Segja forsetann hafa verið í erfiðri stöðu: „Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2016 12:46 Stjórn og stjórnarandstaða þurfa að ná saman sem fyrst um dagsetningu fyrir kosningar. Þetta kom fram í spjalli þeirra Grétars Þór Eyþórssonar stjórnmálafræðisprófessors við Háskólann á Akureyri, Ólafíu B. Rafnsdóttur formanns VR, og Svavars Gestssonar fyrrverandi ráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafía sagði nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að menn komist að samkomulagi um tímasetningu kosninga á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins og nái að stilla sínum helstu verkefnum upp.Grétar sagði mikilvægt að fá þessa dagsetningu fram í næstu viku eða fljótlega og stjórn og stjórnarandstaða þurfi að ná samkomulagi þar um.Sjá einnig: Fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við loforð um kosningarÓlafía Rafnsdóttir, Grétar Eyþórsson og Svavar Gestsson fóru yfir atburði vikunnar í Sprengisandi á Bylgjunni.Forsetinn hafði ekki annan kost í stöðunni Þau fóru yfir atburði liðinnar viku ásamt þáttastjórnandanum Sigurði M. Egilssyni sem spurði þau meðal annars út í fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum síðastliðinn þriðjudag þar sem Sigmundur Davíð óskaði eftir því að fá samþykki forsetans á þingrofstillögu sinni. Grétar sagðist meta það sem svo að Ólafur hafi ekki haft annan kost í stöðunni en að hafna beiðni Sigmundar Davíðs þar sem ekki var þingmeirihluti fyrir því að rjúfa þing. Í það minnsta hafi Sigmundur Davíð ekki geta sýnt fram á það á fundinum og kom það síðar í ljós að hann naut hvorki stuðnings frá Framsóknarflokknum né Sjálfstæðisflokknum. Flókin staða blasti við Ólafi Svavar Gestsson sagði þetta hafa verið flókna stöðu fyrir Ólaf og taldi hann hafa farið illa með Sigmund. „Þessi blaðamannafundur sem Ólafur hélt eftir fundinn með Sigmundi, mér fannst hann sérkennilegur og þetta tal að forsetinn væri að gera grín að einhverri andskotans tösku frammi í eldhúsi, það var alveg á mörkunum. Segjum að forsetinn hefði skrifað upp á þingrofstillöguna þá hefði það legið fyrir að það átti að rjúfa þing og efna til kosninga en væntanlega hefði Sjálfstæðisflokkurinn farið út úr stjórninni því hann var ósammála þessum vinnubrögðum,“ sagði Svavar.Ólafur Ragnar hafi í raun og veru haft kosningar af þjóðinni Hann sagði að ef Ólafur Ragnar hefði samþykkt þingrofstillöguna þá hefðu verið líkur á að þingið hefði komið saman og samþykkt vantraust á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og ákveðið kosningar með þeim hætti. „Ég held að það sé hægt að halda fram að Ólafur Ragnar hafi verið á mörkunum í þessu efni og í raun og veru, hvað sem mönnum finnst um þennan aðdraganda Sigmundar Davíðs sem var alveg ferlegur, þá hafi Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili. Það finnst mér umhugsunarvert ef forsetinn ætlar í framtíðinni að fara í það hlutverk í að telja þingmenn með eða á móti einhverju.“Heyra má spjall þeirra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Sigmundur Davíð kvaðst ekki hafa óskað eftir þingrofi. 5. apríl 2016 19:03 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Millileikur Ólafs Ragnars, að neita Sigmundi um heimild til þingrofs, er metið sem leikur stórmeistara -- sem hefur sett forsætisráðherra í vonlausa stöðu. 5. apríl 2016 15:07 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Stjórn og stjórnarandstaða þurfa að ná saman sem fyrst um dagsetningu fyrir kosningar. Þetta kom fram í spjalli þeirra Grétars Þór Eyþórssonar stjórnmálafræðisprófessors við Háskólann á Akureyri, Ólafíu B. Rafnsdóttur formanns VR, og Svavars Gestssonar fyrrverandi ráðherra í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafía sagði nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að menn komist að samkomulagi um tímasetningu kosninga á miðstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins og nái að stilla sínum helstu verkefnum upp.Grétar sagði mikilvægt að fá þessa dagsetningu fram í næstu viku eða fljótlega og stjórn og stjórnarandstaða þurfi að ná samkomulagi þar um.Sjá einnig: Fráleitt að halda því fram að ríkisstjórnin ætli ekki að standa við loforð um kosningarÓlafía Rafnsdóttir, Grétar Eyþórsson og Svavar Gestsson fóru yfir atburði vikunnar í Sprengisandi á Bylgjunni.Forsetinn hafði ekki annan kost í stöðunni Þau fóru yfir atburði liðinnar viku ásamt þáttastjórnandanum Sigurði M. Egilssyni sem spurði þau meðal annars út í fund Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þáverandi forsætisráðherra, með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, á Bessastöðum síðastliðinn þriðjudag þar sem Sigmundur Davíð óskaði eftir því að fá samþykki forsetans á þingrofstillögu sinni. Grétar sagðist meta það sem svo að Ólafur hafi ekki haft annan kost í stöðunni en að hafna beiðni Sigmundar Davíðs þar sem ekki var þingmeirihluti fyrir því að rjúfa þing. Í það minnsta hafi Sigmundur Davíð ekki geta sýnt fram á það á fundinum og kom það síðar í ljós að hann naut hvorki stuðnings frá Framsóknarflokknum né Sjálfstæðisflokknum. Flókin staða blasti við Ólafi Svavar Gestsson sagði þetta hafa verið flókna stöðu fyrir Ólaf og taldi hann hafa farið illa með Sigmund. „Þessi blaðamannafundur sem Ólafur hélt eftir fundinn með Sigmundi, mér fannst hann sérkennilegur og þetta tal að forsetinn væri að gera grín að einhverri andskotans tösku frammi í eldhúsi, það var alveg á mörkunum. Segjum að forsetinn hefði skrifað upp á þingrofstillöguna þá hefði það legið fyrir að það átti að rjúfa þing og efna til kosninga en væntanlega hefði Sjálfstæðisflokkurinn farið út úr stjórninni því hann var ósammála þessum vinnubrögðum,“ sagði Svavar.Ólafur Ragnar hafi í raun og veru haft kosningar af þjóðinni Hann sagði að ef Ólafur Ragnar hefði samþykkt þingrofstillöguna þá hefðu verið líkur á að þingið hefði komið saman og samþykkt vantraust á ríkisstjórn Sigmundar Davíðs og ákveðið kosningar með þeim hætti. „Ég held að það sé hægt að halda fram að Ólafur Ragnar hafi verið á mörkunum í þessu efni og í raun og veru, hvað sem mönnum finnst um þennan aðdraganda Sigmundar Davíðs sem var alveg ferlegur, þá hafi Ólafur í raun og veru haft kosningar af þjóðinni í bili. Það finnst mér umhugsunarvert ef forsetinn ætlar í framtíðinni að fara í það hlutverk í að telja þingmenn með eða á móti einhverju.“Heyra má spjall þeirra í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Forsetakosningar 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00 Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Sigmundur Davíð kvaðst ekki hafa óskað eftir þingrofi. 5. apríl 2016 19:03 Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11 Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Millileikur Ólafs Ragnars, að neita Sigmundi um heimild til þingrofs, er metið sem leikur stórmeistara -- sem hefur sett forsætisráðherra í vonlausa stöðu. 5. apríl 2016 15:07 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Þingrofskjal Sigmundar Davíðs fæst ekki afhent Forsætisráðuneytið hafnar því að afhenda afrit af skjalinu sem forsetinn segir Sigmund Davíð hafa haft á fundi þeirra á þriðjudag. 7. apríl 2016 07:00
Ólafur Ragnar vísar áburði um ósannsögli á bug Sigmundur Davíð kvaðst ekki hafa óskað eftir þingrofi. 5. apríl 2016 19:03
Ráðuneytisstjóri: Hvorki hægt að nota embættismenn né ríkisráðstöskuna sem sönnun Segir forsætisráðherra þurfa að afhenda forseta undirritaða tillögu svo hún teljist formleg. 8. apríl 2016 16:11
Ólafur Ragnar sagður hafa rassskellt Sigmund Davíð Millileikur Ólafs Ragnars, að neita Sigmundi um heimild til þingrofs, er metið sem leikur stórmeistara -- sem hefur sett forsætisráðherra í vonlausa stöðu. 5. apríl 2016 15:07