætu borið alla raforkuframleiðslu á landinu, en eru reknar á 15% álagi í dag, þær eru ekki til að hrósa sér af. 220kV háspennulína og 220kV spennuhækkun á Reykjanesi spillir stórfenglegri náttúru og skaðar umhverfið með aukinni kolefnismengun og stærra vistspori á Íslandi á sama tíma og nauðsynlegt er að draga úr mengun vegna hlýnunar jarðar. Háspennulínur rýra ásýnd Reykjanesskagans og Íslands til frambúðar, eru náttúruspjöll sem verða ekki aftur tekin! Lokaorð Undirritaður hefur ítrekað sent Landsneti fyrirspurnir varðandi framtíðarrekstur raforkukerfisins á Reykjanesi, uppbyggingu kerfisins þar, niðurstöður kerfisrannsókna, kostnað við háspennulínu annars vegar og jarðstreng hins vegar og kolefnisspor hvors tveggja auk spurninga um hækkað raforkuverð vegna SN2, en ekki fengið viðhlítandi svör. Höfundur er rafiðnaðarmaður, með mikla reynslu af störfum á flutningssviði raforku. Hann er fyrrverandi starfsmaður Landsvirkjunar og Landsnets við uppbyggingu, viðhald, stjórnun og eftirlit raforkukerfis í 35 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Grein þessi fjallar um fyrirætlanir Landsnets, byggingu nýrrar loftlínu, Suðurnesjalínu 2 220kV (SN2), og spennuhækkun í framhaldi af því á Reykjanesi í 220kV, en núverandi kerfi er 132kV. Umræðan hefur snúist um val á milli 220kV loftlínu eða 132kV jarðstrengs og hver hin raunverulega þörf sé. Ef 220kV loftlína verður fyrir valinu þá munu Íslendingar sitja uppi með tvær 220kV háspennulínur út og þvert yfir Reykjanesið um alla framtíð, sjá meðfylgjandi mynd. Raforkuframleiðslan í dag á Reykjanesi Í dag nemur raforkuframleiðsla á Reykjanesi í heild 150MW, Reykjanesvirkjun: 90 MW, og Svartsengi: 60MW. Þessi 150MW fara eftir Fitjalínu 1 (MF1) til Fitja, 40MW eru notuð í Reykjanesbæ, m.a. fyrir flugvöll og iðnað í Helguvík, 110MW fara svo eftir Suðurnesjalínu 1 (SN1) til Hamraness í Hafnarfirði. Meginhugsun Landsnets með SN2 220kV (flutningsgeta 600MW (690MVA)) er að hún verði varalína fyrir SN1 og MF1 132kV en flutningsgeta þeirra er 200MW. SN2 er til að auka rekstraröryggi virkjana og notenda á Suðurnesjum í bilanatilfellum, sökum áfoks, áflugs, hraunrennslis og mannlegra mistaka. Landsnet hefur upplýst að SN2 sé ekki hugsuð fyrir álver eða aðra stóriðju, heldur til almennra nota. Áætlað er að reka SN2 á 132kV til að byrja með. Eftir byggingu SN2 árið 2020 verður flutningur á SN 1 og 2 hvorri fyrir sig um 50MW, flutt til Hamraness, þegar almenn aukning og þrjú kísilver (105MW) verða komin í Helguvík verður hann um 10MW og árið 2100 verður flutningurinn aftur orðinn um það bil 50MW, sá sami og í dag, en þá væri hann til Reykjanesbæjar. Af þessu er ljóst að fyrst og fremst er þörf fyrir SN2 sem varalínu. Jarðstrengur 132kV og með 170MW flutningsgetu myndi því henta mjög vel, hann væri rekinn á 0% - 30% álagi út sinn líftíma og ending hans yrði góð. Raforkuframleiðsla á Reykjanesi í framtíðinni. Í því sambandi vil ég benda á grein: Gunnlaugs H. Jónssonar eðlisfræðings og fyrrverandi starfsmanns Orkustofnunar í Vísi, Rammaáætlun út af sporinu, 13 ágúst 2015. Stækkun flutningskerfisins til Reykjanes - besti valkostur Miðað við 1,5% aukningu raforkunotkunar á Reykjanesi (1,5% er árleg aukning samkvæmt kerfisáætlun LN) og þrjú kísilver yrði notkunin á Reykjanesi árið 2070 190MW (85MW almenn notkun og stóriðja 105MW), mesti flutningur um línurnar þrjár í bilanatilfellum væri 150MW. Besti valkostur til stækkunar raforkukerfisins á Reykjanesi yrði því með SN2 sem 132kV jarðstreng með 170MW flutningsgetu (lögð til Rauðamels 28 km). Árin 2060 - 2070 mætti svo leggja annan jarðstreng samhliða Fitjalínu 1 (milli Rauðamels og Fitja 5-6 km). Það væri ráðstöfun sem entist til ársins 2090 en þá væri komið að endurnýjun SN2 sem þá yrði lögð til Fitja eða Rauðamels eftir framleiðslu og orkunotkun. Síðar má svo bæta SN3 við sem mundi svo endast í önnur 25 ár o.s.frv. Þörfin til stækkunar í 220kV línu og 2-3 220kV tengivirki fram til þess tíma væri því engin. Aukin raforkuframleiðsla á Reykjanesi (sól-vindur-gufa-sjávarföll) myndu styrkja þetta fyrirkomulag og tryggja rekstraröryggi N-1 tengingar Landsnets enn frekar. Til stuðnings tillögu minni „besti valkostur“ á uppbyggingu raforkukerfisins á 132kV, þá vil ég benda á að á næstkomandi áratugum eru næg tækifæri til uppbyggingar kerfisins á 220kV, þegar endurnýjunar gamalla lína væri þörf: árið -2070 SN1 og MF1 (bygging 2. kynslóðar)-2090 SN2 (bygging 2. kynslóðar)-2140 SN1 og MF1 (bygging 3. kynslóðar). Samlíkingar til stuðnings – bestu valkostir - Reykjanesbær mun nota 225MW árið 2090 (120MW almenn notkun og stóriðja 105MW) skv. kerfisáætlun Landsnets. Fjórir 132kV 170 MW jarðstrengir (tveir frá Hamranesi og tveir frá Rauðamel) væru þá komnir þangað skv. mínum valkosti og myndu fullnægja þáverandi þörf. Landsvæðið milli Hafnarfjarðar og Helguvíkur er um 40 km á lengd. - Höfuðborgarsvæðið tekur í heildina 225MW í dag og er með fimm 132kV, 120 - 150MW jarðstrengi. Höfuðborgarsvæðið teygir sig í um 40 km og er því álíka stórt og Reykjanessvæðið. - Á Reykjanesi búa 15 þús. manns og nota 40MW í dag og árið 2090 munu væntanlega búa þar um 45 þús. manns, þá yrði heildarnotkun þar með stærri iðnaði um 225MW. - Á höfuðborgarsvæðinu búa 200 þús. manns með ýmsan iðnað og atvinnustarfsemi og nota í dag um 225MW - Þegar raforkukerfið til Reykjanesbæjar árið 2090 væri orðnir fjórir jarðstrengir skv. mínum áætlunum, þá væri það ekki eins viðkvæmt fyrir ákomu eins og einfaldur þríhyrningur, tvær samhliða línur út Reykjanesskagann líkt og Landsnet ætlar sér að gera með 220kV línum og 220kV kerfi. Fullyrðingar forráðamanna Landsnets í fjölmiðlum og athugasemdir við þær Forráðamenn Landsnets fullyrða að flutningsgeta Suðurnesjalínu 1 sé ekki fullnægjandi hún sé full lestuð í dag og þess vegna sé þörf á SN2 (220kV). Svar mitt er: Suðurnesjalína 1 (132kV) er 50-60% lestuð í dag, álagið er rúmlega 100MW af 200MW flutningsgetu hennar. Suðurnesjalína 1 er 25 ára og reksturinn hefur gengið vel. Álag á henni fer minnkandi á næstu árum með aukinni notkun á Reykjanesi. Í þessari fullyrðingu gæti Landsnet verið að vitna til tengingarinnar inn í Hamranesið sem er of veik. Hana þarf að stækka með nýjum jarðstreng inn í tengivirkið og þá að sjálfsögðu að leggja hann vestur fyrir byggðina í Hafnarfirði út í Kapelluhraunið um 5 km. Þetta er einfalt að gera með SN 1 í rekstri, þar sem að varaleiðir inn í tengivirkið eru til nú þegar. Einnig fullyrðir Landsnet; að afhendingaröryggi sé ófullnægjandi og þess vegna sé þörf á að byggja Suðurnesjalínu 2 sem 220kV línu. Svar mitt er: að fyrri hluti setningarinnar er réttur en seinni hlutinn um að SN2 þurfi að vera 220kV er kolrangur. Landsnet fullyrðir einnig; að það valdi meiri skemmdum á hrauninu að leggja Suðurnesjalínu 2 sem jarðstreng en háspennulínu. Svar mitt er: að SN2, 220kV, lögð sem háspennulína, hún á að krækja suður fyrir byggð í Hafnarfirði og fara vestur eftir Reykjanesinu með vinkilbeygju til Rauðamels alls 32,4 km. Línunni fylgir uppbyggður línuvegur með hliðarslóðum og kranaplani við hvert línumastur, sem verða alls 100 talsins. Jarðstrengur sem lægi beint frá Hamranesi með línuvegi Suðurnesjalínu 1 (norðanverðum) og með vegum sunnan Voga stystu leið til Rauðamels yrði alls 28km. Jarðstrengur lagður þessa leið ylli engum umhverfisspjöllum. Lagning jarðstrengsins er einföld aðgerð. Suðurnesjalína 1 yrði síðan sett í jörð samhliða SN2, vestur fyrir byggð í HF eins og áður segir. Landsnet ætti fyrir löngu að vera byrjað að leggja jarðstrengi út fyrir byggð, frá Hamranesi eins og Hamraneslínur 1 og 2 og Búrfellslínu 3. Hamranesvirkið er innitengivirki, eitt það stærsta og besta í eigu Landsnets og hugsað til að vera inni í byggð. Ísallínurnar 1 og 2 væru látnar halda sér á meðan álverið er starfrækt í Straumsvík. Landsnet býður alltaf upp á nýjar línur og ný tengivirki á nýjum stöðum eins og í Búrfellshrauni ofan vatnsbóls höfuðborgarinnar, við Hrauntungur og á Sandskeiði. Fólk spyr sig; hvað ræður ferðinni hjá þessu fyrirtæki? Ég tel að Hamraneslínur 1 og 2 (í Heiðmörkinni) eigi að standa áfram út sinn líftíma í 25 ár, þá yrði lagður jarðstrengur að Geithálsi. Um Reykjavík liggja 132kV jarðstrengir 50-60 kílómetra. Línur hafa verið styttar á réttum tíma af Landsvirkjun í takt við stækkun borgarinnar. Línur Landsnets á Reykjanesi núverandi sem nýjar, núverandi línur má betur sjá á heimasíðu LN á forsíðu „Heildarflutningur núna“. MYND/Verkfræðistofan Efla Kostnaður við að breyta í 220kV á Reykjanesinu næmi milljörðum Áætlaður heildarkostnaður Reykjaneshluta Suðvesturlínu verkefnisins er 3 milljarðar. 0,75 milljarðar er verð á 220kV háspennulínu og á 1,25 milljarðar er áætlað verð á 132kV jarðstreng (sem ekki hefur verið boðinn út enn). 3 milljarðar - 1,25 milljarðar = 1,75 milljarðar (verð á 2-3 tengivirkjum, stækkun í 220kV greitt árið 2040) + 0,3 milljarðar (eignarnámsbætur sem metnar hafa verið á hluta línuleiðarinnar, greiddar 2020) um 2,05 milljarðar alls 5,8 milljarðar (2,0% vextir + upphafleg upphæð 1,75 milljarðar í 50 ár = 4,6 milljarðar + sama af 0,3 miljarðar í 70 ár 1,2 m) verðbólga ekki tekin með. Þetta væri hrein eign Landsnets eftir 70 ár. Flestir ferðamenn koma til landsins vegna óspilltrar náttúru! Ég hef reynt að leggja mat á tilfinningaleg verðmæti, útlit Reykjanesskagans, anddyri Íslands og fyrstu upplifun af landinu og fundið út að ef hver ferðamaður greiddi 25 kr. x 1,3 milljón (fjöldi ferðamanna) = 32,5 miljónir (á ári) væru það 4,3 milljarðar (með 2% vöxtum og vaxtavöxtum í 70 ár) alls væri þetta tvennt: 10,1 milljarður hrein eign þjóðarinnar eftir 70 ár ef að 132 kílóvoltin væru notuð áfram á Reykjanesi í stað þess að breyta í 220kV! Heimildir eru af heimasíðu Landsnets: vegna jarðstrengs og lagningar hans til Stakks uppfærðar miðað við SN2, vegna vegslóða, jarðvinnu og undirstaða og útboðs í möstur SN2 auk heildarverðs og tilboðs í þrjú tengivirki á Norðurlandi. Afstaða annarra þjóða, tækniþróun og umhverfið Frakkar hafa stækkað sitt raforkukerfi og tvöfaldað það með jarðstrengjum. Danir leggja allt nýtt 132kV – 400kV í jörð og fjarlægja gamlar línur á lægri spennum. Þeir ætla að vera búnir að hreinsa til árið 2030 og bjóða okkur að heimsækja sig í fallega Danmörku þá. Bretar taka niður stórar háspennulínur úr þjóðgörðum og á fallegum svæðum í Englandi og Wales og leggja þær þess í stað í jörð. Jarðstrengir eru í mikilli þróun, sem leitt hefur af sér bætt einangrunargildi, þjálli strengi, aukna varmaleiðni frá leiðara til umhverfis og minni launaflsmyndun í þeim, auk mun lægra verðs. Notkun jarðstrengja er því hagkvæm og vistvæn aðgerð sem veldur ekki deilum við þjóðina. Öfgar raforkufyrirtækjanna í lín lögnum eru ekkert nýnæmi, það eru til línur á landinu sem hugsaðar voru fyrir álver og gætu borið alla raforkuframleiðslu á landinu, en eru reknar á 15% álagi í dag, þær eru ekki til að hrósa sér af. 220kV háspennulína og 220kV spennuhækkun á Reykjanesi spillir stórfenglegri náttúru og skaðar umhverfið með aukinni kolefnismengun og stærra vistspori á Íslandi á sama tíma og nauðsynlegt er að draga úr mengun vegna hlýnunar jarðar. Háspennulínur rýra ásýnd Reykjanesskagans og Íslands til frambúðar, eru náttúruspjöll sem verða ekki aftur tekin! Lokaorð Undirritaður hefur ítrekað sent Landsneti fyrirspurnir varðandi framtíðarrekstur raforkukerfisins á Reykjanesi, uppbyggingu kerfisins þar, niðurstöður kerfisrannsókna, kostnað við háspennulínu annars vegar og jarðstreng hins vegar og kolefnisspor hvors tveggja auk spurninga um hækkað raforkuverð vegna SN2, en ekki fengið viðhlítandi svör. Höfundur er rafiðnaðarmaður, með mikla reynslu af störfum á flutningssviði raforku. Hann er fyrrverandi starfsmaður Landsvirkjunar og Landsnets við uppbyggingu, viðhald, stjórnun og eftirlit raforkukerfis í 35 ár.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun