"Þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða mislöngum kjörtímabilum“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. apríl 2016 17:49 Land, þjóð, tunga. Náttúra, lýðræði, menning. Þetta verða áhersluatriði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar nái hann kjöri sem forseti Íslands. „Mig langar að leggja fram þrjú verkefni sem ég tel að gætu verið þjóðinni til heilla,“ sagði Andri Snær á blaðamannafundi í Þjóðleikhúsinu í dag þar sem hann tilkynnti framboð sitt formlega. Á fundinum komu fram listamennirnir Tina Dico og Úlfur Úlfur. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona var kynnir. „Við þurfum að spyrja okkur: í hvernig landi viljum við búa?“ sagði Andri Snær í ræðu sinni. „Hvaða skilaboð viljum við senda heiminum? Hvað ætlar okkar kynslóð að gera? Hvað ætlum við að skilja eftir okkur í stóra samhenginu?“Sjá einnig: Andri Snær tilkynnir um framboð á morgunFullur salur af fólki fylgdist með Andra Snæ formlega tilkynna framboð sitt.Vísir/SkjáskotAndri Snær er mikill umhverfisverndarsinni og gerði því náttúruna að umtalsefni sínu að miklu leyti. Hann telur að forsetaembættið ætti að beita sér í verndun náttúrunnar og vill sjá þjóðgarð á hálendinu. „Sem fiskveiðiþjóð þá eigum við allt okkar undir hafinu og ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði embættið mikilvæg rödd á heimsvísu þegar kemur að verndun hafsins.“ Stuðningsmenn Andra höfðu fyllt stóra salinn í Þjóðleikhúsinu og brutust út fagnaðarlæti af og til á meðan á ræðu forsetaframbjóðandans stóð. „Við þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða í mislöngum kjörtímabilum,“ sagði Andri og heyrðust fagnaðaróp úr salnum.Úlfur Úlfur steig á stokk ásamt Kött Grá Pjé með lagið Brennum allt.Vísir„Jöfnuður, jafnrétti og jöfn tækifæri er forsenda þess að við getum kallað okkur þjóð. Ég fylgdist með þjóðfundinum og það var einhver fallegasta stund sem ég hef séð.“ Taldi Andri að þar hefði komið saman raunveruleg sneiðmynd af þjóðinni, þar hafi almenningi verið gefin rödd og þjóðin sýnt að lýðræði er skapandi ferli. „Þar varð til ný stjórnarskrá,“ sagði hann. „Tilraunin var einstök, vakti athygli um allan heim og ég tel að við verðum að klára þessa stjórnarskrá.“ Salurinn fagnaði þessu markmiði Andra ákaft. Þriðja áherslumál Andra tengist tungumálinu. Hann sagðist hafa heimsótt börn í skólum víðsvegar um landið og spurt þau hvort þau töluðu annað tungumál í íslensku. Svörin hafi verið ákaflega fjölbreytt. „Þetta er snilldarkynslóð sem er að alast upp núna.“ Telur hann eitt hlutverk embættis forseta vera að taka utan um ólík móðurmál í þjóðinni. „Farvegur hugsunar okkar og menningar.“ Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32 Ólafur Ragnar vildi ekki svara spurningu um forsetaframboð Forseti Íslands var spurður hvort til greina kæmi að bjóða sig fram til forseta Íslands í sjötta skipti í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Íslandi. 5. apríl 2016 13:11 Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Benedikt Kristján Mewes bætist við í frambjóðendaflóruna. 10. apríl 2016 19:20 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Land, þjóð, tunga. Náttúra, lýðræði, menning. Þetta verða áhersluatriði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar nái hann kjöri sem forseti Íslands. „Mig langar að leggja fram þrjú verkefni sem ég tel að gætu verið þjóðinni til heilla,“ sagði Andri Snær á blaðamannafundi í Þjóðleikhúsinu í dag þar sem hann tilkynnti framboð sitt formlega. Á fundinum komu fram listamennirnir Tina Dico og Úlfur Úlfur. Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikkona var kynnir. „Við þurfum að spyrja okkur: í hvernig landi viljum við búa?“ sagði Andri Snær í ræðu sinni. „Hvaða skilaboð viljum við senda heiminum? Hvað ætlar okkar kynslóð að gera? Hvað ætlum við að skilja eftir okkur í stóra samhenginu?“Sjá einnig: Andri Snær tilkynnir um framboð á morgunFullur salur af fólki fylgdist með Andra Snæ formlega tilkynna framboð sitt.Vísir/SkjáskotAndri Snær er mikill umhverfisverndarsinni og gerði því náttúruna að umtalsefni sínu að miklu leyti. Hann telur að forsetaembættið ætti að beita sér í verndun náttúrunnar og vill sjá þjóðgarð á hálendinu. „Sem fiskveiðiþjóð þá eigum við allt okkar undir hafinu og ég sé fyrir mér að í framtíðinni verði embættið mikilvæg rödd á heimsvísu þegar kemur að verndun hafsins.“ Stuðningsmenn Andra höfðu fyllt stóra salinn í Þjóðleikhúsinu og brutust út fagnaðarlæti af og til á meðan á ræðu forsetaframbjóðandans stóð. „Við þurfum að hugsa í lengri tímabilum en ársfjórðungsuppgjörum eða í mislöngum kjörtímabilum,“ sagði Andri og heyrðust fagnaðaróp úr salnum.Úlfur Úlfur steig á stokk ásamt Kött Grá Pjé með lagið Brennum allt.Vísir„Jöfnuður, jafnrétti og jöfn tækifæri er forsenda þess að við getum kallað okkur þjóð. Ég fylgdist með þjóðfundinum og það var einhver fallegasta stund sem ég hef séð.“ Taldi Andri að þar hefði komið saman raunveruleg sneiðmynd af þjóðinni, þar hafi almenningi verið gefin rödd og þjóðin sýnt að lýðræði er skapandi ferli. „Þar varð til ný stjórnarskrá,“ sagði hann. „Tilraunin var einstök, vakti athygli um allan heim og ég tel að við verðum að klára þessa stjórnarskrá.“ Salurinn fagnaði þessu markmiði Andra ákaft. Þriðja áherslumál Andra tengist tungumálinu. Hann sagðist hafa heimsótt börn í skólum víðsvegar um landið og spurt þau hvort þau töluðu annað tungumál í íslensku. Svörin hafi verið ákaflega fjölbreytt. „Þetta er snilldarkynslóð sem er að alast upp núna.“ Telur hann eitt hlutverk embættis forseta vera að taka utan um ólík móðurmál í þjóðinni. „Farvegur hugsunar okkar og menningar.“
Forsetakjör Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32 Ólafur Ragnar vildi ekki svara spurningu um forsetaframboð Forseti Íslands var spurður hvort til greina kæmi að bjóða sig fram til forseta Íslands í sjötta skipti í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Íslandi. 5. apríl 2016 13:11 Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Benedikt Kristján Mewes bætist við í frambjóðendaflóruna. 10. apríl 2016 19:20 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Þorgrímur hættur við forsetaframboð Áhuginn fjarað út, segir Þorgrímur Þráinsson. 9. apríl 2016 10:32
Ólafur Ragnar vildi ekki svara spurningu um forsetaframboð Forseti Íslands var spurður hvort til greina kæmi að bjóða sig fram til forseta Íslands í sjötta skipti í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Íslandi. 5. apríl 2016 13:11
Vill verða fyrsti samkynhneigði forsetinn Benedikt Kristján Mewes bætist við í frambjóðendaflóruna. 10. apríl 2016 19:20