Guðjón: Með hnífinn í bakinu ef maður er ekki búinn að skora á 60. mínútu Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. apríl 2016 09:30 Stjarnan úr Garðabæ hafnar í þriðja sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta þetta sumarið ef spá Íþróttadeildar 365 gengur upp. Þó það myndi tryggja liðinu Evrópusæti er það undir væntingum Garðbæinga. „Við ætlum okkur meira en ég skil þessa spá svo sem. Þetta er nýr hópur þannig séð og það gekk misvel í fyrra. Við erum því smá spurningamerki fyrir sumum. Við stefnum á titilinn, það er ekkert leyndarmál,“ segir Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, í viðtali við Vísi um spána og tímabilið framundan. „Við erum með svakalega flottan hóp og mikið af reynslumiklum og góðum leikmönnum ásamt yngri og efnilegum leikmönnum. Blandan gæti ekki verið betri.“Rétta blandan Stjarnan endaði í fjórða sæti í fyrra eftir annars vonbrigða sumar þar sem liðinu gekk skelfilega að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn. Hafa menn sest niður og farið yfir hvað var í gangi í fyrra? „Ég var ekki þarna fyrri partinn þegar þetta var sem verst en þegar ég kom þá vantaði trú á verkefnið. Það var augljóst þegar við vorum að tapa niður leikjum á lokamínútum,“ segir Guðjón. „Við erum komnir með rétta blöndu í liðið núna. Við erum með þannig blöndu af leikmönnum að við vitum hvað við þurfum að gera til að vinna fótboltaleiki. Þarna er fullt af mönnum sem hafa unnið bikara og það þarf enginn að segja okkur hvað við eigum að gera inn á vellinum.“Ekkert talað um Eyjólf Stjörnuliðið er gífurlega sterkt og hópurinn ótrúlega breiður með sæg af háklassa leikmönnum. Hann er svo góður að stundum gleymast menn í umræðunni eins og einn sem Guðjón minnist sérstaklega á. „Það er aldrei talað um Eyjólf Héðinsson sem er hágæða leikmaður. Menn eiga eftir að verða svolítið hissa á að sjá hann í sumar því hann er rosalega góður og ætti að vera spila í efstu deild í Danmörku ef hann væri heill. Hann hefur haldist heill í síðustu leikjum þannig ég bind miklar vonir við það að hann nái sér á strik líkamlega og geti spilað,“ segir Guðjón. Hópurinn er svo breiður í Garðabænum að þjálfurum liðsins mun reynast það þrautinni þyngri að halda öllum ánægðum. Einn erfiðasti mótherji Stjörnuliðsins í sumar verður það sjálft. „Okkar mesta áskorun í ár verður að halda mönnum góðum. Ég persónulega er blóðheitur maður og er ekkert sáttur þegar ég er settur á bekkinn. Þetta er samt bara eitthvað sem við þurfum að takast á við. Við þurfum að laga með sjálfum okkur að geta brugðist við því mótlæti að verða settir á bekkinn. Það mun gerast,“ segir Guðjón. „Ég mun ekki spila alla leiki veit ég nú þegar og það sama má segja um alla hina. Ef við getum einhvern veginn staðið saman í þessu og litið á þetta sem liðsheild þá ætti þetta að ganga. Maður er með hníf í bakinu ef ég er ekki búinn að skora á 60. mínútu. Þá veit ég að ég fer út af. Þetta er góð pressa ef maður getur ráðið við hana.“Saknar stundum atvinnumennskunnar Guðjón kom heim úr atvinnumennsku í fyrra á miðju sumri og er ekkert fararsnið á honum núna. Hann viðurkennir fúslega að stundum sakni hann atvinnumennskunnar en í heildina gæti honum ekki liðið betur í Garðabænum. „Ég hef aðeins hugsað þetta í vetur. Tilfinningarnar eru blendnar þegar maður man eftir leikjum sem maður spilaði gegn AIK, IFK Gautaborg og Malmö úti þar sem voru 20.000 manns og allir að öskra. Ég ætla ekki að ljúga því að stundum saknar maður þess að spila þessa leiki,“ segir Guðjón. „En svo hugsar maður um allt hitt. Þetta eru ekkert bara þessir leikir einu sinni mánuði. Fjölskyldunni þarf að líða vel og það að sjá fjölskyldunni líða vel á Íslandi gefur mér heldur en þessi eini og eini leikur. Ég er líka bara rosalega sáttur að vera í Stjörnunni og fá það hlutverk að leiða liðið áfram í því sem við erum að gera. Það er langt síðan mér hefur liðið svona vel andlega,“ segir Guðjón Baldvinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Stefán Snær Geirmundsson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íþróttadeild 365 spáir Stjörnunni þriðja sæti en það er sæti ofar en liðið endaði síðasta tímabil sem voru vonbrigði Garðabænum. 28. apríl 2016 09:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Stjarnan úr Garðabæ hafnar í þriðja sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta þetta sumarið ef spá Íþróttadeildar 365 gengur upp. Þó það myndi tryggja liðinu Evrópusæti er það undir væntingum Garðbæinga. „Við ætlum okkur meira en ég skil þessa spá svo sem. Þetta er nýr hópur þannig séð og það gekk misvel í fyrra. Við erum því smá spurningamerki fyrir sumum. Við stefnum á titilinn, það er ekkert leyndarmál,“ segir Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, í viðtali við Vísi um spána og tímabilið framundan. „Við erum með svakalega flottan hóp og mikið af reynslumiklum og góðum leikmönnum ásamt yngri og efnilegum leikmönnum. Blandan gæti ekki verið betri.“Rétta blandan Stjarnan endaði í fjórða sæti í fyrra eftir annars vonbrigða sumar þar sem liðinu gekk skelfilega að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn. Hafa menn sest niður og farið yfir hvað var í gangi í fyrra? „Ég var ekki þarna fyrri partinn þegar þetta var sem verst en þegar ég kom þá vantaði trú á verkefnið. Það var augljóst þegar við vorum að tapa niður leikjum á lokamínútum,“ segir Guðjón. „Við erum komnir með rétta blöndu í liðið núna. Við erum með þannig blöndu af leikmönnum að við vitum hvað við þurfum að gera til að vinna fótboltaleiki. Þarna er fullt af mönnum sem hafa unnið bikara og það þarf enginn að segja okkur hvað við eigum að gera inn á vellinum.“Ekkert talað um Eyjólf Stjörnuliðið er gífurlega sterkt og hópurinn ótrúlega breiður með sæg af háklassa leikmönnum. Hann er svo góður að stundum gleymast menn í umræðunni eins og einn sem Guðjón minnist sérstaklega á. „Það er aldrei talað um Eyjólf Héðinsson sem er hágæða leikmaður. Menn eiga eftir að verða svolítið hissa á að sjá hann í sumar því hann er rosalega góður og ætti að vera spila í efstu deild í Danmörku ef hann væri heill. Hann hefur haldist heill í síðustu leikjum þannig ég bind miklar vonir við það að hann nái sér á strik líkamlega og geti spilað,“ segir Guðjón. Hópurinn er svo breiður í Garðabænum að þjálfurum liðsins mun reynast það þrautinni þyngri að halda öllum ánægðum. Einn erfiðasti mótherji Stjörnuliðsins í sumar verður það sjálft. „Okkar mesta áskorun í ár verður að halda mönnum góðum. Ég persónulega er blóðheitur maður og er ekkert sáttur þegar ég er settur á bekkinn. Þetta er samt bara eitthvað sem við þurfum að takast á við. Við þurfum að laga með sjálfum okkur að geta brugðist við því mótlæti að verða settir á bekkinn. Það mun gerast,“ segir Guðjón. „Ég mun ekki spila alla leiki veit ég nú þegar og það sama má segja um alla hina. Ef við getum einhvern veginn staðið saman í þessu og litið á þetta sem liðsheild þá ætti þetta að ganga. Maður er með hníf í bakinu ef ég er ekki búinn að skora á 60. mínútu. Þá veit ég að ég fer út af. Þetta er góð pressa ef maður getur ráðið við hana.“Saknar stundum atvinnumennskunnar Guðjón kom heim úr atvinnumennsku í fyrra á miðju sumri og er ekkert fararsnið á honum núna. Hann viðurkennir fúslega að stundum sakni hann atvinnumennskunnar en í heildina gæti honum ekki liðið betur í Garðabænum. „Ég hef aðeins hugsað þetta í vetur. Tilfinningarnar eru blendnar þegar maður man eftir leikjum sem maður spilaði gegn AIK, IFK Gautaborg og Malmö úti þar sem voru 20.000 manns og allir að öskra. Ég ætla ekki að ljúga því að stundum saknar maður þess að spila þessa leiki,“ segir Guðjón. „En svo hugsar maður um allt hitt. Þetta eru ekkert bara þessir leikir einu sinni mánuði. Fjölskyldunni þarf að líða vel og það að sjá fjölskyldunni líða vel á Íslandi gefur mér heldur en þessi eini og eini leikur. Ég er líka bara rosalega sáttur að vera í Stjörnunni og fá það hlutverk að leiða liðið áfram í því sem við erum að gera. Það er langt síðan mér hefur liðið svona vel andlega,“ segir Guðjón Baldvinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Stefán Snær Geirmundsson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íþróttadeild 365 spáir Stjörnunni þriðja sæti en það er sæti ofar en liðið endaði síðasta tímabil sem voru vonbrigði Garðabænum. 28. apríl 2016 09:00 Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íþróttadeild 365 spáir Stjörnunni þriðja sæti en það er sæti ofar en liðið endaði síðasta tímabil sem voru vonbrigði Garðabænum. 28. apríl 2016 09:00