Slæmar fréttir fyrir sumarið hjá KR? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2016 10:30 Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR. Vísir/Anton KR-ingar tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum í gærkvöldi með 2-0 sigri á Víkingum í úrslitaleik í Egilshöllinni. KR-ingar hafa aftur á móti aldrei orðið Íslandsmeistarar eftir að þeir unnu deildabikarinn um vorið. Það er sjálfsögðu alltaf gott að vinna titla þótt að um undirbúningstímabil sé að ræða. Það fylgir hinsvegar sögunni að þessi einstaki titill boðar ekki gott fyrir Vesturbæjarfélagið. Þetta er í sjötta sinn sem KR verður deildabikarmeistari en félagið vann titilinn einnig 1998, 2001, 2005, 2010 og 2012. Í ekkert þessara skipta fylgdu KR-ingar þessum titli eftir með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn seinna sumarið. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-liðsins, var fyrirliði liðsins þegar KR vann deildabikarinn í síðustu tvö skipti eða 2010 og 2012. Óskar Örn Hauksson, sem skoraði bæði mörkin í úrslitleiknum í gær, lagði upp sigurmarkið fyrir fjórum árum og hann átti einnig stoðsendingu í úrslitaleiknum 2010. KR-liðið hefur ekki aðeins misst af titlinum á deildabikarmeistaraárum því liðið hefur ekki lent ofar en fjórða sætið á síðustu fjórum sumrum þar sem KR-ingar hafa unnið deildabikarinn. Besti árangurinn hjá KR á deildabikarmeistaraári var þegar liðið vann keppnina fyrst árið 1998 en KR-ingar enduðu þá í 2. sæti um haustið eftir frábæra seinni umferð. Það eru annars liðin sjö ár síðan að félag fylgdi sigri í deildabikarnum eftir með Íslandsmeistaratitli en FH-ingar voru síðastir til að ná slíkri tvennu sumarið 2009. FH vann einnig báða þessa titla 2004 og 2006. ÍA 1996 og ÍBV 1997 eru síðan hin liðin sem hafa náð að verða Íslandsmeistarar og deildabikarmeistarar á sama tímabilinu en þau unnu tvö fyrstu árin sem deildabikarinn fór fram.KR, deildameistaratitlarnir og Íslandsmótið:1998 Sigur á Val í úrslitaleik eftir vítakeppni Íslandsmótið: 2. sæti2001 Sigur á FH í úrslitaleik eftir vítakeppni Íslandsmótið: 7. sæti2005 3-2 sigur á Þrótti í úrslitaleik Íslandsmótið: 6. sæti2010 2-1 sigur á Breiðabliki í úrslitaleik Íslandsmótið: 4. sæti2012 1-0 sigur á Fram í úrslitaleik Íslandsmótið: 4. sæti2016 2-0 sigur á Víkingi í úrslitaleik Íslandsmótið: ??? Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt mark Óskars Arnar Skoraði af eigin vallarhelmingi fyrir KR gegn Víkingi í úrslitaleik Lengjubikarkeppninnar. 21. apríl 2016 20:44 Umfjöllun og viðtöl: KR - Víkingur 2-0 | Glæsimörk Óskars Arnar gerðu útslagið Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á Víking í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld en mörk Óskars voru bæði glæsileg. 21. apríl 2016 22:15 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
KR-ingar tryggðu sér sigur í Lengjubikarnum í gærkvöldi með 2-0 sigri á Víkingum í úrslitaleik í Egilshöllinni. KR-ingar hafa aftur á móti aldrei orðið Íslandsmeistarar eftir að þeir unnu deildabikarinn um vorið. Það er sjálfsögðu alltaf gott að vinna titla þótt að um undirbúningstímabil sé að ræða. Það fylgir hinsvegar sögunni að þessi einstaki titill boðar ekki gott fyrir Vesturbæjarfélagið. Þetta er í sjötta sinn sem KR verður deildabikarmeistari en félagið vann titilinn einnig 1998, 2001, 2005, 2010 og 2012. Í ekkert þessara skipta fylgdu KR-ingar þessum titli eftir með því að vinna Íslandsmeistaratitilinn seinna sumarið. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-liðsins, var fyrirliði liðsins þegar KR vann deildabikarinn í síðustu tvö skipti eða 2010 og 2012. Óskar Örn Hauksson, sem skoraði bæði mörkin í úrslitleiknum í gær, lagði upp sigurmarkið fyrir fjórum árum og hann átti einnig stoðsendingu í úrslitaleiknum 2010. KR-liðið hefur ekki aðeins misst af titlinum á deildabikarmeistaraárum því liðið hefur ekki lent ofar en fjórða sætið á síðustu fjórum sumrum þar sem KR-ingar hafa unnið deildabikarinn. Besti árangurinn hjá KR á deildabikarmeistaraári var þegar liðið vann keppnina fyrst árið 1998 en KR-ingar enduðu þá í 2. sæti um haustið eftir frábæra seinni umferð. Það eru annars liðin sjö ár síðan að félag fylgdi sigri í deildabikarnum eftir með Íslandsmeistaratitli en FH-ingar voru síðastir til að ná slíkri tvennu sumarið 2009. FH vann einnig báða þessa titla 2004 og 2006. ÍA 1996 og ÍBV 1997 eru síðan hin liðin sem hafa náð að verða Íslandsmeistarar og deildabikarmeistarar á sama tímabilinu en þau unnu tvö fyrstu árin sem deildabikarinn fór fram.KR, deildameistaratitlarnir og Íslandsmótið:1998 Sigur á Val í úrslitaleik eftir vítakeppni Íslandsmótið: 2. sæti2001 Sigur á FH í úrslitaleik eftir vítakeppni Íslandsmótið: 7. sæti2005 3-2 sigur á Þrótti í úrslitaleik Íslandsmótið: 6. sæti2010 2-1 sigur á Breiðabliki í úrslitaleik Íslandsmótið: 4. sæti2012 1-0 sigur á Fram í úrslitaleik Íslandsmótið: 4. sæti2016 2-0 sigur á Víkingi í úrslitaleik Íslandsmótið: ???
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu stórkostlegt mark Óskars Arnar Skoraði af eigin vallarhelmingi fyrir KR gegn Víkingi í úrslitaleik Lengjubikarkeppninnar. 21. apríl 2016 20:44 Umfjöllun og viðtöl: KR - Víkingur 2-0 | Glæsimörk Óskars Arnar gerðu útslagið Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á Víking í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld en mörk Óskars voru bæði glæsileg. 21. apríl 2016 22:15 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Sjá meira
Sjáðu stórkostlegt mark Óskars Arnar Skoraði af eigin vallarhelmingi fyrir KR gegn Víkingi í úrslitaleik Lengjubikarkeppninnar. 21. apríl 2016 20:44
Umfjöllun og viðtöl: KR - Víkingur 2-0 | Glæsimörk Óskars Arnar gerðu útslagið Óskar Örn Hauksson skoraði bæði mörk KR í 2-0 sigri á Víking í úrslitum Lengjubikarsins í kvöld en mörk Óskars voru bæði glæsileg. 21. apríl 2016 22:15