Gagnrýnir látalæti forsetans Birta Björnsdóttir skrifar 24. apríl 2016 19:30 Guðni Th. Jóhannesson, dósent í sagnfræði. Guðni Th. Jóhannesson er ekki búinn að gera upp hug sinn um hvort hann hyggist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hann var kominn á fremsta hlunn með að tilkynna um framboð sitt þegar Ólafur Ragnar Grímsson sagðist ætla gefa kost á sér til endurkjörs og þá breyttist staðan. Guðni er enn að hugsa málið. En eftir hverju er hann að bíða? Er hann að bíða eftir niðurstöðum skoðanakannana eða einfaldlega að endurmeta stöðuna? „Já ætli það megi ekki segja það sem svo að maður sé að endurmeta stöðuna. Ég ber mikla virðingu fyrir embætti forseta Íslands og það er bara allt annað að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta sem hefur reynst okkur farsællega árum saman. Það að manni þyki ekki við hæfi að hann sitji áfram getur ekki verið eina ástæða þess að maður bjóði sig fram." Guðni er gagnrýninn á ákvörðun Ólafs Ragnars. „Ég kann ekki við þessi látalæti. Að segja einu sinni að það sé fullkomlega óeðlilegt að forseti sitji þetta lengi og nota svo nýársávarp til að tilkynna um að nú sé nóg komið en venda svo sínu kvæði í kross. Ég veit að harðir stuðningsmenn hans eru efins meira að segja. En svo eru aðrir sem hugsa: „Sko sjáið þið kallinn, hvernig hann leikur á þau aftur og aftur." En þá verð ég að bæta við, ef það er þetta sem fólk vill þá þarf ég nú virkilega að hugsa minn gang því ekki gæti ég gert þetta." Guðni segir þó að hann muni ekki eyða tíma í að tala um ókosti annarra frambjóðenda ákveði hann að bjóða sig fram. „Maður hringir ekkert á vælubílinn. Maður fer að horfa fram á við og segja fólki hvað maður stendur fyrir, hvarnig maður lítur á þetta embætti og hvernig maður telur að því beri að gegna. Hitt verður bara liðin tíð. Ólafur Ragnar hefur staðið sig vel á forsetastóli en það er ekki þar með sagt að hann eigi þessvega að sitja eins lengi og hann kýs," segir Guðni.En hvernig forseti vill Guðni verða, ákveði hann að bjóða sig fram? „Ég myndi sjá fyrir mér að verða forseti sem er ekki í neinu einu liði, að fólkið í landinu finni að maður er forseti allra. „Ég er líka kóngur fyrir kommúnistana," sagði Hákon Noregskonungur einhverju sinni og það væri einhvernvegin þannig sem ég myndi sjá þetta embætti fyrir mér. Að standa utan hins pólitíska sviðs en vera tilbúinn að láta til mín taka ef á þyrfti að halda," sagði Guðni. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson er ekki búinn að gera upp hug sinn um hvort hann hyggist gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Hann var kominn á fremsta hlunn með að tilkynna um framboð sitt þegar Ólafur Ragnar Grímsson sagðist ætla gefa kost á sér til endurkjörs og þá breyttist staðan. Guðni er enn að hugsa málið. En eftir hverju er hann að bíða? Er hann að bíða eftir niðurstöðum skoðanakannana eða einfaldlega að endurmeta stöðuna? „Já ætli það megi ekki segja það sem svo að maður sé að endurmeta stöðuna. Ég ber mikla virðingu fyrir embætti forseta Íslands og það er bara allt annað að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta sem hefur reynst okkur farsællega árum saman. Það að manni þyki ekki við hæfi að hann sitji áfram getur ekki verið eina ástæða þess að maður bjóði sig fram." Guðni er gagnrýninn á ákvörðun Ólafs Ragnars. „Ég kann ekki við þessi látalæti. Að segja einu sinni að það sé fullkomlega óeðlilegt að forseti sitji þetta lengi og nota svo nýársávarp til að tilkynna um að nú sé nóg komið en venda svo sínu kvæði í kross. Ég veit að harðir stuðningsmenn hans eru efins meira að segja. En svo eru aðrir sem hugsa: „Sko sjáið þið kallinn, hvernig hann leikur á þau aftur og aftur." En þá verð ég að bæta við, ef það er þetta sem fólk vill þá þarf ég nú virkilega að hugsa minn gang því ekki gæti ég gert þetta." Guðni segir þó að hann muni ekki eyða tíma í að tala um ókosti annarra frambjóðenda ákveði hann að bjóða sig fram. „Maður hringir ekkert á vælubílinn. Maður fer að horfa fram á við og segja fólki hvað maður stendur fyrir, hvarnig maður lítur á þetta embætti og hvernig maður telur að því beri að gegna. Hitt verður bara liðin tíð. Ólafur Ragnar hefur staðið sig vel á forsetastóli en það er ekki þar með sagt að hann eigi þessvega að sitja eins lengi og hann kýs," segir Guðni.En hvernig forseti vill Guðni verða, ákveði hann að bjóða sig fram? „Ég myndi sjá fyrir mér að verða forseti sem er ekki í neinu einu liði, að fólkið í landinu finni að maður er forseti allra. „Ég er líka kóngur fyrir kommúnistana," sagði Hákon Noregskonungur einhverju sinni og það væri einhvernvegin þannig sem ég myndi sjá þetta embætti fyrir mér. Að standa utan hins pólitíska sviðs en vera tilbúinn að láta til mín taka ef á þyrfti að halda," sagði Guðni.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira