Körfuboltakvöld: Hlynur Bærings var oft að hrósa honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2016 17:00 Finnur Atli Magnússon var hetja Hauka í gær þegar hann tryggði liðinu framlengingu með því að jafna metin á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma. KR hefði fagnað Íslandsmeistaratitlinum ef Finnur hefði ekki skorað úr þessu lokaskoti en Haukar unnu síðan framlenginguna og því verður fjórði leikurinn á fimmtudagskvöldið. Strákarnir í Körfuboltakvöldi fengu hetju Hauka í viðtal eftir leikinn og settist Finnur Atli Magnússon í settið við hlið þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar, Kristins Geirs Friðrikssonar og Fannars Ólafssonar. Finnur Atli ræddi við strákana í Körfuboltakvöldinu um verkefnið að dekka hinn öfluga Michael Craion sem var með 23 stig og 15 fráköst í leiknum í gær. Kristinn Jónasson og Guðni Heiðar Valentínusson skiluðu þar báðir mikilvægum mínútum. Guðni Heiðar Valentínusson átti magnaða innkomu í lok leiks, lokaði á Michael Craion, skoraði tvær frábærar körfur og náði einnig í mikilvæg fráköst. „Hann er með flogaveiki greyið strákurinn og getur því ekki æft eins mikið og við hinir. Við skiljum það alveg og hann missir af mörgum æfingum en þegar hann er að æfa þá sér maður að hann hefur alveg spilað á móti stórum og sterkum strákum," sagði Finnur Atli um Guðna. „Ef þið haldið að ég sé að sveifla olnbogum í leikjum þá ættuð þið að sjá æfingarnar hjá okkur. Við lemjum á hvorum öðrum á æfingunum. Hann kann alveg þessar hreyfingar. Hann er kannski ekki í besta forminu en það er rosalega mikilvægt að hafa svona leikmann," sagði Finnur ennfremur um óvænta innkomu Guðna í leikinn í gær. Guðni hefur reynslu af því að æfa með öflugum leikmönnum og Finnur rifjaði upp veru hans hjá Snæfelli. „Hlynur Bærings var oft að hrósa honum þegar hann gat æft,“ sagði Finnur Atli. Finnur Atli var því mjög ánægður með stóru strákana í Haukaliðinu og það má sjá allt sem hann sagði um þá í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir "Leyfið þeim bara að spila" | Umræða um dómgæslu í körfuboltakvöldinu í gær Kjartan Atli Kjartansson, Fannar Ólafsson og Kristinn Geir Friðriksson voru í Körfuboltakvöldinu í gærkvöldi sem var sent út beint frá DHL-höllinni þar sem fram fór þriðji leikur KR og Hauka í úrslitaeinvígi Domino´s deild karla. 26. apríl 2016 14:30 Ótrúlega nálægt því að skora úr miðjuskoti í jakkafötunum | Myndband Kristinn Geir Friðriksson, einn af sérfræðingum Körfuboltakvöldsins, tók þátt í Domino´s skotleiknum milli þriðja og fjórða leikhluta í leik KR og Hauka í DHL-höllinni í gærkvöldi. 26. apríl 2016 12:30 KR-ingar klikkuðu á titilleik í fyrsta sinn í 27 ár KR-ingar náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í gærkvöldi því Haukar komu í DHL-höllina og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta. 26. apríl 2016 13:00 Sjáðu magnaða flautukörfu Finns | Myndband Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu gegn KR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem venjulegur leiktími rann út. 25. apríl 2016 23:35 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 77-79 | Mögnuð endurkoma Hauka spillti sigurgleðinni Haukar opnuðu einvígið á ný með ótrúlegum tveggja stiga sigri á KR í DHL-höllinni í kvöld en KR leiðir 2-1 í úrslitaeinvíginu eftir leik kvöldsins. 25. apríl 2016 21:45 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira
Finnur Atli Magnússon var hetja Hauka í gær þegar hann tryggði liðinu framlengingu með því að jafna metin á síðustu sekúndu venjulegs leiktíma. KR hefði fagnað Íslandsmeistaratitlinum ef Finnur hefði ekki skorað úr þessu lokaskoti en Haukar unnu síðan framlenginguna og því verður fjórði leikurinn á fimmtudagskvöldið. Strákarnir í Körfuboltakvöldi fengu hetju Hauka í viðtal eftir leikinn og settist Finnur Atli Magnússon í settið við hlið þeirra Kjartans Atla Kjartanssonar, Kristins Geirs Friðrikssonar og Fannars Ólafssonar. Finnur Atli ræddi við strákana í Körfuboltakvöldinu um verkefnið að dekka hinn öfluga Michael Craion sem var með 23 stig og 15 fráköst í leiknum í gær. Kristinn Jónasson og Guðni Heiðar Valentínusson skiluðu þar báðir mikilvægum mínútum. Guðni Heiðar Valentínusson átti magnaða innkomu í lok leiks, lokaði á Michael Craion, skoraði tvær frábærar körfur og náði einnig í mikilvæg fráköst. „Hann er með flogaveiki greyið strákurinn og getur því ekki æft eins mikið og við hinir. Við skiljum það alveg og hann missir af mörgum æfingum en þegar hann er að æfa þá sér maður að hann hefur alveg spilað á móti stórum og sterkum strákum," sagði Finnur Atli um Guðna. „Ef þið haldið að ég sé að sveifla olnbogum í leikjum þá ættuð þið að sjá æfingarnar hjá okkur. Við lemjum á hvorum öðrum á æfingunum. Hann kann alveg þessar hreyfingar. Hann er kannski ekki í besta forminu en það er rosalega mikilvægt að hafa svona leikmann," sagði Finnur ennfremur um óvænta innkomu Guðna í leikinn í gær. Guðni hefur reynslu af því að æfa með öflugum leikmönnum og Finnur rifjaði upp veru hans hjá Snæfelli. „Hlynur Bærings var oft að hrósa honum þegar hann gat æft,“ sagði Finnur Atli. Finnur Atli var því mjög ánægður með stóru strákana í Haukaliðinu og það má sjá allt sem hann sagði um þá í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir "Leyfið þeim bara að spila" | Umræða um dómgæslu í körfuboltakvöldinu í gær Kjartan Atli Kjartansson, Fannar Ólafsson og Kristinn Geir Friðriksson voru í Körfuboltakvöldinu í gærkvöldi sem var sent út beint frá DHL-höllinni þar sem fram fór þriðji leikur KR og Hauka í úrslitaeinvígi Domino´s deild karla. 26. apríl 2016 14:30 Ótrúlega nálægt því að skora úr miðjuskoti í jakkafötunum | Myndband Kristinn Geir Friðriksson, einn af sérfræðingum Körfuboltakvöldsins, tók þátt í Domino´s skotleiknum milli þriðja og fjórða leikhluta í leik KR og Hauka í DHL-höllinni í gærkvöldi. 26. apríl 2016 12:30 KR-ingar klikkuðu á titilleik í fyrsta sinn í 27 ár KR-ingar náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í gærkvöldi því Haukar komu í DHL-höllina og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta. 26. apríl 2016 13:00 Sjáðu magnaða flautukörfu Finns | Myndband Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu gegn KR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem venjulegur leiktími rann út. 25. apríl 2016 23:35 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 77-79 | Mögnuð endurkoma Hauka spillti sigurgleðinni Haukar opnuðu einvígið á ný með ótrúlegum tveggja stiga sigri á KR í DHL-höllinni í kvöld en KR leiðir 2-1 í úrslitaeinvíginu eftir leik kvöldsins. 25. apríl 2016 21:45 Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira
"Leyfið þeim bara að spila" | Umræða um dómgæslu í körfuboltakvöldinu í gær Kjartan Atli Kjartansson, Fannar Ólafsson og Kristinn Geir Friðriksson voru í Körfuboltakvöldinu í gærkvöldi sem var sent út beint frá DHL-höllinni þar sem fram fór þriðji leikur KR og Hauka í úrslitaeinvígi Domino´s deild karla. 26. apríl 2016 14:30
Ótrúlega nálægt því að skora úr miðjuskoti í jakkafötunum | Myndband Kristinn Geir Friðriksson, einn af sérfræðingum Körfuboltakvöldsins, tók þátt í Domino´s skotleiknum milli þriðja og fjórða leikhluta í leik KR og Hauka í DHL-höllinni í gærkvöldi. 26. apríl 2016 12:30
KR-ingar klikkuðu á titilleik í fyrsta sinn í 27 ár KR-ingar náðu ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í gærkvöldi því Haukar komu í DHL-höllina og minnkuðu muninn í 2-1 í úrslitaeinvígi liðanna í Domino´s deild karla í körfubolta. 26. apríl 2016 13:00
Sjáðu magnaða flautukörfu Finns | Myndband Finnur Atli Magnússon tryggði Haukum framlengingu gegn KR í þriðja leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld þegar hann setti niður þriggja stiga skot í þann mund sem venjulegur leiktími rann út. 25. apríl 2016 23:35
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Haukar 77-79 | Mögnuð endurkoma Hauka spillti sigurgleðinni Haukar opnuðu einvígið á ný með ótrúlegum tveggja stiga sigri á KR í DHL-höllinni í kvöld en KR leiðir 2-1 í úrslitaeinvíginu eftir leik kvöldsins. 25. apríl 2016 21:45