Ólafur Kristjánsson nýr liðsmaður Pepsi-markanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2016 09:30 Ólafur Kristjánsson mætir í Pepsi-mörkin 2016. vísir/vilhelm Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks og Nordsjælland í Danmörku, er nýr liðsmaður Pepsi-markanna sem verða á dagskrá níunda sumarið í röð á Stöð 2 Sport. Þar verður, eins og alltaf, farið yfir málin eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla; hvert einasta mark sýnt og leikir liðanna greindir ítarlega. Umfjöllun 365 um Pepsi-deildina verður meiri en nokkru sinni fyrr, en í sumar verða að minnsta kosti 70 beinar útsendingar. Að lágmarki verða þrjár í hverri umferð en hér má sjá fyrstu 21 beinu útsendinguna frá deildinni í sumar. Pepsi-mörkin hafa verið leiðandi í umfjöllun um Pepsi-deild karla og styrkjast nú við komu Ólafs Kristjánssonar sem hefur áður getið sér gott orð sem fótboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport í kringum Meistaradeild Evrópu.Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson verða á sýnum stað.vísir/stefánTeymið í Pepsi-mörkunum 2016: Hörður Magnússon er umsjónarmaður þáttarins en hann hefur stýrt Pepsi-mörkunum undanfarin fimm ár. Hörður, sem spilaði nánast allan sinn feril með FH, var á sínum ferli einn skæðasti framherji íslenska boltans. Sérfræðingarnir, líkt og í fyrra, verða þrír talsins. Þeir Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson sem voru einnig í fyrra og nýi maðurinn Ólafur Helgi Kristjánsson.Ólafur Kristjánsson er einn færasti íslenski þjálfarinn í dag en hann gerði Breiðablik að bikarmeisturum í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 2009 og Íslandsmeisturum ári síðar. Hann stýrði síðast Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni en lét af störfum í byrjun árs. Ólafur hafði áður njósnað fyrir Nordsjælland í Meistaradeildinni 2012 þegar hann fékk það verkefni að greina lið Juventus en hann mun einnig sjá um að greina mótherja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu fyrir landsliðsþjálfarana Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið fremsti sparkspekingur Íslands síðan hann kom fyrst fram árið 2009 en hann hefur verið hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011. Hjörvar spilaði á sínum leikmannaferli með Val og Breiðabliki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins.Arnar Gunnlaugsson kom eins og stormsveipur inn í Pepsi-mörkin á síðustu leiktíð en þessi fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður hefur slegið í gegn sem sérfræðingur Stöðvar 2 Sports undanfarin misseri. Arnar spilaði á sínum ferli með liðum eins og Feyenoord, Bolton og Leicester og á að baki 32 landsleiki fyrir Ísland.Gary mætir KR í fyrsta leik.vísir/ernirPepsi-mörkin verða með sinn hefðbundna upphitunarþátt fimmtudaginn 28. apríl þar sem spáin fyrir sumarið verið opinberuð og sérfræðingarnir ræða hvernig liðin koma til leiks þetta tímabilið. Fyrsti þáttur Pepsi-markanna 2016 verður svo á dagskrá 2. maí klukkan 22.00 eftir sjónvarpsleik KR og Víkings á Alvogen-vellinum þar sem Gary Martin heimsækir sína gömlu félaga strax í fyrstu umferð.1.umferð Sun 1.maí kl.16.00 Þróttur R – FH Sun 1.maí kl.20.00 Valur – Fjölnir Mán 2.maí kl.19.15 KR – Víkingur Mán 2.maí kl.22.00 Pepsimörkin Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks og Nordsjælland í Danmörku, er nýr liðsmaður Pepsi-markanna sem verða á dagskrá níunda sumarið í röð á Stöð 2 Sport. Þar verður, eins og alltaf, farið yfir málin eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla; hvert einasta mark sýnt og leikir liðanna greindir ítarlega. Umfjöllun 365 um Pepsi-deildina verður meiri en nokkru sinni fyrr, en í sumar verða að minnsta kosti 70 beinar útsendingar. Að lágmarki verða þrjár í hverri umferð en hér má sjá fyrstu 21 beinu útsendinguna frá deildinni í sumar. Pepsi-mörkin hafa verið leiðandi í umfjöllun um Pepsi-deild karla og styrkjast nú við komu Ólafs Kristjánssonar sem hefur áður getið sér gott orð sem fótboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport í kringum Meistaradeild Evrópu.Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson verða á sýnum stað.vísir/stefánTeymið í Pepsi-mörkunum 2016: Hörður Magnússon er umsjónarmaður þáttarins en hann hefur stýrt Pepsi-mörkunum undanfarin fimm ár. Hörður, sem spilaði nánast allan sinn feril með FH, var á sínum ferli einn skæðasti framherji íslenska boltans. Sérfræðingarnir, líkt og í fyrra, verða þrír talsins. Þeir Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson sem voru einnig í fyrra og nýi maðurinn Ólafur Helgi Kristjánsson.Ólafur Kristjánsson er einn færasti íslenski þjálfarinn í dag en hann gerði Breiðablik að bikarmeisturum í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 2009 og Íslandsmeisturum ári síðar. Hann stýrði síðast Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni en lét af störfum í byrjun árs. Ólafur hafði áður njósnað fyrir Nordsjælland í Meistaradeildinni 2012 þegar hann fékk það verkefni að greina lið Juventus en hann mun einnig sjá um að greina mótherja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu fyrir landsliðsþjálfarana Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið fremsti sparkspekingur Íslands síðan hann kom fyrst fram árið 2009 en hann hefur verið hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011. Hjörvar spilaði á sínum leikmannaferli með Val og Breiðabliki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins.Arnar Gunnlaugsson kom eins og stormsveipur inn í Pepsi-mörkin á síðustu leiktíð en þessi fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður hefur slegið í gegn sem sérfræðingur Stöðvar 2 Sports undanfarin misseri. Arnar spilaði á sínum ferli með liðum eins og Feyenoord, Bolton og Leicester og á að baki 32 landsleiki fyrir Ísland.Gary mætir KR í fyrsta leik.vísir/ernirPepsi-mörkin verða með sinn hefðbundna upphitunarþátt fimmtudaginn 28. apríl þar sem spáin fyrir sumarið verið opinberuð og sérfræðingarnir ræða hvernig liðin koma til leiks þetta tímabilið. Fyrsti þáttur Pepsi-markanna 2016 verður svo á dagskrá 2. maí klukkan 22.00 eftir sjónvarpsleik KR og Víkings á Alvogen-vellinum þar sem Gary Martin heimsækir sína gömlu félaga strax í fyrstu umferð.1.umferð Sun 1.maí kl.16.00 Þróttur R – FH Sun 1.maí kl.20.00 Valur – Fjölnir Mán 2.maí kl.19.15 KR – Víkingur Mán 2.maí kl.22.00 Pepsimörkin
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Sjá meira