80.000 bíla töpuð framleiðsla hjá Toyota Finnur Thorlacius skrifar 25. apríl 2016 09:50 Í Lexus verksmiðjunni í Miyata í Japan. Jarðskjálftinn stóri sem skall á Kyushu eyju í Japan þann 14. apríl hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og iðnaðarframleiðslu á eyjunni. Toyota er eitt þeirra fyrirtækja sem ekki hafa farið varhluta af því og íhlutir í bíla þeirra sem framleiddir eru á eyjunni hafa ekki borist. Toyota áætlaði skömmu eftir skjálftann að áhrif þess væri 56.000 bíla töpuð framleiðsla en nýjar tölur frá Toyota kveða á um a.m.k. 80.000 bíla. Toyota taldi í fyrstu að tapaðri framleiðslu yrði náð upp á nokkrum mánuðum en þar á bæ hefur ekki verið gefið upp hvenær henni verður náð ef það á annað borð tekst. Það myndi krefjast aukavakta í verksmiðjum þeirra og nýjum helgarvöktum og á helgidögum og er Toyota nú í viðræðum við stéttarfélög um slíkt. Toyota hefur neyðst til að leggja niður framleiðslu í nokkrum verksmiðjum sínum vegna skorts á íhutum og sumar þeirra hefja aftur framleiðslu í dag en í öðrum seinna í þessari viku. Í enn öðrum er ekki ljóst hvenær framleiðsla getur hafist aftur, meðal annars í verksmiðjum Lexus í Miyata og Motomachi nálægt upptökum skjálftans og á meðan hleðst upp töpuð framleiðsla. Um 42% af framleiðslu Toyota og Lexus í Japan er flutt til annarra landa og því mun verða skortur á Toyota og Lexus bílum víða um heim. Meðal þeirra bíla sem yfirvofandi skortur verður á er Lexus RX og NX jepparnir, sem og á Lexus GS, ES og CT hybrid fólksbílunum. Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent
Jarðskjálftinn stóri sem skall á Kyushu eyju í Japan þann 14. apríl hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og iðnaðarframleiðslu á eyjunni. Toyota er eitt þeirra fyrirtækja sem ekki hafa farið varhluta af því og íhlutir í bíla þeirra sem framleiddir eru á eyjunni hafa ekki borist. Toyota áætlaði skömmu eftir skjálftann að áhrif þess væri 56.000 bíla töpuð framleiðsla en nýjar tölur frá Toyota kveða á um a.m.k. 80.000 bíla. Toyota taldi í fyrstu að tapaðri framleiðslu yrði náð upp á nokkrum mánuðum en þar á bæ hefur ekki verið gefið upp hvenær henni verður náð ef það á annað borð tekst. Það myndi krefjast aukavakta í verksmiðjum þeirra og nýjum helgarvöktum og á helgidögum og er Toyota nú í viðræðum við stéttarfélög um slíkt. Toyota hefur neyðst til að leggja niður framleiðslu í nokkrum verksmiðjum sínum vegna skorts á íhutum og sumar þeirra hefja aftur framleiðslu í dag en í öðrum seinna í þessari viku. Í enn öðrum er ekki ljóst hvenær framleiðsla getur hafist aftur, meðal annars í verksmiðjum Lexus í Miyata og Motomachi nálægt upptökum skjálftans og á meðan hleðst upp töpuð framleiðsla. Um 42% af framleiðslu Toyota og Lexus í Japan er flutt til annarra landa og því mun verða skortur á Toyota og Lexus bílum víða um heim. Meðal þeirra bíla sem yfirvofandi skortur verður á er Lexus RX og NX jepparnir, sem og á Lexus GS, ES og CT hybrid fólksbílunum.
Mest lesið Móðan gæti orðið langvinn Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent