Tom Brady aftur í fjögurra leikja bann en sparar sér mikinn pening Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2016 15:00 Tom Brady Vísir/Getty Fjögurra leikja bann Tom Brady er nú aftur í gildi eftir Áfrýjunardómstóll úrskurðaði að NFL hafði rétt fyrir sér með því að dæma leikstjórnanda New England Patriots í bann fyrir þátttöku hans í „Deflategate". Tom Brady missir því af fyrstu fjórum leikjum New England Patriots á komandi tímabili sem hefst í september. Tom Brady er þó ekki búinn að gefast upp og mun áfrýja dómnum til hæstaréttar sem mun eiga lokaorðið í þessu máli. Það þykir þó ólíklegt að Brady sleppi við bannið. ESPN segir frá. Roger Goodell, yfirmaður NFL, dæmdi Tom Brady í fjögurra leikja bann fyrir vitneskju hans og þátttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni 2015. Tom Brady fór með málið fyrir dómstóla og vann fyrstu hrinuna sem hjálpaði honum að spila alla leiki liðsins á síðasta tímabili. Brady missir hinsvegar af leikjum á móti Arizona Cardinals, Miami Dolphins, Houston Texans og Buffalo Bills í haust. Fyrsti leikur Brady á tímabilinu verður á móti Cleveland Browns. Tom Brady græddi mikinn pening án því að taka bannið frekar út í ár en í fyrra því nýr samningur hans við New England Patriots er mjög hagstæður þegar kemur að þessu „nýja“ banni. Brady má ekki bara spila þessa fjóra leiki heldur missir hann einnig launin sín á þessum tíma. Brady gerði nýjan samning í síðasta mánuði þar sem hann fær aðeins eina milljón dollara í laun fyrir næsta tímabil en ekki níu milljónir dollara eins og hann átti að fá. Þess í stað fékk Brady 28 milljónir dollara bónusgreiðslu fyrir að gera nýjan samning og það fer ekkert framhjá neinum að nýr samningur var mótaður að þessari refsingu sem er framundan. Brady hefði misst rúmar tvær milljónir dollara, um 250 milljónir íslenskra króna, samkvæmt gamla samningnum sínum en nýi samningurinn sér til þess að hann missir aðeins 235 þúsund dollara eða um 29 milljónir íslenskar krónur. Þarna munar meira en 220 milljónum íslenska króna sem sitja eftir í vasa Tom Brady og það er nú þokkalegasta upphæð. NFL Tengdar fréttir Engum líkar við Belichick nema Brady NFL-hlauparinn DeAngelo Williams hjá Pittsburgh svaraði spurningum aðdáenda sinna á Twitter síðustu tvo daga. 17. febrúar 2016 23:00 Brady selur flestar treyjur Vinsældir leikstjórnanda New England Patriots, Tom Brady, eru miklar og þær sjást best í treyjusölu. 3. febrúar 2016 17:00 Tom Brady byrjar titilvörnina í fjögurra leikja banni Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. 12. maí 2015 08:30 Fjögurra leikja banni Tom Brady aflétt Dómari úrskurðaði í dag að leikbann Tom Brady væri ekki byggt á lögmætum forsendum og þurrkaði úr fjögurra leikja bann hans. Getur hann því tekið þátt í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburg Steelers eftir viku. 4. september 2015 06:00 Brady: Peyton fullkomnaði fótboltann Eitt stærsta íþróttaeinvígi aldarinnar hefur verið á milli leikstjórnendanna Peyton Manning og Tom Brady. Tveir af þeim bestu til að spila í NFL-deildinni. 7. mars 2016 22:30 Brady skrifaði undir risasamning Tom Brady fékk milljarða fyrir tveggja ára samning. 10. mars 2016 23:15 Brady verður 42 ára þegar nýi samningurinn hans rennur út Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í ameríska fótboltanum, er langt frá því að vera fara að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir aðe vera orðinn 38 ára gamall. 29. febrúar 2016 22:30 Það voru mistök að hella bensíni á bál Tom Brady Tom Brady átti að byrja í banni í fyrstu fjórum leikjunum í NFL-deildinni en er þess í stað búinn að vinna fyrstu tíu. 27. nóvember 2015 06:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Sjá meira
Fjögurra leikja bann Tom Brady er nú aftur í gildi eftir Áfrýjunardómstóll úrskurðaði að NFL hafði rétt fyrir sér með því að dæma leikstjórnanda New England Patriots í bann fyrir þátttöku hans í „Deflategate". Tom Brady missir því af fyrstu fjórum leikjum New England Patriots á komandi tímabili sem hefst í september. Tom Brady er þó ekki búinn að gefast upp og mun áfrýja dómnum til hæstaréttar sem mun eiga lokaorðið í þessu máli. Það þykir þó ólíklegt að Brady sleppi við bannið. ESPN segir frá. Roger Goodell, yfirmaður NFL, dæmdi Tom Brady í fjögurra leikja bann fyrir vitneskju hans og þátttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni 2015. Tom Brady fór með málið fyrir dómstóla og vann fyrstu hrinuna sem hjálpaði honum að spila alla leiki liðsins á síðasta tímabili. Brady missir hinsvegar af leikjum á móti Arizona Cardinals, Miami Dolphins, Houston Texans og Buffalo Bills í haust. Fyrsti leikur Brady á tímabilinu verður á móti Cleveland Browns. Tom Brady græddi mikinn pening án því að taka bannið frekar út í ár en í fyrra því nýr samningur hans við New England Patriots er mjög hagstæður þegar kemur að þessu „nýja“ banni. Brady má ekki bara spila þessa fjóra leiki heldur missir hann einnig launin sín á þessum tíma. Brady gerði nýjan samning í síðasta mánuði þar sem hann fær aðeins eina milljón dollara í laun fyrir næsta tímabil en ekki níu milljónir dollara eins og hann átti að fá. Þess í stað fékk Brady 28 milljónir dollara bónusgreiðslu fyrir að gera nýjan samning og það fer ekkert framhjá neinum að nýr samningur var mótaður að þessari refsingu sem er framundan. Brady hefði misst rúmar tvær milljónir dollara, um 250 milljónir íslenskra króna, samkvæmt gamla samningnum sínum en nýi samningurinn sér til þess að hann missir aðeins 235 þúsund dollara eða um 29 milljónir íslenskar krónur. Þarna munar meira en 220 milljónum íslenska króna sem sitja eftir í vasa Tom Brady og það er nú þokkalegasta upphæð.
NFL Tengdar fréttir Engum líkar við Belichick nema Brady NFL-hlauparinn DeAngelo Williams hjá Pittsburgh svaraði spurningum aðdáenda sinna á Twitter síðustu tvo daga. 17. febrúar 2016 23:00 Brady selur flestar treyjur Vinsældir leikstjórnanda New England Patriots, Tom Brady, eru miklar og þær sjást best í treyjusölu. 3. febrúar 2016 17:00 Tom Brady byrjar titilvörnina í fjögurra leikja banni Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. 12. maí 2015 08:30 Fjögurra leikja banni Tom Brady aflétt Dómari úrskurðaði í dag að leikbann Tom Brady væri ekki byggt á lögmætum forsendum og þurrkaði úr fjögurra leikja bann hans. Getur hann því tekið þátt í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburg Steelers eftir viku. 4. september 2015 06:00 Brady: Peyton fullkomnaði fótboltann Eitt stærsta íþróttaeinvígi aldarinnar hefur verið á milli leikstjórnendanna Peyton Manning og Tom Brady. Tveir af þeim bestu til að spila í NFL-deildinni. 7. mars 2016 22:30 Brady skrifaði undir risasamning Tom Brady fékk milljarða fyrir tveggja ára samning. 10. mars 2016 23:15 Brady verður 42 ára þegar nýi samningurinn hans rennur út Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í ameríska fótboltanum, er langt frá því að vera fara að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir aðe vera orðinn 38 ára gamall. 29. febrúar 2016 22:30 Það voru mistök að hella bensíni á bál Tom Brady Tom Brady átti að byrja í banni í fyrstu fjórum leikjunum í NFL-deildinni en er þess í stað búinn að vinna fyrstu tíu. 27. nóvember 2015 06:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Sjá meira
Engum líkar við Belichick nema Brady NFL-hlauparinn DeAngelo Williams hjá Pittsburgh svaraði spurningum aðdáenda sinna á Twitter síðustu tvo daga. 17. febrúar 2016 23:00
Brady selur flestar treyjur Vinsældir leikstjórnanda New England Patriots, Tom Brady, eru miklar og þær sjást best í treyjusölu. 3. febrúar 2016 17:00
Tom Brady byrjar titilvörnina í fjögurra leikja banni Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. 12. maí 2015 08:30
Fjögurra leikja banni Tom Brady aflétt Dómari úrskurðaði í dag að leikbann Tom Brady væri ekki byggt á lögmætum forsendum og þurrkaði úr fjögurra leikja bann hans. Getur hann því tekið þátt í fyrsta leik liðsins gegn Pittsburg Steelers eftir viku. 4. september 2015 06:00
Brady: Peyton fullkomnaði fótboltann Eitt stærsta íþróttaeinvígi aldarinnar hefur verið á milli leikstjórnendanna Peyton Manning og Tom Brady. Tveir af þeim bestu til að spila í NFL-deildinni. 7. mars 2016 22:30
Brady skrifaði undir risasamning Tom Brady fékk milljarða fyrir tveggja ára samning. 10. mars 2016 23:15
Brady verður 42 ára þegar nýi samningurinn hans rennur út Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots í ameríska fótboltanum, er langt frá því að vera fara að leggja skóna á hilluna þrátt fyrir aðe vera orðinn 38 ára gamall. 29. febrúar 2016 22:30
Það voru mistök að hella bensíni á bál Tom Brady Tom Brady átti að byrja í banni í fyrstu fjórum leikjunum í NFL-deildinni en er þess í stað búinn að vinna fyrstu tíu. 27. nóvember 2015 06:45