Danskur fréttamaður fann harða stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í Skagafirði Birgir Olgeirsson skrifar 12. apríl 2016 13:24 Lisbeth Sung, fréttamaður TV Avisen hjá danska ríkissjónvarpinu, fór til Skagafjarðar í leit að stuðningi við ríkisstjórnina. Kastljós erlendra fjölmiðla hefur beinst að Íslandi í kjölfar lekans á Panama-gögnunum og þá sér í lagi vegna tengsla íslenskra ráðherra við skattaskjól. Fréttamenn á vegum danska ríkissjónvarpsins DR mættu hingað til lands í síðustu viku til að fylgjast með gangi mála og ræddu meðal annars við mótmælendur á Austurvelli sem voru eðli málsins samkvæmt andvígir ríkisstjórninni.Lisbeth Sung, fréttamaður á vegum danska fréttaskýringaþáttarins TV Avisen, var á mótmælunum og útskýrði fyrir áhorfendum að mikill munur væri á borg og sveit þegar kemur að stuðningi við ríkisstjórn landsins. Ákvað hún því að aka um fjóra tíma út fyrir höfuðborgina og fór til Sauðárkróks í Skagafirði, eins af sterkustu vígum Framsóknarflokksins, til að kanna stuðning við stjórnina. Þar hitti Sung fyrir Sigurð Skagfjörð en aðspurður um hvaða flokk hann styður svaraði hann: „Fyrst og fremst Framsókn.“ Þegar Guðbjörg Arnardóttir var spurð hvort hún hafi kosið Framsóknarflokkinn svaraði hún glöð í bragði: „Já, já. Ég bý hér.“ Hallgrímur Blöndal sagði Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn það besta sem er í boði á Íslandi. „Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn er það besta sem er í boði á Íslandi. Við erum ekki eins og kaffihúsafólkið sem býr í Reykjavík. Hér er hafið og fiskurinn og mögulega er hugsunarhátturinn annar hér,“ svaraði Hallgrímur. Athygli fjölmiðla erlendis hefur að mestu beinst að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, sem óskaði lausnar úr embætti forsætisráðherra í síðustu viku eftir að fjallað var um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Hallgrímur spurði Lisbeth Sung hvað það væri sem Sigmundur Davíð hefði gert rangt? „Hann borgaði skatt af þessum peningum og hvað gerði hann rangt? Ekkert!“ Í kjölfarið er rætt við Ibrahim Antar sem er ekki á sama máli. „Ef allir hefðu gert það sem og hann gerði væri landið rústir einar.“ Sjá má innslagið hér fyrir neðan: Panama-skjölin Tengdar fréttir Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 Ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum Prófessor í stjórnmálafræði segir að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. 10. apríl 2016 13:47 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Kastljós erlendra fjölmiðla hefur beinst að Íslandi í kjölfar lekans á Panama-gögnunum og þá sér í lagi vegna tengsla íslenskra ráðherra við skattaskjól. Fréttamenn á vegum danska ríkissjónvarpsins DR mættu hingað til lands í síðustu viku til að fylgjast með gangi mála og ræddu meðal annars við mótmælendur á Austurvelli sem voru eðli málsins samkvæmt andvígir ríkisstjórninni.Lisbeth Sung, fréttamaður á vegum danska fréttaskýringaþáttarins TV Avisen, var á mótmælunum og útskýrði fyrir áhorfendum að mikill munur væri á borg og sveit þegar kemur að stuðningi við ríkisstjórn landsins. Ákvað hún því að aka um fjóra tíma út fyrir höfuðborgina og fór til Sauðárkróks í Skagafirði, eins af sterkustu vígum Framsóknarflokksins, til að kanna stuðning við stjórnina. Þar hitti Sung fyrir Sigurð Skagfjörð en aðspurður um hvaða flokk hann styður svaraði hann: „Fyrst og fremst Framsókn.“ Þegar Guðbjörg Arnardóttir var spurð hvort hún hafi kosið Framsóknarflokkinn svaraði hún glöð í bragði: „Já, já. Ég bý hér.“ Hallgrímur Blöndal sagði Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn það besta sem er í boði á Íslandi. „Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn er það besta sem er í boði á Íslandi. Við erum ekki eins og kaffihúsafólkið sem býr í Reykjavík. Hér er hafið og fiskurinn og mögulega er hugsunarhátturinn annar hér,“ svaraði Hallgrímur. Athygli fjölmiðla erlendis hefur að mestu beinst að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, sem óskaði lausnar úr embætti forsætisráðherra í síðustu viku eftir að fjallað var um tengsl hans við aflandsfélagið Wintris sem heldur utan um fjölskylduarf eiginkonu hans Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur. Hallgrímur spurði Lisbeth Sung hvað það væri sem Sigmundur Davíð hefði gert rangt? „Hann borgaði skatt af þessum peningum og hvað gerði hann rangt? Ekkert!“ Í kjölfarið er rætt við Ibrahim Antar sem er ekki á sama máli. „Ef allir hefðu gert það sem og hann gerði væri landið rústir einar.“ Sjá má innslagið hér fyrir neðan:
Panama-skjölin Tengdar fréttir Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00 Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00 Ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum Prófessor í stjórnmálafræði segir að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. 10. apríl 2016 13:47 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Tæp 70 prósent vilja að Bjarni hætti rétt eins og Sigmundur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að láta af embætti forsætisráðherra eftir að upp komst að konan hans á aflandsfélag. Stór hluti þjóðarinnar vill að fjármálaráðherra og innanríkisráðherra hætti líka. 6. apríl 2016 07:00
Píratar mælast með 43 prósent Píratar bæta mestu við sig milli mánaða samkvæmt nýrri könnun og stjórnarflokkarnir missa ellefu prósent. 6. apríl 2016 07:00
Ekki útilokað að Vinstri græn séu byrjuð að taka fylgi frá Pírötum Prófessor í stjórnmálafræði segir að margt bendi til þess að stjórnarflokkarnir séu byrjaðir að missa sínu dyggustu stuðningsmenn. 10. apríl 2016 13:47
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels