Rússar tilbúnir til að auka olíuframleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2016 17:51 Frá blaðamannafundi olíuframleiðenda í febrúar. Alexander Novak er til hægri á myndinni. Vísir/EPA Rússar tilkynntu í dag að þeir væru tilbúnir til að auka framleiðslu olíu í áður óþekktar hæðir. Viðræður olíuríkja um að koma í veg fyrir framleiðsluaukningu mistókust nýverið og Sádi-Arabía hótaði að auka framleiðslu sína gífurlega. Yfirvöld Venesúela telja að olíuverð gæti hrunið aftur á næstu vikum, komist olíuframleiðendur ekki að samkomulagi um að draga úr framboði. Venesúela og Rússar hafa fengið aðrar þjóðir að samningaborðinu en það slitnaði upp úr viðræðum þeirra á sunnudaginn. Yfirvöld í Sádi-Arabíu neituðu að skrifa undir samkomulag um að frysta framleiðslu, nema Íran myndi einnig skrifa undir samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Yfirvöld Íran segjast staðráðin í því að auka olíuframleiðslu sína verulega eftir að viðskiptaþvinganir gegn þeim voru afnumdar í janúar. Með því vilja þeir ná þeirri markaðsstöðu sem þeir höfðu áður.Sádar hótuðu hins vegar að auka framleiðslu sína um tvær milljónir tunna á dag, eða upp í tólf milljónir. Það myndi gera Sádi-Arabíu að stærsta olíuframleiðenda heims, en Rússar framleiða nú mest af olíu. Í dag sagði Alexander Novak, orkuráðherra Rússlands, að þeir gætu einnig aukið framleiðslu í allt að þrettán milljónir tunna á dag. Nú framleiða Rússar um ellefu milljónir. Olíuverð fór niður fyrir 30 dali á tunnu í janúar, eftir að hafa verið allt að 115 dalir um mitt ár 2014. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Rússar tilkynntu í dag að þeir væru tilbúnir til að auka framleiðslu olíu í áður óþekktar hæðir. Viðræður olíuríkja um að koma í veg fyrir framleiðsluaukningu mistókust nýverið og Sádi-Arabía hótaði að auka framleiðslu sína gífurlega. Yfirvöld Venesúela telja að olíuverð gæti hrunið aftur á næstu vikum, komist olíuframleiðendur ekki að samkomulagi um að draga úr framboði. Venesúela og Rússar hafa fengið aðrar þjóðir að samningaborðinu en það slitnaði upp úr viðræðum þeirra á sunnudaginn. Yfirvöld í Sádi-Arabíu neituðu að skrifa undir samkomulag um að frysta framleiðslu, nema Íran myndi einnig skrifa undir samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Yfirvöld Íran segjast staðráðin í því að auka olíuframleiðslu sína verulega eftir að viðskiptaþvinganir gegn þeim voru afnumdar í janúar. Með því vilja þeir ná þeirri markaðsstöðu sem þeir höfðu áður.Sádar hótuðu hins vegar að auka framleiðslu sína um tvær milljónir tunna á dag, eða upp í tólf milljónir. Það myndi gera Sádi-Arabíu að stærsta olíuframleiðenda heims, en Rússar framleiða nú mest af olíu. Í dag sagði Alexander Novak, orkuráðherra Rússlands, að þeir gætu einnig aukið framleiðslu í allt að þrettán milljónir tunna á dag. Nú framleiða Rússar um ellefu milljónir. Olíuverð fór niður fyrir 30 dali á tunnu í janúar, eftir að hafa verið allt að 115 dalir um mitt ár 2014.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira