Guðni Th enn undir feldi: „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2016 10:58 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur ekki tekið ákvörðun um hvort að hann myndi bjóða sig fram til forseta. Hann segist hafa nægan tíma til að ákveða sig en hafi þó verið kominn á fremsta hlunn með að bjóða sig fram áður en að sitjandi forseti tilkynnti um framboð sitt. Guðni Th. var gestur Heimis Más Péturssonar á Sprengisandi á Bylgjunni og var spurður að því hvort að hann myndi bjóða sig fram. „Ég vil ekki tilkynna framboð núna en auðvitað útilokar maður ekkert. Stundum hefur maður nægan tíma og þá nýtir maður þann tíma,“ svaraði Guðni Th. sem óttast ekki að muni hann bjóða sig fram takist honum ekki að safna nægum undirskrifum í tæka tíð en skila þarf undirskriftum 1.500 kosningabærra manna fyrir 20. maí. Guðni segir jafnframt að hann hafi undanfarna daga fundið fyrir miklum stuðningi og fengið fjölda af áskorunum um að fara fram, bæði frá vinum og vandamönnum en jafnframt frá ókunnugu fólki. „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram, auðvitað fyrst og fremst vinir og samherjar,“ segir Guðni. „Svo er það fólk út um allt land sem ég hef aldrei hitt áður.“Var nánast búinn að ákveða að fara fram Guðni segist nánast hafa verið búinn að taka ákvörðun um að bjóða sig fram á sunnudeginum áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um að hann myndi sækjast eftir endurkjöri. Guðni segir að við ákvörðun forseta hafi aðstæður breyst verulega. „Ég var kominn á fremsta hlunn með að láta slag standa og við höfðum rætt þetta fram og til baka,“ segir Guðni. „Það segir sig hinvegar sjálft að landslagið breytist daginn eftir þegar Ólafur tilkynnir framboð sitt. Það er meira en að segja það að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta.“ Guðni segir að erfitt sé að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, hann hafi alltaf ákveðið forskot. Bjóði hann sig fram segist hann þó ekki óttast þetta forskot Ólafs Ragnars og að áskorunin yrði skemmtileg. „Það hafa aldrei verið sagðar sögur af þeim sem ganga niður hlíðina. Það eru sagðar sögur af þeim sem sækja á brattann,“ segir Guðni. „Að vissu leyti yrði það fjörlega og meira ögrandi að hafa forseta með í slagnum.“Segir jafnvel dyggustu stuðningsmenn forseta efins um útspil hans Guðni Th. tekur ekki undir þær raddir sem líkja þaulsetu Ólafs Ragnars á forsetastóli við setu einræðisherra á borð við Lukashenko í Hvíta-Rússlandi eða Robert Mugabe í Simbabve og bendir hann á að Ólafur Ragnar hafi alltaf verið kjörinn í lýðræðislegum kosningum. Hann gerir þó athugasemdir við ákveðin látalæti í forsetanum og að hann hafi áður verið búinn að gefa út að hann myndi láta af embætti. „Það er ekkert óeðlilegt við það að sitjandi forseti bjóði sig fram til endurkjörs. Það er hinsvegar hitt að hann er búinn að segja áður að það væri fullkomnlega óeðlilegt að sitja svona lengi í embætti,“ segir Guðni og bætti við að Ólafur Ragnar hefði sagt í formlegu nýársávarpi að hann myndi láta af embætti. „Það eru þessi látalæti í honum. Árið 2012 var hægt að taka undir rök hans um að það væri vindasamt í stjórnmálum, það var Icesave og það var ESB,“ segir Guðni. „Núna er þetta ekki svona og ég finn að jafnvel dyggustu stuðningsmenn Ólafs Ragnas eru efins yfir þessu útspili.“ Guðni segir þó að fari hann fram muni ekki þurfa að hringja á vælubílinn fyrir sig. Færi hann fram myndi hann halda sína eigin kosninabaráttu án þess að einblína á Ólaf Ragnar. „Ef ég fer fram þá er þetta ekkert mál. Það þarf ekkert að hringja í vælubílinn fyrir mig. Þá er þetta bara liðin tíð. Forsetaefni sem hefur hug að því að fara í framboð hefur ekkert upp á sig að kvarta undan því sem aðrir gera. Þeir þurfa að leggja fram sína eigin sýn á embættið.“Forseti á að hlusta frekar en að tala En hvernig forseti yrði Guðni? „Mín sýn á embættið er þannig að forseti á að miðla málum þegar á þarf að halda, vera fastur fyrir þegar á þarf að halda og hlusta, frekar en að tala,“ segir Guðni. Guðni Th. var gestur Heimis Más Péturssnar á Sprengisandi á Bylgjunni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur hefur ekki tekið ákvörðun um hvort að hann myndi bjóða sig fram til forseta. Hann segist hafa nægan tíma til að ákveða sig en hafi þó verið kominn á fremsta hlunn með að bjóða sig fram áður en að sitjandi forseti tilkynnti um framboð sitt. Guðni Th. var gestur Heimis Más Péturssonar á Sprengisandi á Bylgjunni og var spurður að því hvort að hann myndi bjóða sig fram. „Ég vil ekki tilkynna framboð núna en auðvitað útilokar maður ekkert. Stundum hefur maður nægan tíma og þá nýtir maður þann tíma,“ svaraði Guðni Th. sem óttast ekki að muni hann bjóða sig fram takist honum ekki að safna nægum undirskrifum í tæka tíð en skila þarf undirskriftum 1.500 kosningabærra manna fyrir 20. maí. Guðni segir jafnframt að hann hafi undanfarna daga fundið fyrir miklum stuðningi og fengið fjölda af áskorunum um að fara fram, bæði frá vinum og vandamönnum en jafnframt frá ókunnugu fólki. „Þeir eru margir núna sem hvetja mig fram, auðvitað fyrst og fremst vinir og samherjar,“ segir Guðni. „Svo er það fólk út um allt land sem ég hef aldrei hitt áður.“Var nánast búinn að ákveða að fara fram Guðni segist nánast hafa verið búinn að taka ákvörðun um að bjóða sig fram á sunnudeginum áður en að Ólafur Ragnar tilkynnti um að hann myndi sækjast eftir endurkjöri. Guðni segir að við ákvörðun forseta hafi aðstæður breyst verulega. „Ég var kominn á fremsta hlunn með að láta slag standa og við höfðum rætt þetta fram og til baka,“ segir Guðni. „Það segir sig hinvegar sjálft að landslagið breytist daginn eftir þegar Ólafur tilkynnir framboð sitt. Það er meira en að segja það að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta.“ Guðni segir að erfitt sé að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, hann hafi alltaf ákveðið forskot. Bjóði hann sig fram segist hann þó ekki óttast þetta forskot Ólafs Ragnars og að áskorunin yrði skemmtileg. „Það hafa aldrei verið sagðar sögur af þeim sem ganga niður hlíðina. Það eru sagðar sögur af þeim sem sækja á brattann,“ segir Guðni. „Að vissu leyti yrði það fjörlega og meira ögrandi að hafa forseta með í slagnum.“Segir jafnvel dyggustu stuðningsmenn forseta efins um útspil hans Guðni Th. tekur ekki undir þær raddir sem líkja þaulsetu Ólafs Ragnars á forsetastóli við setu einræðisherra á borð við Lukashenko í Hvíta-Rússlandi eða Robert Mugabe í Simbabve og bendir hann á að Ólafur Ragnar hafi alltaf verið kjörinn í lýðræðislegum kosningum. Hann gerir þó athugasemdir við ákveðin látalæti í forsetanum og að hann hafi áður verið búinn að gefa út að hann myndi láta af embætti. „Það er ekkert óeðlilegt við það að sitjandi forseti bjóði sig fram til endurkjörs. Það er hinsvegar hitt að hann er búinn að segja áður að það væri fullkomnlega óeðlilegt að sitja svona lengi í embætti,“ segir Guðni og bætti við að Ólafur Ragnar hefði sagt í formlegu nýársávarpi að hann myndi láta af embætti. „Það eru þessi látalæti í honum. Árið 2012 var hægt að taka undir rök hans um að það væri vindasamt í stjórnmálum, það var Icesave og það var ESB,“ segir Guðni. „Núna er þetta ekki svona og ég finn að jafnvel dyggustu stuðningsmenn Ólafs Ragnas eru efins yfir þessu útspili.“ Guðni segir þó að fari hann fram muni ekki þurfa að hringja á vælubílinn fyrir sig. Færi hann fram myndi hann halda sína eigin kosninabaráttu án þess að einblína á Ólaf Ragnar. „Ef ég fer fram þá er þetta ekkert mál. Það þarf ekkert að hringja í vælubílinn fyrir mig. Þá er þetta bara liðin tíð. Forsetaefni sem hefur hug að því að fara í framboð hefur ekkert upp á sig að kvarta undan því sem aðrir gera. Þeir þurfa að leggja fram sína eigin sýn á embættið.“Forseti á að hlusta frekar en að tala En hvernig forseti yrði Guðni? „Mín sýn á embættið er þannig að forseti á að miðla málum þegar á þarf að halda, vera fastur fyrir þegar á þarf að halda og hlusta, frekar en að tala,“ segir Guðni. Guðni Th. var gestur Heimis Más Péturssnar á Sprengisandi á Bylgjunni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira