Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fjölnir 1-2 | Þórir skaut Val í kaf Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. maí 2016 22:30 Þórir skoraði bæði mörk Fjölnis. Vísir/Vilhelm Þórir Guðjónsson skoraði bæði mörk Fjölnis í 1-2 sigri á Val á útivelli í 1. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Þórir kom Fjölnismönnum yfir á 37. mínútu með marki af vítapunktinum en fram að því höfðu Valsmenn verið betri og brennt af tveimur dauðafærum. Þórir tvöfaldaði svo forskot gestanna með skoti úr teignum á 69. mínútu. Það lifnaði yfir Valsmönnum eftir seinna mark Þóris og Guðjón Pétur Lýðsson hleypti spennu í leikinn þegar hann minnkaði muninn í 1-2 10 mínútum fyrir leikslok. Valsmönnum tókst þó ekki að skora annað mark og því fór sem fór.Af hverju vann Fjölnir? Valsmenn voru sjálfum sér verstir hér í dag. Þeir fengu færi til að taka stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en nýttu þau ekki. Rolf Toft og Sigurður Egill Lárusson fengu báðir færi til að skora áður en Ingvar Kale gerði sig sekan um slæm mistök og gaf Fjölnismönnum vítaspyrnu. Valsmenn voru lengi að ranka við sér eftir fyrra mark Fjölnis og gerðu það ekki fyrr en eftir það síðara. En þá var það allt of seint. Guðjón Pétur skoraði mark sem hleypti spennu í lokamínúturnar en allt kom fyrir ekki. En þetta var ekki bara Val að kenna, heldur gerði Fjölnir margt gott í þessum leik. Fyrst og fremst að verjast vel, halda skipulagi og nýta færin.Þessir stóðu upp úr Þórir Guðjónsson skoraði bæði mörkin og var hetja Fjölnismanna. En það var mörgum spurningum ósvarað fyrir leikinn, ekki síst vegna margra nýrra erlendra leikmanna hjá Fjölni. Igor Jugovic kemur inn af miklum krafti í íslenska boltann og var maður leiksins. Hann var frábær í varnarvinnunni á miðjunni ásamt Ólafi Páli Snorrasyni. Martin Lund Pedersen gerði vel þegar hann fékk vítið sem opnaði leikinn upp á gátt og á hinum kantinum átti Guðmundur Karl ágæta spretti. Varnarlínan hjá Fjölni var mistæk í upphafi leiks en óx ásmegin. Guðjón Pétur Lýðsson var sprækastur í liði Vals og uppskar gott mark. Hann á eftir að vera Hlíðarendaliðinu dýrmætur í sumar með þessu áframhaldi.Hvað gekk illa? Það vantaði alla ákefð hjá Val í 75 mínútur. Heimamenn sköpuðu sér færi en nýttu þau ekki. Rolf Toft var klaufalegur fyrir framan markið og Kristinn Freyr varð undir í baráttunni á miðjunni. Valsmenn eru með nýja varnarlínu og hún virkaði ekki nógu traust þegar mest á reyndi, né heldur Ingvar Kale í markinu en hann fékk á sig klaufalega vítaspyrnu sem reyndist vera vendipunktur leiksins. Það var ekki fyrr en í lok leiksins að Valsmenn settu meira púður í leikinn og létu Fjölnismenn hafa almennilega fyrir hlutunum. En þá var það orðið allt of seint.Hvað gerist næst? Þetta er auðvitað bara fyrsti leikurinn í mótinu en gleymum því ekki að Valur tapaði einnig fyrsta leik á heimavelli í fyrra (þá fyrir Leikni). Valsmenn vildu vera með í toppbaráttunni frá byrjun og það er því komin alvöru pressa á þá að sýna sitt rétta andlit gegn Ólafsvíkingum á útivelli um næstu helgi. Ágúst Gylfason heldur áfram að sanna að árangurinn sem hann nær með Fjölni er engin tilviljun. Hann kom á erfiðan útivöll í kvöld, með nýtt lið í höndunum og fékk þrjú stig. Það verður afar áhugavert að sjá Fjölni spila gegn sjóðheitu liði ÍBV á heimavelli á laugardaginn.vísir/pjeturÁgúst: Þurfum ekkert plakat Þjálfari Fjölnismanna var kampakátur eftir 2-1 sigur á Val í kvöld. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, hrósaði bæði leikmönnum og stuðningsmönnum Fjölnis eftir góðan 2-1 sigur á Val í Pepsi-deildinni í kvöld. „Þetta var draumabyrjun. Sjáðu bara þessa áhorfendur. Við þurfum ekkert helvítis plakat,“ sagði Ágúst og vísaði til umræðu um frægt plakat sem Fjölnismenn gerðu til að hvetja stuðningsmenn til að mæta á völlinn í upphafi síðustu leiktíðar. „Þetta eru frábærir leikmenn, frábærir áhorfendur. Þetta var klassakvöld,“ sagði Ágúst, himinlifandi. Hann viðurkenndi þó að Fjölnismenn hafi að nokkru leyti rennt blint í sjóinn enda með marga nýja leikmenn í sínu liði. „En við sýndum og sönnuðum að við erum með góða leikmenn. Þetta var frábær leikur gegn sterku Valsliði en við unnum 100 prósent fyrir sigrinum.“ „Þetta var samt bara fyrsti leikurinn og það er enn nóg eftir. Við getum ekki farið að pakka saman.“Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.vísir/ernirÓlafur: Eins og þægileg æfing framan af Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Fjölni. „Ég er hundfúll með að tapa þessum leik. Við vorum miklu betra liðið á vellinum og fengum nokkur mjög góð færi. En við klárum þau ekki,“ sagði Ólafur. „Við sköpuðum okkur færi í fyrri hálfleik til að skora en því miður nýttum við þau ekki. Þeir fengu 1-2 upphlaup og náðu að uppskera mjög vel.“ Hann segist þó ánægður með frammistöðu leikmanna Vals í kvöld. „Mér fannst þó full værukærir framan af í leiknum eins og þetta væri þægileg æfing hjá okkur. En eftir að við lentum 2-0 undir þá kom þessi kraftur sem á að vera í liðinu allan tímann.“ „Við vorum bara óheppnir að jafna ekki leikinn. En það er nóg eftir og við komum bara jákvæðir í næsta leik.“Guðjón Pétur Lýðsson.vísir/ernirGuðjón Pétur: Verðum að taka þessu Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Vals, segir að hans menn hefðu verið betri aðilinn í kvöld þrátt fyrir 2-1 tap gegn Fjölni. „Ég tel að við fengum sannarlega færin til að gera út um þennan leik. En við fengum tvö óþarfamörk á okkur. Svona er þetta bara. Fyrsta umferðin er stundum svona. Við verðum bara að taka þessu og rífa okkur upp fyrir næsta leik,“ sagði Guðjón Pétur eftir leikinn í kvöld. „Við þurfum að vera fljótari að hreyfa boltann á milli svæða og komast fyrr í hættusvæðin. Við þurfum líka bara að vera beinskeyttari. Við vorum að klikka á einföldum sendingum í fyrri hálfleik - ég og fleiri. Við eigum að geta gert miklu betur.“ Hann segir að Valsmenn hefðu átt að vinna leikinn í kvöld miðað við spilamennskuna. „Við fáum færin til þess en klárum þau ekki. Það er vonandi að þau detta bara betur fyrir okkur í næsta leik.“Þórir skoraði bæði mörk Fjölnis.Vísir/VilhelmÞórir: Hafði góða tilfinningu Þórir Guðjónsson, markaskorari Fjölnis í 2-1 sigrinum á Val, var auðvitað hæstánægður eftir leikinn í kvöld. „Þetta var virkilega ánægjulegt, sérstaklega í ljósi þess hversu sterkt lið við vorum að spila við. Þetta veit á gott fyrir næstu leiki.“ Fjölnismenn voru með að stórum hluta nýtt lið fyrir tímabilið og marga erlenda leikmenn sem voru að spila sinn fyrsta leik á Íslandi. En honum leist vel á verkefnið fyrir leikinn í dag. „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þennan leik. Við höfum verið að æfa vel saman og náð að tengjast vel. Enda var útkoman virkilega góð.“ Hann hrósaði þeim Ólafi Páli Snorrasyni og Igor Jugovic fyrir þeirra hlutverk í dag en þeir voru öflugir í varnarhlutverkinu á miðju Fjölnismanna. „Þeir eru gríðarlega mikilvægir og koma inn í liðið með mikla reynslu og karakter, sem er jákvætt fyrir okkur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Þórir Guðjónsson skoraði bæði mörk Fjölnis í 1-2 sigri á Val á útivelli í 1. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld. Þórir kom Fjölnismönnum yfir á 37. mínútu með marki af vítapunktinum en fram að því höfðu Valsmenn verið betri og brennt af tveimur dauðafærum. Þórir tvöfaldaði svo forskot gestanna með skoti úr teignum á 69. mínútu. Það lifnaði yfir Valsmönnum eftir seinna mark Þóris og Guðjón Pétur Lýðsson hleypti spennu í leikinn þegar hann minnkaði muninn í 1-2 10 mínútum fyrir leikslok. Valsmönnum tókst þó ekki að skora annað mark og því fór sem fór.Af hverju vann Fjölnir? Valsmenn voru sjálfum sér verstir hér í dag. Þeir fengu færi til að taka stjórn á leiknum í fyrri hálfleik en nýttu þau ekki. Rolf Toft og Sigurður Egill Lárusson fengu báðir færi til að skora áður en Ingvar Kale gerði sig sekan um slæm mistök og gaf Fjölnismönnum vítaspyrnu. Valsmenn voru lengi að ranka við sér eftir fyrra mark Fjölnis og gerðu það ekki fyrr en eftir það síðara. En þá var það allt of seint. Guðjón Pétur skoraði mark sem hleypti spennu í lokamínúturnar en allt kom fyrir ekki. En þetta var ekki bara Val að kenna, heldur gerði Fjölnir margt gott í þessum leik. Fyrst og fremst að verjast vel, halda skipulagi og nýta færin.Þessir stóðu upp úr Þórir Guðjónsson skoraði bæði mörkin og var hetja Fjölnismanna. En það var mörgum spurningum ósvarað fyrir leikinn, ekki síst vegna margra nýrra erlendra leikmanna hjá Fjölni. Igor Jugovic kemur inn af miklum krafti í íslenska boltann og var maður leiksins. Hann var frábær í varnarvinnunni á miðjunni ásamt Ólafi Páli Snorrasyni. Martin Lund Pedersen gerði vel þegar hann fékk vítið sem opnaði leikinn upp á gátt og á hinum kantinum átti Guðmundur Karl ágæta spretti. Varnarlínan hjá Fjölni var mistæk í upphafi leiks en óx ásmegin. Guðjón Pétur Lýðsson var sprækastur í liði Vals og uppskar gott mark. Hann á eftir að vera Hlíðarendaliðinu dýrmætur í sumar með þessu áframhaldi.Hvað gekk illa? Það vantaði alla ákefð hjá Val í 75 mínútur. Heimamenn sköpuðu sér færi en nýttu þau ekki. Rolf Toft var klaufalegur fyrir framan markið og Kristinn Freyr varð undir í baráttunni á miðjunni. Valsmenn eru með nýja varnarlínu og hún virkaði ekki nógu traust þegar mest á reyndi, né heldur Ingvar Kale í markinu en hann fékk á sig klaufalega vítaspyrnu sem reyndist vera vendipunktur leiksins. Það var ekki fyrr en í lok leiksins að Valsmenn settu meira púður í leikinn og létu Fjölnismenn hafa almennilega fyrir hlutunum. En þá var það orðið allt of seint.Hvað gerist næst? Þetta er auðvitað bara fyrsti leikurinn í mótinu en gleymum því ekki að Valur tapaði einnig fyrsta leik á heimavelli í fyrra (þá fyrir Leikni). Valsmenn vildu vera með í toppbaráttunni frá byrjun og það er því komin alvöru pressa á þá að sýna sitt rétta andlit gegn Ólafsvíkingum á útivelli um næstu helgi. Ágúst Gylfason heldur áfram að sanna að árangurinn sem hann nær með Fjölni er engin tilviljun. Hann kom á erfiðan útivöll í kvöld, með nýtt lið í höndunum og fékk þrjú stig. Það verður afar áhugavert að sjá Fjölni spila gegn sjóðheitu liði ÍBV á heimavelli á laugardaginn.vísir/pjeturÁgúst: Þurfum ekkert plakat Þjálfari Fjölnismanna var kampakátur eftir 2-1 sigur á Val í kvöld. Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, hrósaði bæði leikmönnum og stuðningsmönnum Fjölnis eftir góðan 2-1 sigur á Val í Pepsi-deildinni í kvöld. „Þetta var draumabyrjun. Sjáðu bara þessa áhorfendur. Við þurfum ekkert helvítis plakat,“ sagði Ágúst og vísaði til umræðu um frægt plakat sem Fjölnismenn gerðu til að hvetja stuðningsmenn til að mæta á völlinn í upphafi síðustu leiktíðar. „Þetta eru frábærir leikmenn, frábærir áhorfendur. Þetta var klassakvöld,“ sagði Ágúst, himinlifandi. Hann viðurkenndi þó að Fjölnismenn hafi að nokkru leyti rennt blint í sjóinn enda með marga nýja leikmenn í sínu liði. „En við sýndum og sönnuðum að við erum með góða leikmenn. Þetta var frábær leikur gegn sterku Valsliði en við unnum 100 prósent fyrir sigrinum.“ „Þetta var samt bara fyrsti leikurinn og það er enn nóg eftir. Við getum ekki farið að pakka saman.“Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals.vísir/ernirÓlafur: Eins og þægileg æfing framan af Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Fjölni. „Ég er hundfúll með að tapa þessum leik. Við vorum miklu betra liðið á vellinum og fengum nokkur mjög góð færi. En við klárum þau ekki,“ sagði Ólafur. „Við sköpuðum okkur færi í fyrri hálfleik til að skora en því miður nýttum við þau ekki. Þeir fengu 1-2 upphlaup og náðu að uppskera mjög vel.“ Hann segist þó ánægður með frammistöðu leikmanna Vals í kvöld. „Mér fannst þó full værukærir framan af í leiknum eins og þetta væri þægileg æfing hjá okkur. En eftir að við lentum 2-0 undir þá kom þessi kraftur sem á að vera í liðinu allan tímann.“ „Við vorum bara óheppnir að jafna ekki leikinn. En það er nóg eftir og við komum bara jákvæðir í næsta leik.“Guðjón Pétur Lýðsson.vísir/ernirGuðjón Pétur: Verðum að taka þessu Guðjón Pétur Lýðsson, leikmaður Vals, segir að hans menn hefðu verið betri aðilinn í kvöld þrátt fyrir 2-1 tap gegn Fjölni. „Ég tel að við fengum sannarlega færin til að gera út um þennan leik. En við fengum tvö óþarfamörk á okkur. Svona er þetta bara. Fyrsta umferðin er stundum svona. Við verðum bara að taka þessu og rífa okkur upp fyrir næsta leik,“ sagði Guðjón Pétur eftir leikinn í kvöld. „Við þurfum að vera fljótari að hreyfa boltann á milli svæða og komast fyrr í hættusvæðin. Við þurfum líka bara að vera beinskeyttari. Við vorum að klikka á einföldum sendingum í fyrri hálfleik - ég og fleiri. Við eigum að geta gert miklu betur.“ Hann segir að Valsmenn hefðu átt að vinna leikinn í kvöld miðað við spilamennskuna. „Við fáum færin til þess en klárum þau ekki. Það er vonandi að þau detta bara betur fyrir okkur í næsta leik.“Þórir skoraði bæði mörk Fjölnis.Vísir/VilhelmÞórir: Hafði góða tilfinningu Þórir Guðjónsson, markaskorari Fjölnis í 2-1 sigrinum á Val, var auðvitað hæstánægður eftir leikinn í kvöld. „Þetta var virkilega ánægjulegt, sérstaklega í ljósi þess hversu sterkt lið við vorum að spila við. Þetta veit á gott fyrir næstu leiki.“ Fjölnismenn voru með að stórum hluta nýtt lið fyrir tímabilið og marga erlenda leikmenn sem voru að spila sinn fyrsta leik á Íslandi. En honum leist vel á verkefnið fyrir leikinn í dag. „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þennan leik. Við höfum verið að æfa vel saman og náð að tengjast vel. Enda var útkoman virkilega góð.“ Hann hrósaði þeim Ólafi Páli Snorrasyni og Igor Jugovic fyrir þeirra hlutverk í dag en þeir voru öflugir í varnarhlutverkinu á miðju Fjölnismanna. „Þeir eru gríðarlega mikilvægir og koma inn í liðið með mikla reynslu og karakter, sem er jákvætt fyrir okkur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti