Ólafur Kristjánsson nýr liðsmaður Pepsi-markanna Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2016 09:30 Ólafur Kristjánsson mætir í Pepsi-mörkin 2016. vísir/vilhelm Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks og Nordsjælland í Danmörku, er nýr liðsmaður Pepsi-markanna sem verða á dagskrá níunda sumarið í röð á Stöð 2 Sport. Þar verður, eins og alltaf, farið yfir málin eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla; hvert einasta mark sýnt og leikir liðanna greindir ítarlega. Umfjöllun 365 um Pepsi-deildina verður meiri en nokkru sinni fyrr, en í sumar verða að minnsta kosti 70 beinar útsendingar. Að lágmarki verða þrjár í hverri umferð en hér má sjá fyrstu 21 beinu útsendinguna frá deildinni í sumar. Pepsi-mörkin hafa verið leiðandi í umfjöllun um Pepsi-deild karla og styrkjast nú við komu Ólafs Kristjánssonar sem hefur áður getið sér gott orð sem fótboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport í kringum Meistaradeild Evrópu.Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson verða á sýnum stað.vísir/stefánTeymið í Pepsi-mörkunum 2016: Hörður Magnússon er umsjónarmaður þáttarins en hann hefur stýrt Pepsi-mörkunum undanfarin fimm ár. Hörður, sem spilaði nánast allan sinn feril með FH, var á sínum ferli einn skæðasti framherji íslenska boltans. Sérfræðingarnir, líkt og í fyrra, verða þrír talsins. Þeir Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson sem voru einnig í fyrra og nýi maðurinn Ólafur Helgi Kristjánsson.Ólafur Kristjánsson er einn færasti íslenski þjálfarinn í dag en hann gerði Breiðablik að bikarmeisturum í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 2009 og Íslandsmeisturum ári síðar. Hann stýrði síðast Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni en lét af störfum í byrjun árs. Ólafur hafði áður njósnað fyrir Nordsjælland í Meistaradeildinni 2012 þegar hann fékk það verkefni að greina lið Juventus en hann mun einnig sjá um að greina mótherja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu fyrir landsliðsþjálfarana Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið fremsti sparkspekingur Íslands síðan hann kom fyrst fram árið 2009 en hann hefur verið hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011. Hjörvar spilaði á sínum leikmannaferli með Val og Breiðabliki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins.Arnar Gunnlaugsson kom eins og stormsveipur inn í Pepsi-mörkin á síðustu leiktíð en þessi fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður hefur slegið í gegn sem sérfræðingur Stöðvar 2 Sports undanfarin misseri. Arnar spilaði á sínum ferli með liðum eins og Feyenoord, Bolton og Leicester og á að baki 32 landsleiki fyrir Ísland.Gary mætir KR í fyrsta leik.vísir/ernirPepsi-mörkin verða með sinn hefðbundna upphitunarþátt fimmtudaginn 28. apríl þar sem spáin fyrir sumarið verið opinberuð og sérfræðingarnir ræða hvernig liðin koma til leiks þetta tímabilið. Fyrsti þáttur Pepsi-markanna 2016 verður svo á dagskrá 2. maí klukkan 22.00 eftir sjónvarpsleik KR og Víkings á Alvogen-vellinum þar sem Gary Martin heimsækir sína gömlu félaga strax í fyrstu umferð.1.umferð Sun 1.maí kl.16.00 Þróttur R – FH Sun 1.maí kl.20.00 Valur – Fjölnir Mán 2.maí kl.19.15 KR – Víkingur Mán 2.maí kl.22.00 Pepsimörkin Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi þjálfari Breiðabliks og Nordsjælland í Danmörku, er nýr liðsmaður Pepsi-markanna sem verða á dagskrá níunda sumarið í röð á Stöð 2 Sport. Þar verður, eins og alltaf, farið yfir málin eftir hverja umferð í Pepsi-deild karla; hvert einasta mark sýnt og leikir liðanna greindir ítarlega. Umfjöllun 365 um Pepsi-deildina verður meiri en nokkru sinni fyrr, en í sumar verða að minnsta kosti 70 beinar útsendingar. Að lágmarki verða þrjár í hverri umferð en hér má sjá fyrstu 21 beinu útsendinguna frá deildinni í sumar. Pepsi-mörkin hafa verið leiðandi í umfjöllun um Pepsi-deild karla og styrkjast nú við komu Ólafs Kristjánssonar sem hefur áður getið sér gott orð sem fótboltasérfræðingur á Stöð 2 Sport í kringum Meistaradeild Evrópu.Hörður Magnússon, Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson verða á sýnum stað.vísir/stefánTeymið í Pepsi-mörkunum 2016: Hörður Magnússon er umsjónarmaður þáttarins en hann hefur stýrt Pepsi-mörkunum undanfarin fimm ár. Hörður, sem spilaði nánast allan sinn feril með FH, var á sínum ferli einn skæðasti framherji íslenska boltans. Sérfræðingarnir, líkt og í fyrra, verða þrír talsins. Þeir Hjörvar Hafliðason og Arnar Gunnlaugsson sem voru einnig í fyrra og nýi maðurinn Ólafur Helgi Kristjánsson.Ólafur Kristjánsson er einn færasti íslenski þjálfarinn í dag en hann gerði Breiðablik að bikarmeisturum í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 2009 og Íslandsmeisturum ári síðar. Hann stýrði síðast Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni en lét af störfum í byrjun árs. Ólafur hafði áður njósnað fyrir Nordsjælland í Meistaradeildinni 2012 þegar hann fékk það verkefni að greina lið Juventus en hann mun einnig sjá um að greina mótherja íslenska landsliðsins á Evrópumótinu fyrir landsliðsþjálfarana Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson.Hjörvar Hafliðason hefur verið fremsti sparkspekingur Íslands síðan hann kom fyrst fram árið 2009 en hann hefur verið hluti af Pepsi-mörkunum síðan 2011. Hjörvar spilaði á sínum leikmannaferli með Val og Breiðabliki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins.Arnar Gunnlaugsson kom eins og stormsveipur inn í Pepsi-mörkin á síðustu leiktíð en þessi fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður hefur slegið í gegn sem sérfræðingur Stöðvar 2 Sports undanfarin misseri. Arnar spilaði á sínum ferli með liðum eins og Feyenoord, Bolton og Leicester og á að baki 32 landsleiki fyrir Ísland.Gary mætir KR í fyrsta leik.vísir/ernirPepsi-mörkin verða með sinn hefðbundna upphitunarþátt fimmtudaginn 28. apríl þar sem spáin fyrir sumarið verið opinberuð og sérfræðingarnir ræða hvernig liðin koma til leiks þetta tímabilið. Fyrsti þáttur Pepsi-markanna 2016 verður svo á dagskrá 2. maí klukkan 22.00 eftir sjónvarpsleik KR og Víkings á Alvogen-vellinum þar sem Gary Martin heimsækir sína gömlu félaga strax í fyrstu umferð.1.umferð Sun 1.maí kl.16.00 Þróttur R – FH Sun 1.maí kl.20.00 Valur – Fjölnir Mán 2.maí kl.19.15 KR – Víkingur Mán 2.maí kl.22.00 Pepsimörkin
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira