Hjólahætta Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2016 07:00 Móðir steig fram í Fréttablaðinu á þriðjudag og sagði sig og son sinn hafa verið í stórhættu í morgungöngu á Seltjarnarnesi þegar hjólreiðamaður á ógnarhraða klessti næstum á þau. Viðkomandi hafi verið á ógnarhraða og ekki ráðið við aðstæður. Gífurleg fjölgun hefur verið á hjólum í umferðinni undanfarin ár. Sem dæmi um fjölgunina nefndi formaður Hjólreiðafélags Íslands í samtali við blaðið að þúsund hafi skráð sig í Bláalónsþrautina í ár en fyrir um tuttugu árum hafi tíu tekið þátt. Engan ætti að undra. Hér eyddi meðalfjölskylda á árunum 2005-2007 rúmlega 15 prósent heimilistekna í kaup og rekstur ökutækja. Langflestir aka einir til og frá vinnu, sem ekki aðeins kostar heimilin háar fjárhæðir, heldur einnig sveitarfélögin sem þurfa að standa straum af byggingu og rekstri samgöngumannvirkja. Í kjölfar hrunsins hækkaði verð á bensíni, afborganir af lánum á sama tíma og tekjur heimilanna drógust saman. Brugðu því sífellt fleiri á það ráð að skera þennan kostnaðarlið með einhverjum hætti og leita nýrra ráða – þar á meðal að hjóla. Auk þess hafa hjólreiðar sem íþrótt notið vaxandi vinsælda undanfarið. Löggjafinn, sem og sveitarstjórnir eru venju samkvæmt lengi að taka við sér þegar slík þróun á sér stað. Samkvæmt umferðarlögum er heimilt að hjóla á gangstíg, valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamenn skulu víkja fyrir gangandi og ökuhraða skal miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Hægt er að beita sektum, sem reyndar eru hlægilega lágar, sé farið of geyst. Þessar reglur eru reyndar til endurskoðunar og sektir verða hækkaðar. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild, segir málið þó ósköp einfalt: Gangandi vegfarendur gangi alltaf fyrir á göngustígum. „Hjólreiðafólki er leyft að nota göngustíga en það þarf þá að sýna varúð og fyllstu aðgát. Racerar eiga ekkert erindi á göngustíga enda eru það ekki kappakstursbrautir.“ Flestir eru sammála um það að gangandi skuli ávallt njóta vafans. En slysin geta gerst, þrátt fyrir að enginn leggi upp með að valda tjóni eða hættu. Formaður Hjólreiðafélagsins segir að þó að hjólreiðamenn þurfi að hjóla með skynsemina í fyrirrúmi sé það þannig að þeir séu í raun hornreka bæði á götum og gangstéttum. „Í báðum tilfellum verðum við að passa að við séum ekki fyrir,“ segir Albert Jakobsson formaður félagsins. Albert, sem og margt sveitarstjórnarfólk er sammála um lausnina. Koma verði upp fleiri hjólastígum. Sveitarfélög eiga að skipuleggja borgir og bæi með þeim hætti að hjólreiðar séu raunverulegur valkostur fyrir þá sem þær kjósa. Ekki aðeins er það umhverfisvænt, hagkvæmt fyrir heimilin og heilsusamlegt, heldur er orðið ljóst að það er óhjákvæmilegt vegna öryggisástæðna. Í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er þróunin í þessa átt, þó hún sé óþarflega hæg. Því má velta upp hvort sparnaður þegar kemur að lagningu hjólastíga sé ekki dæmi um að krónu sé kastað til að spara eyri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Litlu munaði að hjólreiðamaður á miklum hraða klessti á lítið barn á göngustíg. Móðirin segir hjólaumferð alltof hraða. Lögreglan brýnir fyrir hjólreiðamönnum að þeim beri að víkja fyrir gangandi vegfarendum. 19. apríl 2016 07:00 Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Móðir steig fram í Fréttablaðinu á þriðjudag og sagði sig og son sinn hafa verið í stórhættu í morgungöngu á Seltjarnarnesi þegar hjólreiðamaður á ógnarhraða klessti næstum á þau. Viðkomandi hafi verið á ógnarhraða og ekki ráðið við aðstæður. Gífurleg fjölgun hefur verið á hjólum í umferðinni undanfarin ár. Sem dæmi um fjölgunina nefndi formaður Hjólreiðafélags Íslands í samtali við blaðið að þúsund hafi skráð sig í Bláalónsþrautina í ár en fyrir um tuttugu árum hafi tíu tekið þátt. Engan ætti að undra. Hér eyddi meðalfjölskylda á árunum 2005-2007 rúmlega 15 prósent heimilistekna í kaup og rekstur ökutækja. Langflestir aka einir til og frá vinnu, sem ekki aðeins kostar heimilin háar fjárhæðir, heldur einnig sveitarfélögin sem þurfa að standa straum af byggingu og rekstri samgöngumannvirkja. Í kjölfar hrunsins hækkaði verð á bensíni, afborganir af lánum á sama tíma og tekjur heimilanna drógust saman. Brugðu því sífellt fleiri á það ráð að skera þennan kostnaðarlið með einhverjum hætti og leita nýrra ráða – þar á meðal að hjóla. Auk þess hafa hjólreiðar sem íþrótt notið vaxandi vinsælda undanfarið. Löggjafinn, sem og sveitarstjórnir eru venju samkvæmt lengi að taka við sér þegar slík þróun á sér stað. Samkvæmt umferðarlögum er heimilt að hjóla á gangstíg, valdi það ekki gangandi vegfarendum hættu eða óþægindum. Hjólreiðamenn skulu víkja fyrir gangandi og ökuhraða skal miða við aðstæður með sérstöku tilliti til öryggis annarra. Hægt er að beita sektum, sem reyndar eru hlægilega lágar, sé farið of geyst. Þessar reglur eru reyndar til endurskoðunar og sektir verða hækkaðar. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild, segir málið þó ósköp einfalt: Gangandi vegfarendur gangi alltaf fyrir á göngustígum. „Hjólreiðafólki er leyft að nota göngustíga en það þarf þá að sýna varúð og fyllstu aðgát. Racerar eiga ekkert erindi á göngustíga enda eru það ekki kappakstursbrautir.“ Flestir eru sammála um það að gangandi skuli ávallt njóta vafans. En slysin geta gerst, þrátt fyrir að enginn leggi upp með að valda tjóni eða hættu. Formaður Hjólreiðafélagsins segir að þó að hjólreiðamenn þurfi að hjóla með skynsemina í fyrirrúmi sé það þannig að þeir séu í raun hornreka bæði á götum og gangstéttum. „Í báðum tilfellum verðum við að passa að við séum ekki fyrir,“ segir Albert Jakobsson formaður félagsins. Albert, sem og margt sveitarstjórnarfólk er sammála um lausnina. Koma verði upp fleiri hjólastígum. Sveitarfélög eiga að skipuleggja borgir og bæi með þeim hætti að hjólreiðar séu raunverulegur valkostur fyrir þá sem þær kjósa. Ekki aðeins er það umhverfisvænt, hagkvæmt fyrir heimilin og heilsusamlegt, heldur er orðið ljóst að það er óhjákvæmilegt vegna öryggisástæðna. Í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er þróunin í þessa átt, þó hún sé óþarflega hæg. Því má velta upp hvort sparnaður þegar kemur að lagningu hjólastíga sé ekki dæmi um að krónu sé kastað til að spara eyri.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. apríl
Göngustígar eru ekki kappakstursbrautir Litlu munaði að hjólreiðamaður á miklum hraða klessti á lítið barn á göngustíg. Móðirin segir hjólaumferð alltof hraða. Lögreglan brýnir fyrir hjólreiðamönnum að þeim beri að víkja fyrir gangandi vegfarendum. 19. apríl 2016 07:00
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun