Guðjón: Með hnífinn í bakinu ef maður er ekki búinn að skora á 60. mínútu Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. apríl 2016 09:30 Stjarnan úr Garðabæ hafnar í þriðja sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta þetta sumarið ef spá Íþróttadeildar 365 gengur upp. Þó það myndi tryggja liðinu Evrópusæti er það undir væntingum Garðbæinga. „Við ætlum okkur meira en ég skil þessa spá svo sem. Þetta er nýr hópur þannig séð og það gekk misvel í fyrra. Við erum því smá spurningamerki fyrir sumum. Við stefnum á titilinn, það er ekkert leyndarmál,“ segir Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, í viðtali við Vísi um spána og tímabilið framundan. „Við erum með svakalega flottan hóp og mikið af reynslumiklum og góðum leikmönnum ásamt yngri og efnilegum leikmönnum. Blandan gæti ekki verið betri.“Rétta blandan Stjarnan endaði í fjórða sæti í fyrra eftir annars vonbrigða sumar þar sem liðinu gekk skelfilega að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn. Hafa menn sest niður og farið yfir hvað var í gangi í fyrra? „Ég var ekki þarna fyrri partinn þegar þetta var sem verst en þegar ég kom þá vantaði trú á verkefnið. Það var augljóst þegar við vorum að tapa niður leikjum á lokamínútum,“ segir Guðjón. „Við erum komnir með rétta blöndu í liðið núna. Við erum með þannig blöndu af leikmönnum að við vitum hvað við þurfum að gera til að vinna fótboltaleiki. Þarna er fullt af mönnum sem hafa unnið bikara og það þarf enginn að segja okkur hvað við eigum að gera inn á vellinum.“Ekkert talað um Eyjólf Stjörnuliðið er gífurlega sterkt og hópurinn ótrúlega breiður með sæg af háklassa leikmönnum. Hann er svo góður að stundum gleymast menn í umræðunni eins og einn sem Guðjón minnist sérstaklega á. „Það er aldrei talað um Eyjólf Héðinsson sem er hágæða leikmaður. Menn eiga eftir að verða svolítið hissa á að sjá hann í sumar því hann er rosalega góður og ætti að vera spila í efstu deild í Danmörku ef hann væri heill. Hann hefur haldist heill í síðustu leikjum þannig ég bind miklar vonir við það að hann nái sér á strik líkamlega og geti spilað,“ segir Guðjón. Hópurinn er svo breiður í Garðabænum að þjálfurum liðsins mun reynast það þrautinni þyngri að halda öllum ánægðum. Einn erfiðasti mótherji Stjörnuliðsins í sumar verður það sjálft. „Okkar mesta áskorun í ár verður að halda mönnum góðum. Ég persónulega er blóðheitur maður og er ekkert sáttur þegar ég er settur á bekkinn. Þetta er samt bara eitthvað sem við þurfum að takast á við. Við þurfum að laga með sjálfum okkur að geta brugðist við því mótlæti að verða settir á bekkinn. Það mun gerast,“ segir Guðjón. „Ég mun ekki spila alla leiki veit ég nú þegar og það sama má segja um alla hina. Ef við getum einhvern veginn staðið saman í þessu og litið á þetta sem liðsheild þá ætti þetta að ganga. Maður er með hníf í bakinu ef ég er ekki búinn að skora á 60. mínútu. Þá veit ég að ég fer út af. Þetta er góð pressa ef maður getur ráðið við hana.“Saknar stundum atvinnumennskunnar Guðjón kom heim úr atvinnumennsku í fyrra á miðju sumri og er ekkert fararsnið á honum núna. Hann viðurkennir fúslega að stundum sakni hann atvinnumennskunnar en í heildina gæti honum ekki liðið betur í Garðabænum. „Ég hef aðeins hugsað þetta í vetur. Tilfinningarnar eru blendnar þegar maður man eftir leikjum sem maður spilaði gegn AIK, IFK Gautaborg og Malmö úti þar sem voru 20.000 manns og allir að öskra. Ég ætla ekki að ljúga því að stundum saknar maður þess að spila þessa leiki,“ segir Guðjón. „En svo hugsar maður um allt hitt. Þetta eru ekkert bara þessir leikir einu sinni mánuði. Fjölskyldunni þarf að líða vel og það að sjá fjölskyldunni líða vel á Íslandi gefur mér heldur en þessi eini og eini leikur. Ég er líka bara rosalega sáttur að vera í Stjörnunni og fá það hlutverk að leiða liðið áfram í því sem við erum að gera. Það er langt síðan mér hefur liðið svona vel andlega,“ segir Guðjón Baldvinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Stefán Snær Geirmundsson Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íþróttadeild 365 spáir Stjörnunni þriðja sæti en það er sæti ofar en liðið endaði síðasta tímabil sem voru vonbrigði Garðabænum. 28. apríl 2016 09:00 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Stjarnan úr Garðabæ hafnar í þriðja sæti Pepsi-deildar karla í fótbolta þetta sumarið ef spá Íþróttadeildar 365 gengur upp. Þó það myndi tryggja liðinu Evrópusæti er það undir væntingum Garðbæinga. „Við ætlum okkur meira en ég skil þessa spá svo sem. Þetta er nýr hópur þannig séð og það gekk misvel í fyrra. Við erum því smá spurningamerki fyrir sumum. Við stefnum á titilinn, það er ekkert leyndarmál,“ segir Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, í viðtali við Vísi um spána og tímabilið framundan. „Við erum með svakalega flottan hóp og mikið af reynslumiklum og góðum leikmönnum ásamt yngri og efnilegum leikmönnum. Blandan gæti ekki verið betri.“Rétta blandan Stjarnan endaði í fjórða sæti í fyrra eftir annars vonbrigða sumar þar sem liðinu gekk skelfilega að verja Íslandsmeistaratitilinn sinn. Hafa menn sest niður og farið yfir hvað var í gangi í fyrra? „Ég var ekki þarna fyrri partinn þegar þetta var sem verst en þegar ég kom þá vantaði trú á verkefnið. Það var augljóst þegar við vorum að tapa niður leikjum á lokamínútum,“ segir Guðjón. „Við erum komnir með rétta blöndu í liðið núna. Við erum með þannig blöndu af leikmönnum að við vitum hvað við þurfum að gera til að vinna fótboltaleiki. Þarna er fullt af mönnum sem hafa unnið bikara og það þarf enginn að segja okkur hvað við eigum að gera inn á vellinum.“Ekkert talað um Eyjólf Stjörnuliðið er gífurlega sterkt og hópurinn ótrúlega breiður með sæg af háklassa leikmönnum. Hann er svo góður að stundum gleymast menn í umræðunni eins og einn sem Guðjón minnist sérstaklega á. „Það er aldrei talað um Eyjólf Héðinsson sem er hágæða leikmaður. Menn eiga eftir að verða svolítið hissa á að sjá hann í sumar því hann er rosalega góður og ætti að vera spila í efstu deild í Danmörku ef hann væri heill. Hann hefur haldist heill í síðustu leikjum þannig ég bind miklar vonir við það að hann nái sér á strik líkamlega og geti spilað,“ segir Guðjón. Hópurinn er svo breiður í Garðabænum að þjálfurum liðsins mun reynast það þrautinni þyngri að halda öllum ánægðum. Einn erfiðasti mótherji Stjörnuliðsins í sumar verður það sjálft. „Okkar mesta áskorun í ár verður að halda mönnum góðum. Ég persónulega er blóðheitur maður og er ekkert sáttur þegar ég er settur á bekkinn. Þetta er samt bara eitthvað sem við þurfum að takast á við. Við þurfum að laga með sjálfum okkur að geta brugðist við því mótlæti að verða settir á bekkinn. Það mun gerast,“ segir Guðjón. „Ég mun ekki spila alla leiki veit ég nú þegar og það sama má segja um alla hina. Ef við getum einhvern veginn staðið saman í þessu og litið á þetta sem liðsheild þá ætti þetta að ganga. Maður er með hníf í bakinu ef ég er ekki búinn að skora á 60. mínútu. Þá veit ég að ég fer út af. Þetta er góð pressa ef maður getur ráðið við hana.“Saknar stundum atvinnumennskunnar Guðjón kom heim úr atvinnumennsku í fyrra á miðju sumri og er ekkert fararsnið á honum núna. Hann viðurkennir fúslega að stundum sakni hann atvinnumennskunnar en í heildina gæti honum ekki liðið betur í Garðabænum. „Ég hef aðeins hugsað þetta í vetur. Tilfinningarnar eru blendnar þegar maður man eftir leikjum sem maður spilaði gegn AIK, IFK Gautaborg og Malmö úti þar sem voru 20.000 manns og allir að öskra. Ég ætla ekki að ljúga því að stundum saknar maður þess að spila þessa leiki,“ segir Guðjón. „En svo hugsar maður um allt hitt. Þetta eru ekkert bara þessir leikir einu sinni mánuði. Fjölskyldunni þarf að líða vel og það að sjá fjölskyldunni líða vel á Íslandi gefur mér heldur en þessi eini og eini leikur. Ég er líka bara rosalega sáttur að vera í Stjörnunni og fá það hlutverk að leiða liðið áfram í því sem við erum að gera. Það er langt síðan mér hefur liðið svona vel andlega,“ segir Guðjón Baldvinsson. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.Viðtal: Tómas Þór ÞórðarsonUpptaka og eftirvinnsla: Ólafur Þór Chelbat, Stefán Snær Geirmundsson
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pepsi-spáin 2016: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íþróttadeild 365 spáir Stjörnunni þriðja sæti en það er sæti ofar en liðið endaði síðasta tímabil sem voru vonbrigði Garðabænum. 28. apríl 2016 09:00 Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld Handbolti Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Pepsi-spáin 2016: Stjarnan hafnar í 3. sæti Íþróttadeild 365 spáir Stjörnunni þriðja sæti en það er sæti ofar en liðið endaði síðasta tímabil sem voru vonbrigði Garðabænum. 28. apríl 2016 09:00