Ungt fólk og eldri borgarar helstu stuðningsmenn Ólafs Ragnars Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. apríl 2016 21:35 Ólafur Ragnar nýtur mikils stuðnings meðal þeirra yngstu og elstu. Vísir/Anton Brink Ungt fólk og eldri borgarar eru helstu stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar ef marka má nýja skoðanakönnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem greint var frá í dag. Sé litið til aldursskiptingar kemur í ljós að 56 prósent þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 18-29 ára myndu kjósa Ólaf Ragnar væri gengið til forsetakosninga í dag. Þá segjast 63,2 prósent þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 68 ára og eldri myndu kjósa Ólaf Ragnar. Stuðningur fólks á aldrinum 30-49 ára og 50-67 ára við Ólaf Ragnar mælist hins vegar minni en á meðal yngsta og elsta aldursbilsins, 51,2 prósent þeirra sem eru á aldrinum 30-49 ára myndu kjósa Ólaf Ragnar en 47,3 prósent þeirra sem eru á aldursbilinu 50-67 ára. Er þessu öfugt farið hjá Andra Snæ Magnasyni en helstu stuðningsmenn hans eru á aldursbilunum 30-49 ára (29,1%) og 50-67 (27,6%) ef marka má skoðanakönnun MMR. Andri nýtur minnst fylgis meðal 68 ára og eldri eða 19,6 prósent. Sé litið á þá flokka sem MMR notar til þess að greina niðurstöður könnunarinnar sést að Ólafur Ragnar leiðir í öllum flokkum nema tveimur en Andri Snær nýtur mest fylgis allra frambjóðanda meðal þeirra sem eru með mesta menntun og meðal þeirra sem starfa sem sérfræðingar.Líkt og kom fram á Vísi í dag nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings landsmanna samkvæmt könnunni, mælist hann með 52,6 prósent fylgi. Andri Snær Magnason er sá sem næst komst Ólafi og mælist með 29,4 prósenta fylgi. Halla Tómasdóttir mældist með 8,8 prósenta fylgi en fylgi annarra frambjóðenda mældist undir 2 prósentum. Alls tóku 953 þátt í könnuninni sem gerð var dagana 22. til 26. apríl síðastliðinn. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira
Ungt fólk og eldri borgarar eru helstu stuðningsmenn Ólafs Ragnars Grímssonar ef marka má nýja skoðanakönnun MMR um fylgi forsetaframbjóðenda sem greint var frá í dag. Sé litið til aldursskiptingar kemur í ljós að 56 prósent þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 18-29 ára myndu kjósa Ólaf Ragnar væri gengið til forsetakosninga í dag. Þá segjast 63,2 prósent þeirra sem tóku afstöðu á aldrinum 68 ára og eldri myndu kjósa Ólaf Ragnar. Stuðningur fólks á aldrinum 30-49 ára og 50-67 ára við Ólaf Ragnar mælist hins vegar minni en á meðal yngsta og elsta aldursbilsins, 51,2 prósent þeirra sem eru á aldrinum 30-49 ára myndu kjósa Ólaf Ragnar en 47,3 prósent þeirra sem eru á aldursbilinu 50-67 ára. Er þessu öfugt farið hjá Andra Snæ Magnasyni en helstu stuðningsmenn hans eru á aldursbilunum 30-49 ára (29,1%) og 50-67 (27,6%) ef marka má skoðanakönnun MMR. Andri nýtur minnst fylgis meðal 68 ára og eldri eða 19,6 prósent. Sé litið á þá flokka sem MMR notar til þess að greina niðurstöður könnunarinnar sést að Ólafur Ragnar leiðir í öllum flokkum nema tveimur en Andri Snær nýtur mest fylgis allra frambjóðanda meðal þeirra sem eru með mesta menntun og meðal þeirra sem starfa sem sérfræðingar.Líkt og kom fram á Vísi í dag nýtur Ólafur Ragnar Grímsson langmests stuðnings landsmanna samkvæmt könnunni, mælist hann með 52,6 prósent fylgi. Andri Snær Magnason er sá sem næst komst Ólafi og mælist með 29,4 prósenta fylgi. Halla Tómasdóttir mældist með 8,8 prósenta fylgi en fylgi annarra frambjóðenda mældist undir 2 prósentum. Alls tóku 953 þátt í könnuninni sem gerð var dagana 22. til 26. apríl síðastliðinn.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Innlent Fleiri fréttir „Þetta snýst ekki um einhvern helvítis flugvöll“ Framsókn hafi ekki átt annarra kosta völ Var vel meðvitaður um ákvörðun Einars Vísa alfarið á Einar sem hafi fullt umboð Segir galið að byggja íbúðir svo nálægt flugbrautum Hefur boðið nýjum meirihluta til viðræðna Ekkert breyst nema fylgi flokkanna Hissa yfir ýktum viðbrögðum en sér tækifæri í stöðunni „Sérkennilegt að nota þetta tækifæri“ Skýr afstaða Framsóknar hafi komið á óvart Endurgreiðsla og mögulegt gjaldþrot flokkanna andstætt markmiðum laganna Meirihlutinn fallinn í borginni Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Sjá meira