Liggur ljóst fyrir Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 12. apríl 2016 07:00 Það liggur alveg ljóst fyrir, að ríkisstjórnarinnar bíða gríðarlega mikilvæg verkefni. Það liggur líka alveg ljóst fyrir að þessi ríkisstjórn hefur staðið sig afskaplega vel í því að auka ójöfnuð í samfélaginu. Til þess hefur þurft gustukaverk eins og að lækka veiðigjöld á útgerðarfélög svo þjóðin færi nú ekki að fá réttmætan arð af auðlindum sínum, slá af auðlegðarskatta, fella niður raforkuskatt af álverum en á sama tíma að hækka matarskatt og auka kostnað fyrir þá sem þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda. Allt hefur þetta aukið á léttlyndi fjáraflamanna sem geta nú aftur slett úr klaufum, fengið hlutabréf í Símanum á sérkjörum, fundið greiðslukortafyrirtæki í Coca Puffs pakkanum og Tryggingarfélög með himinhá iðgjöld geta fyllt vel í fjárhirslur hluthafa. Á sama tíma verður erfiðara fyrir allan almúga að koma yfir sig þaki og lifa mannsæmandi lífi. Það liggur líka alveg ljóst fyrir að ríkisstjórnin er hvergi nærri hætt á þessari vegferð arðráns og einkavæðingar. Það liggur hinsvegar ljóst fyrir að ójöfnuður er ein af megin meinsemdum heimsins. Meira að segja The Economist, hefur lýst þessu ástandi sem sjúklegu og við því verði að bregðast. 62 ríkustu menn heims, eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns. Það liggur líka alveg ljóst fyrir að skattaskjól eru svindl sem gera þennan ójöfnuð mögulegan. Þar eigum við okkar fulltrúa. En aðalatriðið er þetta: allir þessir rassar eiga að vera víðsfjarri ráðherrastólunum þegar ríkisstjórn Íslands tekst á við þau mikilvægu mál sem framundan eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun
Það liggur alveg ljóst fyrir, að ríkisstjórnarinnar bíða gríðarlega mikilvæg verkefni. Það liggur líka alveg ljóst fyrir að þessi ríkisstjórn hefur staðið sig afskaplega vel í því að auka ójöfnuð í samfélaginu. Til þess hefur þurft gustukaverk eins og að lækka veiðigjöld á útgerðarfélög svo þjóðin færi nú ekki að fá réttmætan arð af auðlindum sínum, slá af auðlegðarskatta, fella niður raforkuskatt af álverum en á sama tíma að hækka matarskatt og auka kostnað fyrir þá sem þurfa á heilbrigðiskerfinu að halda. Allt hefur þetta aukið á léttlyndi fjáraflamanna sem geta nú aftur slett úr klaufum, fengið hlutabréf í Símanum á sérkjörum, fundið greiðslukortafyrirtæki í Coca Puffs pakkanum og Tryggingarfélög með himinhá iðgjöld geta fyllt vel í fjárhirslur hluthafa. Á sama tíma verður erfiðara fyrir allan almúga að koma yfir sig þaki og lifa mannsæmandi lífi. Það liggur líka alveg ljóst fyrir að ríkisstjórnin er hvergi nærri hætt á þessari vegferð arðráns og einkavæðingar. Það liggur hinsvegar ljóst fyrir að ójöfnuður er ein af megin meinsemdum heimsins. Meira að segja The Economist, hefur lýst þessu ástandi sem sjúklegu og við því verði að bregðast. 62 ríkustu menn heims, eiga jafn mikið og fátækari helmingur mannkyns. Það liggur líka alveg ljóst fyrir að skattaskjól eru svindl sem gera þennan ójöfnuð mögulegan. Þar eigum við okkar fulltrúa. En aðalatriðið er þetta: allir þessir rassar eiga að vera víðsfjarri ráðherrastólunum þegar ríkisstjórn Íslands tekst á við þau mikilvægu mál sem framundan eru.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun