Viðskipti erlent

Móðurfyrirtæki Google hagnast minna en gert var ráð fyrir

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Netrisanum Google var í fyrra skipt upp í nokkur fyrirtæki undir móðurfyrirtækinu Alphabet.
Netrisanum Google var í fyrra skipt upp í nokkur fyrirtæki undir móðurfyrirtækinu Alphabet. Vísir/epa
Tekjur Alphabet, móðurfyrirtækis Google, jukust um 17 prósent á síðasta ársfjórðungi. Það er þó minni hagnaður en greinendur höfðu gert ráð fyrir.

Alls námu tekjur félagsins um 16.47 milljörðum dollara en gert var ráð fyrir að tekjurnar yrðu 16.6 milljarðar.

Google hagnast mest á sölu auglýsinga en vöxtur í þeirri deild hefur farið dalandi að undanförnu. Hafa stjórnendur fyrirtækisins reynt að vega upp á móti því með að sækja inn á áskriftarmarkað og tölvuský en vöxtur á þeim sviðum hefur ekki tekist að vinna upp hægagang í auglýsingasölu.

Alls hagnaðist félagið um 4,2 milljarða dollara á síðasta ársfjórðungi en Framvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákært Google fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu Android-stýrikerfisins í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×