Fréttastofa TMZ heldur því fram að tónlistrmaðurinn Prince hafi verið lagður inn á spítala sex dögum fyrir dauða sinn eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af einhverju lyfi. Ekki er tekið fram í fréttinni hvaða efni hann á að hafa tekið. Það var fréttastofa TMZ sem greindi fyrst frá dauða Prince í gær.
Á föstudaginn fyrir viku var einkaflugvél Prince nauðlent í bænum Moline í Illinois en þá var popparinn á heimferð eftir tónleika í Atlanta í Georgíuríki. Talsmenn popparans sögðu þá að ástæðan hefði verið gífurleg flensa. Vélin var í 48 mínútna fjarlægð frá upphaflegum áfangastað þegar henni var lent.
Prince var þá færður í skyndi á spítala þar sem læknar skipuðu honum að dvelja í sólarhring. Þegar popparanum var tilkynnt að hann gæti ekki fengið herbergi útaf fyrir sig krafðist hann þess að yfirgefa staðinn og halda heim á leið. Hann yfirgaf því spítalann, þremur klukkustundum eftir að hann var fluttur þangað, þvert á skipanir lækna sem lýstu ástandi hans sem alvarlegu.
Á spítala sex dögum fyrir dauða sinn vegna of stórs lyfjaskammts

Tengdar fréttir

Prince látinn 57 ára að aldri
Tónlistarmaðurinn Prince fannst látinn á heimili sínu í Minnestota fyrir stundu.

Heimurinn syrgir Prince: „Byltingarkenndur listamaður“
Barack Obama, Justin Timberlake, Madonna og margir fleiri minnast Prince og snilligáfu hans.

Þegar Prince tók Purple Rain í grenjandi rigningu á Super Bowl: „Getið þið látið rigna meira?“
Prince lét ekki úrhellisrigningu stoppa sig þegar hann sá um hálfleikssýningu Super Bowl árið 2007.