Heilbrigðisráðherra segir núverandi greiðsluþátttökukerfi óréttlátt Heimir Már Pétursson skrifar 26. apríl 2016 11:36 Heilbrigðisráðherra segir lítið réttlæti felast í flóknu greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem nú sé við lýði og feli í sér að veikasta fólki geti lent í útgjöldum upp á hrundruð þúsunda. Öryrkjabandalagið þingar í dag frumvarp ráðherrans sem felur í sér breytingar til einföldunar á kerfinu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustunni. Samkvæmt því verður sett hámark á mánaðarlegar greiðslur sjúkratryggðra, heildargreiðslur á hverju ári yrðu aldrei meiri en 95 þúsund krónur og eitthvað lægri til eldri borgara og öryrkja. Í frumvarpinu eru jafnframt ákvæði varðandi þjónustustýringu heilbrigðiskerfisins sem miða að því að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Nýja kerfið mun leiða til aukinnar greiðsluþátttöku hjá sumum hópum sem nota heilbrigðiskerfið lítið en lækka greiðslur þeirra sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda. „Við getum alveg eins spurt hversu sanngjarnt er það að greiðslukerfi heilbrigðisþjónustunnar skipti tugum. Það hefur enginn heildarsýn yfir það. Við erum með okkar veikasta fólk að lenda í mörg hundruð þúsund króna kostnaði á ári við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Það er engin sanngirni fólgin í því og það er forgangsatriði í mínum huga að leiðrétt það og bæta stöðu þessa hóps umfram aðra,“ segir Kristján Þór. Breytingarnar muni einnig fela í sér að barnafjölskyldur beri ekki kostnaðinn af nýja kerfinu. Fyrsta skrefið sé að breyta kerfinu sjálfu sem sé flókið og geti leitt til mikils kostnaðar þeirra sem þurfa mikla heilbrigðisþjónustu. „Síðan skulum við ræða næstu skref sem lúta að fjármögnun greiðsluhlutans. Það er næsti áfangi,“ segir heilbrigðisráðherra. Það er náttúrlega þannig að þegar búið er að hækka gjöld er sjaldgæft að þau lækki aftur. Er þetta ekki hækkun sem er komin til að vera? „Nei það er ekkert sjaldséð að gjöld séu lækkuð. Það er langur vegur frá. Ég minni til dæmis á að gjöld sjúklinga fyrir sérfræðiþjónustu í landinu lækkuðu frá því að vera 42 prósent af kostnaði niður í að vera 29 prósent um áramótin 2013/2014. Þannig að það eru fordæmi fyrir slíku,“ segir Kristján Þór. Öryrkjabandalagið hefur boðað til málþings um þessi mál á Nordica hótelinu í dag þar sem kynnt verður skýrsla um heilbrigðiskostnað öryrkja en bandalagið hefur lýst áhyggjum af því að kostnaður sumra þeirra muni aukast með breytingunum. „Ég hef gríðarlegar áhyggjur af því ef velferðarkerfið á íslandi er með þeim hætti að okkar veikasta fólk, okkar veikustu þegnar, eigi það á hættu í óbreyttu kerfi að lenda í hundruð þúsund króna útgjöldum. Þarna er um að ræða tíu þúsund manns í það minnsta,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segir lítið réttlæti felast í flóknu greiðsluþátttökukerfi sjúklinga sem nú sé við lýði og feli í sér að veikasta fólki geti lent í útgjöldum upp á hrundruð þúsunda. Öryrkjabandalagið þingar í dag frumvarp ráðherrans sem felur í sér breytingar til einföldunar á kerfinu. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp um nýtt greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustunni. Samkvæmt því verður sett hámark á mánaðarlegar greiðslur sjúkratryggðra, heildargreiðslur á hverju ári yrðu aldrei meiri en 95 þúsund krónur og eitthvað lægri til eldri borgara og öryrkja. Í frumvarpinu eru jafnframt ákvæði varðandi þjónustustýringu heilbrigðiskerfisins sem miða að því að heilsugæslan sé að jafnaði fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Nýja kerfið mun leiða til aukinnar greiðsluþátttöku hjá sumum hópum sem nota heilbrigðiskerfið lítið en lækka greiðslur þeirra sem þurfa mikið á heilbrigðisþjónustu að halda. „Við getum alveg eins spurt hversu sanngjarnt er það að greiðslukerfi heilbrigðisþjónustunnar skipti tugum. Það hefur enginn heildarsýn yfir það. Við erum með okkar veikasta fólk að lenda í mörg hundruð þúsund króna kostnaði á ári við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Það er engin sanngirni fólgin í því og það er forgangsatriði í mínum huga að leiðrétt það og bæta stöðu þessa hóps umfram aðra,“ segir Kristján Þór. Breytingarnar muni einnig fela í sér að barnafjölskyldur beri ekki kostnaðinn af nýja kerfinu. Fyrsta skrefið sé að breyta kerfinu sjálfu sem sé flókið og geti leitt til mikils kostnaðar þeirra sem þurfa mikla heilbrigðisþjónustu. „Síðan skulum við ræða næstu skref sem lúta að fjármögnun greiðsluhlutans. Það er næsti áfangi,“ segir heilbrigðisráðherra. Það er náttúrlega þannig að þegar búið er að hækka gjöld er sjaldgæft að þau lækki aftur. Er þetta ekki hækkun sem er komin til að vera? „Nei það er ekkert sjaldséð að gjöld séu lækkuð. Það er langur vegur frá. Ég minni til dæmis á að gjöld sjúklinga fyrir sérfræðiþjónustu í landinu lækkuðu frá því að vera 42 prósent af kostnaði niður í að vera 29 prósent um áramótin 2013/2014. Þannig að það eru fordæmi fyrir slíku,“ segir Kristján Þór. Öryrkjabandalagið hefur boðað til málþings um þessi mál á Nordica hótelinu í dag þar sem kynnt verður skýrsla um heilbrigðiskostnað öryrkja en bandalagið hefur lýst áhyggjum af því að kostnaður sumra þeirra muni aukast með breytingunum. „Ég hef gríðarlegar áhyggjur af því ef velferðarkerfið á íslandi er með þeim hætti að okkar veikasta fólk, okkar veikustu þegnar, eigi það á hættu í óbreyttu kerfi að lenda í hundruð þúsund króna útgjöldum. Þarna er um að ræða tíu þúsund manns í það minnsta,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira