Á góðum stað fyrir EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. apríl 2016 06:00 Hrafnhildur Lúthersdóttir í lauginni í gær. Vísir/Stefán Aðeins eitt Íslandsmet var bætt í einstaklingsgrein á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug um helgina. Það á sér þó eðlilegar skýringar enda besta sundfólk Íslands búið að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og er nú í æfingum sem taka mið af því að toppa á Evrópumeistaramótinu í London í næsta mánuði. Þau Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir fengu því enga hvíld fyrir mótið um helgina. Þær tvær síðarnefndu eru þó ánægðar með afrakstur helgarinnar. „Þetta hefur verið skemmtilegt mót og ég hef náð að synda hratt. Bæði hraðar og ekki hraðar en ég bjóst við en miðað við hvar ég er stödd í mínum æfingum þá er þetta mjög fínt,“ sagði Eygló.HM gaf góð fyrirheit Anton Sveinn bætti Íslandsmet sitt í 200 m fjórsundi á laugardag en hann átti einnig stigahæsta sundið sem var í hans sterkustu grein, 200 m bringusundi. Anton Sveinn, Eygló Ósk og Hrafnhildur áttu öll tíu stigahæstu sund mótsins. Anton Sveinn og Kristinn Þórarinsson unnu fimm gullverðlaun hvor um helgina en Eygló Ósk vann sjö gull og Hrafnhildur sex. Hrafnhildur komst í úrslit í tveimur greinum á HM í Rússlandi síðasta sumar og vonast til að gera það aftur á EM. „Miðað við hvernig ég stóð mig á HM síðasta sumar, miðað við aðra Evrópubúa, þá ætti ég að standa nokkuð vel. Ég fór í úrslit í tveimur greinum á HM og því ætti ég að geta gert góða hluti á EM,“ sagði Hrafnhildur.Spennandi að fá nýja greiningu Eygló Ósk hefur unnið að því í vetur að vinna úr sundgreiningu sem hún fór í í Frakklandi í lok síðasta árs. Samkvæmt greiningunni átti hún með réttum breytingum inni miklar bætingar í sínum greinum – jafnvel heimsmetstíma. „Sami maðurinn og tók mig í greininguna mun koma til landsins í vor og þá fæ ég að vita hvort ég hafi náð að bæta tæknina. Það verður spennandi. Ég vona að mér takist að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á. Þá veit maður aldrei hvað gerist.“ Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Aðeins eitt Íslandsmet var bætt í einstaklingsgrein á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug um helgina. Það á sér þó eðlilegar skýringar enda besta sundfólk Íslands búið að ná lágmörkum fyrir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst og er nú í æfingum sem taka mið af því að toppa á Evrópumeistaramótinu í London í næsta mánuði. Þau Anton Sveinn McKee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir fengu því enga hvíld fyrir mótið um helgina. Þær tvær síðarnefndu eru þó ánægðar með afrakstur helgarinnar. „Þetta hefur verið skemmtilegt mót og ég hef náð að synda hratt. Bæði hraðar og ekki hraðar en ég bjóst við en miðað við hvar ég er stödd í mínum æfingum þá er þetta mjög fínt,“ sagði Eygló.HM gaf góð fyrirheit Anton Sveinn bætti Íslandsmet sitt í 200 m fjórsundi á laugardag en hann átti einnig stigahæsta sundið sem var í hans sterkustu grein, 200 m bringusundi. Anton Sveinn, Eygló Ósk og Hrafnhildur áttu öll tíu stigahæstu sund mótsins. Anton Sveinn og Kristinn Þórarinsson unnu fimm gullverðlaun hvor um helgina en Eygló Ósk vann sjö gull og Hrafnhildur sex. Hrafnhildur komst í úrslit í tveimur greinum á HM í Rússlandi síðasta sumar og vonast til að gera það aftur á EM. „Miðað við hvernig ég stóð mig á HM síðasta sumar, miðað við aðra Evrópubúa, þá ætti ég að standa nokkuð vel. Ég fór í úrslit í tveimur greinum á HM og því ætti ég að geta gert góða hluti á EM,“ sagði Hrafnhildur.Spennandi að fá nýja greiningu Eygló Ósk hefur unnið að því í vetur að vinna úr sundgreiningu sem hún fór í í Frakklandi í lok síðasta árs. Samkvæmt greiningunni átti hún með réttum breytingum inni miklar bætingar í sínum greinum – jafnvel heimsmetstíma. „Sami maðurinn og tók mig í greininguna mun koma til landsins í vor og þá fæ ég að vita hvort ég hafi náð að bæta tæknina. Það verður spennandi. Ég vona að mér takist að halda áfram á þeirri braut sem ég hef verið á. Þá veit maður aldrei hvað gerist.“
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira