Framkvæmdastjóri Framsóknar og fyrrverandi ráðherra brúkuðu aflandsfélög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. apríl 2016 20:47 Finnur Ingólfsson, Hrólfur Ölvisson og Helgi S. Magnússon. vísir/pjetur/aðsend/anton Nöfn Finns Ingólfssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og ráðherra, Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, og Helga S. Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Seðlabankans, er að finna í Panama-skjölunum svokölluðu. Mennirnir þrír eiga það allir sameiginlegt að hafa verið áhrifamenn í Framsóknarflokknum. Þetta kom fram í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media sem sýnd var á RÚV í kvöld en áður hefur verið fjallað um málefni Finns á Vísi.Sjá einnig: Finnur tapaði talsverðu fé á aflandsfélaginu Adair Úr efni skjalanna má lesa að félag Finns og Helga, sem skráð var í Panama, keypti hlut í Landsbankanum með fé sem fengið var að láni frá bankanum. Þau viðskipti áttu sér stað árið 2007. Í þættinum var einnig greint frá fjölda félaga í eigu Hrólfs Ölvissonar. Sá átti til að mynda sæti í bankaráði Búnaðarbankans um svipað leiti og bankinn var einkavæddur auk þess að hafa verið stjórnarformaður Vinnumálastofnunar á árunum 1998-2008. Þáttastjórnendur röktu hvernig félag, sem var að hluta í eigu Hrólfs, færði sér félag á Tortóla í nyt til að fela fjárfestingu í dönsku félagi. Lánasamningi þess efnis var meðal annars varpað upp í Kastljósi en þar kom fram að markmiðið væri að tryggja að nafn íslenska félagsins kæmi ekki fram í tengslum við fjárfestingarnar. Hrólfur stóð einnig í viðskiptum í tengdum BM Vallá en Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi fyrirtækisins, hefur ítrekað sagt að þar hafi lög verið brotin. Í svari við fyrirspurn Kastljóss sagði Hrólfur að hann hafi upplýst Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, um viðskiptin. Málið hefur meðal annars verið gagnrýnt af þingmönnum flokksins. Úttektina í heild sinni má finna í Kastljósi kvöldsins. Panama-skjölin Tengdar fréttir Átta kallaðir fyrir þingnefnd vegna fullyrðinga Víglundar Fyrrverandi eigandi BM Vallár hefur fullyrt að lög hafi verið brotin við stofnun nýju viðskiptabankanna í kjölfar hrunsins. 9. maí 2015 17:59 Víglundur vill fjóra milljarða í bætur frá Arion banka Víglundur Þorsteinsson hefur stefnt Arion banka vegna gjaldþrots BM Vallár og vill háar skaðabætur. 16. apríl 2015 13:29 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Nöfn Finns Ingólfssonar, fyrrverandi Seðlabankastjóra og ráðherra, Hrólfs Ölvissonar, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, og Helga S. Guðmundssonar, fyrrverandi formanns bankaráðs Seðlabankans, er að finna í Panama-skjölunum svokölluðu. Mennirnir þrír eiga það allir sameiginlegt að hafa verið áhrifamenn í Framsóknarflokknum. Þetta kom fram í umfjöllun Kastljóss og Reykjavík Media sem sýnd var á RÚV í kvöld en áður hefur verið fjallað um málefni Finns á Vísi.Sjá einnig: Finnur tapaði talsverðu fé á aflandsfélaginu Adair Úr efni skjalanna má lesa að félag Finns og Helga, sem skráð var í Panama, keypti hlut í Landsbankanum með fé sem fengið var að láni frá bankanum. Þau viðskipti áttu sér stað árið 2007. Í þættinum var einnig greint frá fjölda félaga í eigu Hrólfs Ölvissonar. Sá átti til að mynda sæti í bankaráði Búnaðarbankans um svipað leiti og bankinn var einkavæddur auk þess að hafa verið stjórnarformaður Vinnumálastofnunar á árunum 1998-2008. Þáttastjórnendur röktu hvernig félag, sem var að hluta í eigu Hrólfs, færði sér félag á Tortóla í nyt til að fela fjárfestingu í dönsku félagi. Lánasamningi þess efnis var meðal annars varpað upp í Kastljósi en þar kom fram að markmiðið væri að tryggja að nafn íslenska félagsins kæmi ekki fram í tengslum við fjárfestingarnar. Hrólfur stóð einnig í viðskiptum í tengdum BM Vallá en Víglundur Þorsteinsson, fyrrum eigandi fyrirtækisins, hefur ítrekað sagt að þar hafi lög verið brotin. Í svari við fyrirspurn Kastljóss sagði Hrólfur að hann hafi upplýst Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins, um viðskiptin. Málið hefur meðal annars verið gagnrýnt af þingmönnum flokksins. Úttektina í heild sinni má finna í Kastljósi kvöldsins.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Átta kallaðir fyrir þingnefnd vegna fullyrðinga Víglundar Fyrrverandi eigandi BM Vallár hefur fullyrt að lög hafi verið brotin við stofnun nýju viðskiptabankanna í kjölfar hrunsins. 9. maí 2015 17:59 Víglundur vill fjóra milljarða í bætur frá Arion banka Víglundur Þorsteinsson hefur stefnt Arion banka vegna gjaldþrots BM Vallár og vill háar skaðabætur. 16. apríl 2015 13:29 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Sjá meira
Átta kallaðir fyrir þingnefnd vegna fullyrðinga Víglundar Fyrrverandi eigandi BM Vallár hefur fullyrt að lög hafi verið brotin við stofnun nýju viðskiptabankanna í kjölfar hrunsins. 9. maí 2015 17:59
Víglundur vill fjóra milljarða í bætur frá Arion banka Víglundur Þorsteinsson hefur stefnt Arion banka vegna gjaldþrots BM Vallár og vill háar skaðabætur. 16. apríl 2015 13:29